Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 14:10 Ari Sigurpálsson var fljótur að skora sitt fyrsta mark fyrir Elfsborg. IF Elfsborg Ari Sigurpálsson átti algjöra draumabyrjun sem leikmaður Elfsborg, eftir söluna frá Víkingi, þegar hann skoraði í dag eftir að hafa spilað örfáar mínútur. Markið má sjá í greininni. Ari kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í dag, í leik við Mjällby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Um þremur mínútum síðar skoraði hann laglegt skallamark og jafnaði metin í 2-2 en það urðu lokatölur leiksins. Kvitterat i Borås! Inhopparen Ari Sigurpalsson nickar in 2-2 för Elfsborg mot Mjällby 🟡⚫️📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/taAOK2CI9l— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) March 30, 2025 Júlíus Magnússon, sem Elfsborg keypti einnig fyrir tímabilið og var einmitt liðsfélagi Ara hjá Víkingi fyrir þremur árum, lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg í dag. Kolbeinn Þórðarson lék seinni hálfleikinn fyrir Gautaborg sem steinlá á útivelli gegn Hammarby, 4-0. Sigdís Eva Bárðardóttir var ekki með Norrköping sem vann 2-0 útisigur gegn Malmö. Daníel og Kristall sendu Sævar í fallsæti Í Danmörku voru Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason báðir í byrjunarliði SönderjyskE sem vann 2-1 heimasigur gegn Silkeborg. Daníel lék allan leikinn og er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja og því ekki verið með gegn Kósovó. Kristall spilaði fram á 68. mínútu. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn fyrir Lyngby sem tapaði 2-1 á heimavelli gegn Vejle. Liðsfélagi hans, Mihcael Opoku, fékk tækifæri til að jafna metin úr víti í lok fyrri hálfleiks en klúðraði því. Þetta var fyrsta umferð af tíu í fallhluta dönsku úrvalsdeildarinnar og er Lyngby nú í næstneðsta sæti með 18 stig en Vejle neðst með 16. Tvö neðstu liðin falla. SönderjyskE kom sér hins vegar úr fallsæti og er með 20 stig, AaB með 21, Viborg með 31 og Silkeborg efst með 33 stig. Emilía í landsleikina eftir jafntefli Í Þýskalandi lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir síðasta hálftímann þegar Leipzig náði að jafna í uppbótartíma og gera 1-1 jafntefli við Freiburg. Emilía heldur nú til Íslands í landsleikina mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni sem fram fara á Þróttarvelli í Laugardal. Leipzig er nú með 27 stig í 7. sæti af tólf liðum en Freiburg er með 33 stig í 5. sæti. Sænski boltinn Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Ari kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í dag, í leik við Mjällby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Um þremur mínútum síðar skoraði hann laglegt skallamark og jafnaði metin í 2-2 en það urðu lokatölur leiksins. Kvitterat i Borås! Inhopparen Ari Sigurpalsson nickar in 2-2 för Elfsborg mot Mjällby 🟡⚫️📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/taAOK2CI9l— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) March 30, 2025 Júlíus Magnússon, sem Elfsborg keypti einnig fyrir tímabilið og var einmitt liðsfélagi Ara hjá Víkingi fyrir þremur árum, lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg í dag. Kolbeinn Þórðarson lék seinni hálfleikinn fyrir Gautaborg sem steinlá á útivelli gegn Hammarby, 4-0. Sigdís Eva Bárðardóttir var ekki með Norrköping sem vann 2-0 útisigur gegn Malmö. Daníel og Kristall sendu Sævar í fallsæti Í Danmörku voru Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason báðir í byrjunarliði SönderjyskE sem vann 2-1 heimasigur gegn Silkeborg. Daníel lék allan leikinn og er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja og því ekki verið með gegn Kósovó. Kristall spilaði fram á 68. mínútu. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn fyrir Lyngby sem tapaði 2-1 á heimavelli gegn Vejle. Liðsfélagi hans, Mihcael Opoku, fékk tækifæri til að jafna metin úr víti í lok fyrri hálfleiks en klúðraði því. Þetta var fyrsta umferð af tíu í fallhluta dönsku úrvalsdeildarinnar og er Lyngby nú í næstneðsta sæti með 18 stig en Vejle neðst með 16. Tvö neðstu liðin falla. SönderjyskE kom sér hins vegar úr fallsæti og er með 20 stig, AaB með 21, Viborg með 31 og Silkeborg efst með 33 stig. Emilía í landsleikina eftir jafntefli Í Þýskalandi lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir síðasta hálftímann þegar Leipzig náði að jafna í uppbótartíma og gera 1-1 jafntefli við Freiburg. Emilía heldur nú til Íslands í landsleikina mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni sem fram fara á Þróttarvelli í Laugardal. Leipzig er nú með 27 stig í 7. sæti af tólf liðum en Freiburg er með 33 stig í 5. sæti.
Sænski boltinn Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira