Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2025 14:16 Þórir Kjartansson ljósmyndari náði þessum stórkostlegu en sláandi myndum af því þegar sjórinn gekk yfir Víkurfjöru með morguflóðinu. Þórir Kjartansson Árni Gunnarsson frístundabóndi í Vík hefur aldrei séð annað eins og þegar brimið gekk yfir hús hans. Hann segir suðvestanáttina langversta á svæðinu. „Já, þarna gekk mikið á. Húsið hvarf í sjó þegar ég kom hérna klukkan átta. Það braut svo á því. Þá var ég búinn að fá fréttir af því að það gengi mikið á. Og húsið hvarf þegar ég beygði af þjóðveginum,“ segir Árni Gunnarsson í samtali við Vísi. Árni segist ekki vera með margt fé, hann sé hobbí-bóndi en þetta eru um 35 skjátur sem hann rak úr húsinu og í annað hús, hesthús sem stendur ofar. Hér má sjá hvernig sjórinn hefur náð að iðnaðarhúsahverfinu sem stendur í grennd við sjávarmál.Þórir Kjartansson „Ég á slatta af hrossum en sleppti þeim út til að geta verið með féð í efra húsinu. Ég fór beint í það,“ segir Árni. Rúða brotnaði í fjárhúsinu og þá kom los á járn. Gat myndaðist á húsinu vestan megin í því. „Þetta er í annað skiptið í vetur, en þá braut ekki svona á því. Hér er allt á floti inni í húsunum núna. Ég er að vinna í að færa til og ganga frá.“ Hér má sjá hvað snjórinn er nærri iðnaðarhúsunum austast í þorpinu sem og hest- og fjárhúsunum. Lágfjara var þegar myndin var tekin og sjávarlónið ofan við fjörukambinn eftir morgunflóðið að mestu sigið ofan í sandinn.Þórir Kjartansson Árni hefur verið með kindur og hesta á þessum stað síðan 2003 en hann hefur aldrei lent í neinu svona svakalegu fyrr. „Þeir settu garð fyrir framan mig, sjóvarnargarð, fyrir tveimur árum, og það gengur bara yfir hann. Austan við hann eru farnir fleiri fleiri metrar af landi. Það er annað fólk með hús austan megin við mig, þar er er allt á floti en þau lentu ekki eins illa í því.“ Einhverjar breytingar eru á sjávarbotni sem orsaka að menn rekur ekki minni til að svo mikið hafi gengið á fyrr.Þórir Kjartansson Árni segir þetta fjör. „Já, það er bara þannig. Þýðir ekki að leggjast í eitthvað þunglyndi út af þessu, það er bara að bjarga sér.“ Árni segir augljósar breytingar því ekki hafi verið stórstreymt. Það hafi verið um daginn þegar gaf aðeins á. „Það var garður þarna fyrir vestan sem hreppurinn setti upp og hann er farinn. Við höfum verið að berjast fyrir því að það verði eitthvað gert, til að verja húsin okkar, en það hefur gengið hægt fyrir sig.“ Veður Mýrdalshreppur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
„Já, þarna gekk mikið á. Húsið hvarf í sjó þegar ég kom hérna klukkan átta. Það braut svo á því. Þá var ég búinn að fá fréttir af því að það gengi mikið á. Og húsið hvarf þegar ég beygði af þjóðveginum,“ segir Árni Gunnarsson í samtali við Vísi. Árni segist ekki vera með margt fé, hann sé hobbí-bóndi en þetta eru um 35 skjátur sem hann rak úr húsinu og í annað hús, hesthús sem stendur ofar. Hér má sjá hvernig sjórinn hefur náð að iðnaðarhúsahverfinu sem stendur í grennd við sjávarmál.Þórir Kjartansson „Ég á slatta af hrossum en sleppti þeim út til að geta verið með féð í efra húsinu. Ég fór beint í það,“ segir Árni. Rúða brotnaði í fjárhúsinu og þá kom los á járn. Gat myndaðist á húsinu vestan megin í því. „Þetta er í annað skiptið í vetur, en þá braut ekki svona á því. Hér er allt á floti inni í húsunum núna. Ég er að vinna í að færa til og ganga frá.“ Hér má sjá hvað snjórinn er nærri iðnaðarhúsunum austast í þorpinu sem og hest- og fjárhúsunum. Lágfjara var þegar myndin var tekin og sjávarlónið ofan við fjörukambinn eftir morgunflóðið að mestu sigið ofan í sandinn.Þórir Kjartansson Árni hefur verið með kindur og hesta á þessum stað síðan 2003 en hann hefur aldrei lent í neinu svona svakalegu fyrr. „Þeir settu garð fyrir framan mig, sjóvarnargarð, fyrir tveimur árum, og það gengur bara yfir hann. Austan við hann eru farnir fleiri fleiri metrar af landi. Það er annað fólk með hús austan megin við mig, þar er er allt á floti en þau lentu ekki eins illa í því.“ Einhverjar breytingar eru á sjávarbotni sem orsaka að menn rekur ekki minni til að svo mikið hafi gengið á fyrr.Þórir Kjartansson Árni segir þetta fjör. „Já, það er bara þannig. Þýðir ekki að leggjast í eitthvað þunglyndi út af þessu, það er bara að bjarga sér.“ Árni segir augljósar breytingar því ekki hafi verið stórstreymt. Það hafi verið um daginn þegar gaf aðeins á. „Það var garður þarna fyrir vestan sem hreppurinn setti upp og hann er farinn. Við höfum verið að berjast fyrir því að það verði eitthvað gert, til að verja húsin okkar, en það hefur gengið hægt fyrir sig.“
Veður Mýrdalshreppur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira