Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 14:58 Það er gott að vera búinn að undirbúa sig fyrir langvarandi rafmagnsleysi, vatnsskort og fleira. Rauði krossinn Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum í tilkynningu vegna átaksins. Markmiðið með þriggja daga verkefninu er að landsmenn búi sig undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti þrjá daga og verði sömuleiðis viðbúnir því að vera án net- og símasambands. „Að geta bjargað okkur í einhverja daga auðveldar ekki aðeins okkur sjálfum að takast á við erfiða stöðu heldur léttir álagið á viðbragðsaðilum sem geta þá sinnt þeim sem eru verr staddir,“ segir Aðalheiður. „Góður undirbúningur skapar seiglu á hættustundu og getur jafnvel bjargað mannslífum.“ Heimilisáætlun og viðlagakassi En hvernig eflum við okkar eigin viðnámsþrótt við hamförum og neyðarástandi? Öll heimili ættu að vera með heimilisáætlun og viðlagakassa tilbúinn. Viðlagakassinn er hugsaður fyrir helstu nauðsynjar sem fólk þarf til að komast af á heimili sínu í að minnsta kosti 3 daga verði til dæmis bæði vatns- og rafmagnslaust. Eftirtalda hluti er gott að setja í kassann: Útvarp Rafhlöður Kerti Eldspýtur/kveikjara Prímus eða gasgrill Vasaljós Viðgerðarlímband Fjölnota verkfæri Lista yfir mikilvæg símanúmer Skyndihjálpartösku Þá þarf matur og vatn fyrir alla fjölskylduna til þriggja daga að vera tiltækt á heimilinu. Ekki gleyma gæludýrunum! Það er aldrei að vita hvenær þörf á að grípa til viðlagakassans skapast og því hvetur Rauði krossinn landsmenn til að útbúa hann strax. Ef til rýminga kemur Einnig þarf fólk að vera undirbúið því að þurfa að rýma heimili sín. Aðskilnaður fólks er einn mesti streituvaldurinn í neyðarástandi. Komi til rýminga er því mikilvægt að fólk á sama heimili sé búið að ákveða söfnunarsvæði til að koma saman á. Gott er að ákveða einn stað fyrir utan húsið, annan utan hverfis og á þeim þriðja þarf að vera hægt að gista. Þá er mikilvægt að tengjast fólki í nærumhverfinu því í neyðarástandi er fyrsta utanaðkomandi hjálpin sem fæst líklegast frá nágrönnum. Hugaðu að andlegu hliðinni Þekkt er að neyðarástand getur verið mjög streituvaldandi. Hvetur Rauði krossinn því landsmenn til að undirbúa sig andlega fyrir atburði sem gætu valdið þeim streitu og ótta. Það má gera með því að: Hugsaðu um hvaða þættir myndu valda þér miklu álagi eða ótta eins og til dæmis aðskilnaður frá fjölskyldu, hávaði í veðri, jarðskjálftar eða annað. Vertu klár á því hver viðbrögð þín gætu orðið undir slíku álagi. Hvernig tekstu á við óvænt atvik, álag, streitu og ótta? Hugsaðu um hvernig þú tekst almennt á við aukið álag, streitu og ótta. Þekkirðu leiðir og aðferðir við að takast á við streitu og ótta og ná jafnvægi? „Til að lágmarka streitu og halda ró er mikilvægt að vera andlega undirbúin og þekkja eigin viðbrögð,“ segir Aðalheiður. „Með því að vera meðvituð um þau verkfæri sem við höfum til að takast á við streitu tökum við réttari og yfirvegaðri ákvarðanir ef hætta steðjar að.“ Að neðan má sjá myndbönd úr kynningarherferð Rauða krossins. Almannavarnir Rafmagn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
„Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum í tilkynningu vegna átaksins. Markmiðið með þriggja daga verkefninu er að landsmenn búi sig undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti þrjá daga og verði sömuleiðis viðbúnir því að vera án net- og símasambands. „Að geta bjargað okkur í einhverja daga auðveldar ekki aðeins okkur sjálfum að takast á við erfiða stöðu heldur léttir álagið á viðbragðsaðilum sem geta þá sinnt þeim sem eru verr staddir,“ segir Aðalheiður. „Góður undirbúningur skapar seiglu á hættustundu og getur jafnvel bjargað mannslífum.“ Heimilisáætlun og viðlagakassi En hvernig eflum við okkar eigin viðnámsþrótt við hamförum og neyðarástandi? Öll heimili ættu að vera með heimilisáætlun og viðlagakassa tilbúinn. Viðlagakassinn er hugsaður fyrir helstu nauðsynjar sem fólk þarf til að komast af á heimili sínu í að minnsta kosti 3 daga verði til dæmis bæði vatns- og rafmagnslaust. Eftirtalda hluti er gott að setja í kassann: Útvarp Rafhlöður Kerti Eldspýtur/kveikjara Prímus eða gasgrill Vasaljós Viðgerðarlímband Fjölnota verkfæri Lista yfir mikilvæg símanúmer Skyndihjálpartösku Þá þarf matur og vatn fyrir alla fjölskylduna til þriggja daga að vera tiltækt á heimilinu. Ekki gleyma gæludýrunum! Það er aldrei að vita hvenær þörf á að grípa til viðlagakassans skapast og því hvetur Rauði krossinn landsmenn til að útbúa hann strax. Ef til rýminga kemur Einnig þarf fólk að vera undirbúið því að þurfa að rýma heimili sín. Aðskilnaður fólks er einn mesti streituvaldurinn í neyðarástandi. Komi til rýminga er því mikilvægt að fólk á sama heimili sé búið að ákveða söfnunarsvæði til að koma saman á. Gott er að ákveða einn stað fyrir utan húsið, annan utan hverfis og á þeim þriðja þarf að vera hægt að gista. Þá er mikilvægt að tengjast fólki í nærumhverfinu því í neyðarástandi er fyrsta utanaðkomandi hjálpin sem fæst líklegast frá nágrönnum. Hugaðu að andlegu hliðinni Þekkt er að neyðarástand getur verið mjög streituvaldandi. Hvetur Rauði krossinn því landsmenn til að undirbúa sig andlega fyrir atburði sem gætu valdið þeim streitu og ótta. Það má gera með því að: Hugsaðu um hvaða þættir myndu valda þér miklu álagi eða ótta eins og til dæmis aðskilnaður frá fjölskyldu, hávaði í veðri, jarðskjálftar eða annað. Vertu klár á því hver viðbrögð þín gætu orðið undir slíku álagi. Hvernig tekstu á við óvænt atvik, álag, streitu og ótta? Hugsaðu um hvernig þú tekst almennt á við aukið álag, streitu og ótta. Þekkirðu leiðir og aðferðir við að takast á við streitu og ótta og ná jafnvægi? „Til að lágmarka streitu og halda ró er mikilvægt að vera andlega undirbúin og þekkja eigin viðbrögð,“ segir Aðalheiður. „Með því að vera meðvituð um þau verkfæri sem við höfum til að takast á við streitu tökum við réttari og yfirvegaðri ákvarðanir ef hætta steðjar að.“ Að neðan má sjá myndbönd úr kynningarherferð Rauða krossins.
Almannavarnir Rafmagn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent