Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2025 19:01 Skjáskot úr morgunrútínumyndbandi Ashton Hall. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki ráðlagt að fórna svefni til þess að vakna fyrr á morgnana. Áhrifavaldar virðast keppast við að vakna fyrr og sýna að þeir komi sem mestu í verk yfir daginn. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig morgnar áhrifavaldsins Ashton Hall eru, að minnsta kosti að hans eigin sögn. Morgunrútínan hefur vakið mikla athygli meðal netverja og finnst mörgum hún vera ansi ýkt en hún tekur hann rúma fimm klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by Ashton Hall (@ashtonhallofficial) Hann vaknar klukkan fjögur og fyrir klukkan níu er hann búinn að hugleiða, lesa, dýfa andlitinu í kalt vatn, fara í ræktina og í sund. Svo endar hann herlegheitin með því að nudda bananahýði í andlitið á sér, sem á að hjálpa við að losna við hrukkur og mýkja húðina. Fleiri áhrifavaldar hafa birt svipaðar rútínur, sem flestar innihalda að vakna eldsnemma. Til að mynda Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, sem vaknar klukkan þrjú að nóttu til svo hann geti nýtt tímann sinn betur. Erna Sif Arnardóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum, segir sjálfsagt mál að hátta sinni rútínu þannig að þú vaknir klukkan þrjú eða fjögur. Hins vegar megi ekki fórna svefni til þess. „Líkaminn okkar er þróaður á þann veg að við viljum vera vakandi og okkur líður best þegar það er sólarbirta og dagsbirta í umhverfinu. Auðvitað getur það verið erfitt á Íslandi en almennt er betra að vera í takti við þessar tímasetningar. En ef einhver fer alltaf að sofa klukkan sjö og vaknar klukkan þrjú og líður vel með það, þá er ekkert að því. Það er allt í lagi. En það er ekki betra heldur en að sofa frá ellefu til sjö,“ segir Erna. Erna Sif Arnardóttir er dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í svefnrannsóknum.Vísir Hún telur það geta haft slæm áhrif þegar áhrifavaldar segja það skila árangri að vakna svo snemma. „Ungt fólk sem er þá að upplifa: „Vá, ég á að vakna klukkan þrjú og þá á ég að fara í ræktina“. Við vitum að sumar af þessum líkamsræktum eru opnar á nóttunni og þá er eitthvað ungt fólk farið að byrja að draga sig úr rúminu klukkan þrjú. Þau eiga nú oft erfitt með að sofna snemma. Ungmenni eru oft meiri B-manneskjur eða kvöldmanneskjur. Sofna ekki fyrr en klukkan ellefu en vakna svo klukkan þrjú til að fara í ræktina. Það er alveg skelfilegt,“ segir Erna. Heilsa Svefn Samfélagsmiðlar Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilar ánægðara starfsfólki Menning Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Hundar í sokkabuxum Harmageddon Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig morgnar áhrifavaldsins Ashton Hall eru, að minnsta kosti að hans eigin sögn. Morgunrútínan hefur vakið mikla athygli meðal netverja og finnst mörgum hún vera ansi ýkt en hún tekur hann rúma fimm klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by Ashton Hall (@ashtonhallofficial) Hann vaknar klukkan fjögur og fyrir klukkan níu er hann búinn að hugleiða, lesa, dýfa andlitinu í kalt vatn, fara í ræktina og í sund. Svo endar hann herlegheitin með því að nudda bananahýði í andlitið á sér, sem á að hjálpa við að losna við hrukkur og mýkja húðina. Fleiri áhrifavaldar hafa birt svipaðar rútínur, sem flestar innihalda að vakna eldsnemma. Til að mynda Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, sem vaknar klukkan þrjú að nóttu til svo hann geti nýtt tímann sinn betur. Erna Sif Arnardóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum, segir sjálfsagt mál að hátta sinni rútínu þannig að þú vaknir klukkan þrjú eða fjögur. Hins vegar megi ekki fórna svefni til þess. „Líkaminn okkar er þróaður á þann veg að við viljum vera vakandi og okkur líður best þegar það er sólarbirta og dagsbirta í umhverfinu. Auðvitað getur það verið erfitt á Íslandi en almennt er betra að vera í takti við þessar tímasetningar. En ef einhver fer alltaf að sofa klukkan sjö og vaknar klukkan þrjú og líður vel með það, þá er ekkert að því. Það er allt í lagi. En það er ekki betra heldur en að sofa frá ellefu til sjö,“ segir Erna. Erna Sif Arnardóttir er dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í svefnrannsóknum.Vísir Hún telur það geta haft slæm áhrif þegar áhrifavaldar segja það skila árangri að vakna svo snemma. „Ungt fólk sem er þá að upplifa: „Vá, ég á að vakna klukkan þrjú og þá á ég að fara í ræktina“. Við vitum að sumar af þessum líkamsræktum eru opnar á nóttunni og þá er eitthvað ungt fólk farið að byrja að draga sig úr rúminu klukkan þrjú. Þau eiga nú oft erfitt með að sofna snemma. Ungmenni eru oft meiri B-manneskjur eða kvöldmanneskjur. Sofna ekki fyrr en klukkan ellefu en vakna svo klukkan þrjú til að fara í ræktina. Það er alveg skelfilegt,“ segir Erna.
Heilsa Svefn Samfélagsmiðlar Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilar ánægðara starfsfólki Menning Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Hundar í sokkabuxum Harmageddon Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“