„Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2025 21:32 Sigurður Ingimundarson hefur í nægu að snúast þessa dagana enda þjálfar hann bæði karla- og kvennalið Keflavíkur. Tindastóll er andstæðingur beggja liðanna í úrslitakeppninni. vísir/diego Sigurður Ingimundarson, hinn þrautreyndi þjálfari Keflavíkur, var ánægður með hvernig hans lið byrjaði leikinn gegn Tindastóli í kvöld. Keflavík vann leik liðanna í Blue-höllinni, 92-63, og komst þar með í 1-0 í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna. Keflvíkingar leiddu allan tímann. „Þær spiluðu vel. Það var svaka kraftur í þeim í vörninni og sérstaklega í byrjun leiks. Þetta var skemmtilegt og leit ágætlega út hjá okkur í kvöld,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi í leikslok. Keflvíkingar pressuðu Stólana stíft í byrjun leiks og gerðu gestunum afar erfitt fyrir. „Mér fannst þetta mjög flott hjá þeim, þær lögðu sig mikið fram og þá er margt hægt,“ sagði Sigurður. Keflvíkingar voru allan tímann með örugga forystu í leiknum í kvöld en Sigurður ítrekaði að þeir hefðu þurft að spila vel til að halda Stólunum í hæfilegri fjarlægð. „Við gerðum ekkert ráð fyrir að við myndum valta yfir þetta og þetta yrði eitthvað öruggt enda náðu þær að spila sig inn í leikinn og eru gott lið. Við gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu enda var það ekki markmiðið; bara að ná einum sigri,“ sagði Sigurður sem sá einhverja hluti sem Keflvíkingar geta gert betur en þeir gerðu í kvöld. „Já, það var alls konar sem við vorum ekki að gera neitt sérstaklega. Það voru alltof margar sendingar sem fóru bara eitthvað,“ sagði Sigurður sem á von á strembnari leik þegar liðin mætast í annað sinn á Sauðárkróki á föstudaginn. „Já, miklu erfiðari,“ sagði Sigurður að lokum. Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Keflavík vann leik liðanna í Blue-höllinni, 92-63, og komst þar með í 1-0 í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna. Keflvíkingar leiddu allan tímann. „Þær spiluðu vel. Það var svaka kraftur í þeim í vörninni og sérstaklega í byrjun leiks. Þetta var skemmtilegt og leit ágætlega út hjá okkur í kvöld,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi í leikslok. Keflvíkingar pressuðu Stólana stíft í byrjun leiks og gerðu gestunum afar erfitt fyrir. „Mér fannst þetta mjög flott hjá þeim, þær lögðu sig mikið fram og þá er margt hægt,“ sagði Sigurður. Keflvíkingar voru allan tímann með örugga forystu í leiknum í kvöld en Sigurður ítrekaði að þeir hefðu þurft að spila vel til að halda Stólunum í hæfilegri fjarlægð. „Við gerðum ekkert ráð fyrir að við myndum valta yfir þetta og þetta yrði eitthvað öruggt enda náðu þær að spila sig inn í leikinn og eru gott lið. Við gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu enda var það ekki markmiðið; bara að ná einum sigri,“ sagði Sigurður sem sá einhverja hluti sem Keflvíkingar geta gert betur en þeir gerðu í kvöld. „Já, það var alls konar sem við vorum ekki að gera neitt sérstaklega. Það voru alltof margar sendingar sem fóru bara eitthvað,“ sagði Sigurður sem á von á strembnari leik þegar liðin mætast í annað sinn á Sauðárkróki á föstudaginn. „Já, miklu erfiðari,“ sagði Sigurður að lokum.
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira