Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 09:30 Það bættust þrjú stig í sarpinn hjá Degi Dan Þórhallssyni og félögum í gærkvöld. Getty/Alex Menendez Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City unnu afar sætan sigur gegn LA Galaxy í Kaliforníu í gærkvöld, 2-1, með skrautlegu sigurmarki í MLS-deildinni í fótbolta. Dagur kom inn á þegar um tíu mínútur voru til leiksloka en þá hafði félagi hans Martín Ojeda skömmu áður jafnað metin úr vítaspyrnu. Orlando fékk svo aukaspyrnu af ansi löngu færi, á 90. mínútu, og hana tók Kólumbíumaðurinn Luis Muriel. Hann lét vaða en þó að skotið væri ágætlega fast þá fór það beint á markvörð heimamanna, John McCarthy, sem missti boltann hins vegar klaufalega í markið. The game-winner 🙌 pic.twitter.com/s7GH471WU7— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) March 30, 2025 Dagur og félagar gátu því fagnað vel í leikslok eins og til að mynda má sjá í myndbandinu hér að neðan, þar sem Dagur heyrist kalla „Vamos!“ eða „Áfram!“ EAST COAST > WEST COAST pic.twitter.com/qujXtCb5cd— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) March 30, 2025 Hinn 24 ára Dagur, sem einhverjir kölluðu eftir að fengi tækifæri í fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar í leikjunum við Kósovó, hefur spilað alla sex leiki Orlando í deildinni á þessari leiktíð en þó aðeins einn í byrjunarliði. Liðið hans er í 7. sæti af fimmtán liðum í austurdeildinni, með tíu stig úr sex leikjum, en LA Galaxy er næstneðst í vesturdeildinni. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sjá meira
Dagur kom inn á þegar um tíu mínútur voru til leiksloka en þá hafði félagi hans Martín Ojeda skömmu áður jafnað metin úr vítaspyrnu. Orlando fékk svo aukaspyrnu af ansi löngu færi, á 90. mínútu, og hana tók Kólumbíumaðurinn Luis Muriel. Hann lét vaða en þó að skotið væri ágætlega fast þá fór það beint á markvörð heimamanna, John McCarthy, sem missti boltann hins vegar klaufalega í markið. The game-winner 🙌 pic.twitter.com/s7GH471WU7— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) March 30, 2025 Dagur og félagar gátu því fagnað vel í leikslok eins og til að mynda má sjá í myndbandinu hér að neðan, þar sem Dagur heyrist kalla „Vamos!“ eða „Áfram!“ EAST COAST > WEST COAST pic.twitter.com/qujXtCb5cd— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) March 30, 2025 Hinn 24 ára Dagur, sem einhverjir kölluðu eftir að fengi tækifæri í fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar í leikjunum við Kósovó, hefur spilað alla sex leiki Orlando í deildinni á þessari leiktíð en þó aðeins einn í byrjunarliði. Liðið hans er í 7. sæti af fimmtán liðum í austurdeildinni, með tíu stig úr sex leikjum, en LA Galaxy er næstneðst í vesturdeildinni.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sjá meira