Richard Chamberlain er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 14:59 Richard Chamberlain átti langan og farsælan feril í sjónvarpi. Hann var tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaun og hlaut þrenn Golden Globe-verðlaun. Getty Bandaríski leikarinn Richard Chamberlain, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, er látinn 90 ára að aldri. Blaðafulltrúi Chamberlain, Harlan Boll, tjáði dægurmálamiðlinum The Hollywood Reporter að Chamberlain hefði dáið í Waimanalo í Havaí á laugardagskvöld eftir heilablóðfall, tveimur dögum fyrir 91 árs afmæli sitt, 31. mars. „Okkar elskaði Richard er nú með englunum. Hann er frjáls og svífur til ástvina sinna. Hve heppinn við vorum að hafa þekkt svona undraverða og elskandi sál. Ástin deyr aldrei. Okkar ást er undir vængjum hans og lyftir honum til hans næsta ævintýris,“ sagði Martin Rabbett, fyrrverandi eiginmaður Chamberlain til rúmlega 30 ára, í yfirlýsingu. Upprunalegi Jason Bourne og John Blackthorne Richard fæddist George Richard Chamberlain í Beverly Hills í Kaliforníu árið 1934. Hann lærði upprunalega myndlist í Pomona College en eftir hann sneri til baka úr herþjónustu í Kóreustríðinu ákvað Chamberlain að reyna fyrir sér sem leikari. Leikferill Chamberlain á stóra skjánum spannar rúmlega sextíu ár og hófst þegar hann lék smáhlutverk í spennuþáttunum Alfred Hitchcock Presents árið 1959. Stóra tækifærið kom tveimur árum síðar í læknaþáttunum Dr. Kildare þar sem Chamberlain lék aðalhlutverkið. Toshiro Mifune sem Yoshi Toranaga og Richard Chamberlain sem John Blackthorne í framhaldsþáttaröðinni Shogun.Getty Chamberlain lék einnig í fjölda mynda, þar á meðal ævintýramyndinni The Three Musketeers (1971), stórslysamyndinni The Towering Inferno (1974), Buffalo Soldiers (2001) og I Now Pronounce You Chuck and Larry (2007). Hans þekktustu hlutverk voru sem Dr. Kildare í fyrrnefndum þáttum, John Blackthorne í Shogun (1980) Séra Ralph de Bricassart í The Thorn Birds (1983), Jason Bourne í The Bourne Identity (1988). Á seinni hluta ferilsins lék hann smærri hlutverk í vinsælum þáttaröðum á borð við Will & Grace (1998-2020), Nip/Tuck (2003-10), Desperate Housewives (2004-2012), Chuck (2007-12) og Twin Peaks (2017). Chamberlain gaf út sjálfsævisögu sína Shattered Love árið 2003 og kom þá út úr skápnum. „Þegar þú elst upp á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum er ekki auðvelt að vera samkynhneigður, það er eiginlega ómögulegt,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2014. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Blaðafulltrúi Chamberlain, Harlan Boll, tjáði dægurmálamiðlinum The Hollywood Reporter að Chamberlain hefði dáið í Waimanalo í Havaí á laugardagskvöld eftir heilablóðfall, tveimur dögum fyrir 91 árs afmæli sitt, 31. mars. „Okkar elskaði Richard er nú með englunum. Hann er frjáls og svífur til ástvina sinna. Hve heppinn við vorum að hafa þekkt svona undraverða og elskandi sál. Ástin deyr aldrei. Okkar ást er undir vængjum hans og lyftir honum til hans næsta ævintýris,“ sagði Martin Rabbett, fyrrverandi eiginmaður Chamberlain til rúmlega 30 ára, í yfirlýsingu. Upprunalegi Jason Bourne og John Blackthorne Richard fæddist George Richard Chamberlain í Beverly Hills í Kaliforníu árið 1934. Hann lærði upprunalega myndlist í Pomona College en eftir hann sneri til baka úr herþjónustu í Kóreustríðinu ákvað Chamberlain að reyna fyrir sér sem leikari. Leikferill Chamberlain á stóra skjánum spannar rúmlega sextíu ár og hófst þegar hann lék smáhlutverk í spennuþáttunum Alfred Hitchcock Presents árið 1959. Stóra tækifærið kom tveimur árum síðar í læknaþáttunum Dr. Kildare þar sem Chamberlain lék aðalhlutverkið. Toshiro Mifune sem Yoshi Toranaga og Richard Chamberlain sem John Blackthorne í framhaldsþáttaröðinni Shogun.Getty Chamberlain lék einnig í fjölda mynda, þar á meðal ævintýramyndinni The Three Musketeers (1971), stórslysamyndinni The Towering Inferno (1974), Buffalo Soldiers (2001) og I Now Pronounce You Chuck and Larry (2007). Hans þekktustu hlutverk voru sem Dr. Kildare í fyrrnefndum þáttum, John Blackthorne í Shogun (1980) Séra Ralph de Bricassart í The Thorn Birds (1983), Jason Bourne í The Bourne Identity (1988). Á seinni hluta ferilsins lék hann smærri hlutverk í vinsælum þáttaröðum á borð við Will & Grace (1998-2020), Nip/Tuck (2003-10), Desperate Housewives (2004-2012), Chuck (2007-12) og Twin Peaks (2017). Chamberlain gaf út sjálfsævisögu sína Shattered Love árið 2003 og kom þá út úr skápnum. „Þegar þú elst upp á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum er ekki auðvelt að vera samkynhneigður, það er eiginlega ómögulegt,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2014.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira