Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 07:30 Arnar og Bjarki voru á þessum tíma afar áberandi í auglýsingum og viðtölum, þegar þeir komu aftur í íslenska boltann í nokkra mánuði árið 1995. Skjáskot/A&B „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. Brot úr fyrsta þætti, sem frumsýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld, má sjá hér að neðan. Um er að ræða fjögurra þátta seríu og strax ljóst að um afar áhugaverða þætti er að ræða. Klippa: Heim til Íslands eins og súperstjörnur „Þegar þeir koma heim ’95 þá koma tvær súperstjörnur heim, það er ekki mikið flóknara,“ segir Bjarni Guðjónsson sem er sex árum yngri en tvíburarnir og man vel eftir því þegar þeir komu 22 ára í nokkuð stutt stopp heim á Akranes úr atvinnumennsku, áður en þeir héldu svo aftur út til Þýskalands. „Skagaliðið á þeim tíma var frábært, á þvílíkri siglingu í gegnum deildina, gaman á vellinum, en þeir koma samt heim og lyfta öllu. Ég held að þeir hafi ekki bara lyft fótboltanum uppi á Skaga heldur allri deildinni. Arnar var á þeim tíma sérstaklega áberandi og skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum en svo var líka allt hitt. Auglýsingarnar, viðtölin í Séð og heyrt og þetta allt saman,“ segir Bjarni. „Fundum að við vorum í tísku“ „Það var ekkert leiðinlegt að fá athygli, ég viðurkenni það alveg. Við klæddum okkur vel upp og fundum fyrir því að við vorum í tísku,“ segir Arnar sjálfur í þættinum. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem það er nánast svona Hollywood-stjarna í íslensku deildinni,“ bendir Bjarni á. „Árið áður fóru þeir út að borða með æskuvinunum en ’95 var farið út að borða með Baltasar, Ingvari Þórðar og Helga Björns,“ segir Rósant og rifjar upp að skemmtistaðurinn Astró hafi verið aðalstaðurinn á þessum tíma. Það þótti merkilegt að komast á súluna á Astró, segir Arnar Gunnlaugs, en þar mátti meðal annars sjá nöfn söngkonunnar Mel B og grínistans Jerry Seinfeld, sem og nöfn Arnars og Bjarka.Skjáskot/A&B „Astró var einhvers konar klúbbur sem við munum aldrei sjá aftur á Íslandi. Það var að koma þessi nýja VIP-stemning. Þú keyptir stóra kampavínsflösku og fékkst nafnið þitt upp á vegg,“ segir Rósant. „Vildum ekki vera minni menn“ Jerry Seinfeld, Mel B, Fjölnir Þorgeirs og Skítamórall voru á meðal þeirra sem fengu nafnið sitt upp á súlu á Astró, með kaupum á veglegri kampavínsflösku, og að sjálfsögðu bættust nöfn Arnars og Bjarka við: „Það þótti merkilegt að komast á þessa súlu. Við vildum ekki vera minni menn en aðrar „stjörnur“ á þessum tíma. Við vorum fljótir að kaupa eina slíka [kampavínsflösku] og gott ef Eyjólfur Sverris fylgdi ekki með í kaupbæti,“ segir Arnar. „Enginn þeirra drakk sopa af þessu kampavíni en þetta var stemningin,“ segir Rósant og Bjarki tekur undir það: „Við vorum aldrei í neinu rugli. Engin drykkja á okkur eða neitt þannig. Við sóttum auðvitað skemmtistaði en fótboltinn var númer eitt, tvö og þrjú.“ Þættirnir um Arnar og Bjarka verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn ÍA A&B Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Brot úr fyrsta þætti, sem frumsýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld, má sjá hér að neðan. Um er að ræða fjögurra þátta seríu og strax ljóst að um afar áhugaverða þætti er að ræða. Klippa: Heim til Íslands eins og súperstjörnur „Þegar þeir koma heim ’95 þá koma tvær súperstjörnur heim, það er ekki mikið flóknara,“ segir Bjarni Guðjónsson sem er sex árum yngri en tvíburarnir og man vel eftir því þegar þeir komu 22 ára í nokkuð stutt stopp heim á Akranes úr atvinnumennsku, áður en þeir héldu svo aftur út til Þýskalands. „Skagaliðið á þeim tíma var frábært, á þvílíkri siglingu í gegnum deildina, gaman á vellinum, en þeir koma samt heim og lyfta öllu. Ég held að þeir hafi ekki bara lyft fótboltanum uppi á Skaga heldur allri deildinni. Arnar var á þeim tíma sérstaklega áberandi og skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum en svo var líka allt hitt. Auglýsingarnar, viðtölin í Séð og heyrt og þetta allt saman,“ segir Bjarni. „Fundum að við vorum í tísku“ „Það var ekkert leiðinlegt að fá athygli, ég viðurkenni það alveg. Við klæddum okkur vel upp og fundum fyrir því að við vorum í tísku,“ segir Arnar sjálfur í þættinum. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem það er nánast svona Hollywood-stjarna í íslensku deildinni,“ bendir Bjarni á. „Árið áður fóru þeir út að borða með æskuvinunum en ’95 var farið út að borða með Baltasar, Ingvari Þórðar og Helga Björns,“ segir Rósant og rifjar upp að skemmtistaðurinn Astró hafi verið aðalstaðurinn á þessum tíma. Það þótti merkilegt að komast á súluna á Astró, segir Arnar Gunnlaugs, en þar mátti meðal annars sjá nöfn söngkonunnar Mel B og grínistans Jerry Seinfeld, sem og nöfn Arnars og Bjarka.Skjáskot/A&B „Astró var einhvers konar klúbbur sem við munum aldrei sjá aftur á Íslandi. Það var að koma þessi nýja VIP-stemning. Þú keyptir stóra kampavínsflösku og fékkst nafnið þitt upp á vegg,“ segir Rósant. „Vildum ekki vera minni menn“ Jerry Seinfeld, Mel B, Fjölnir Þorgeirs og Skítamórall voru á meðal þeirra sem fengu nafnið sitt upp á súlu á Astró, með kaupum á veglegri kampavínsflösku, og að sjálfsögðu bættust nöfn Arnars og Bjarka við: „Það þótti merkilegt að komast á þessa súlu. Við vildum ekki vera minni menn en aðrar „stjörnur“ á þessum tíma. Við vorum fljótir að kaupa eina slíka [kampavínsflösku] og gott ef Eyjólfur Sverris fylgdi ekki með í kaupbæti,“ segir Arnar. „Enginn þeirra drakk sopa af þessu kampavíni en þetta var stemningin,“ segir Rósant og Bjarki tekur undir það: „Við vorum aldrei í neinu rugli. Engin drykkja á okkur eða neitt þannig. Við sóttum auðvitað skemmtistaði en fótboltinn var númer eitt, tvö og þrjú.“ Þættirnir um Arnar og Bjarka verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn ÍA A&B Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira