„Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. mars 2025 11:30 Thea Imani er klár í stórleik helgarinnar. vísir Thea Imani Sturludóttir hefur notið sín vel með kvennaliði Vals í handbolta í vetur og verið öflug í EHF-bikarnum. Komið er að undanúrslitaleik þar sem Valskonur geta skráð sig í sögubækurnar. Valur fagnaði sigri í deildinni hér heima á fimmtudaginn var. Öruggur sigur á Gróttu skilaði titlinum í höfn. Það var þó ekki mikill tími til að fagna, með Evrópuleik sunnudagsins handan við hornið. „Við fögnuðum aðeins inni í klefa og erum allar ánægðar með þetta. En um leið þá var krefjandi að halda einbeitingu á deildinni því við vissum af þessum Evrópuleik. Núna er hausinn kominn alveg á Evrópu,“ segir Thea en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Viðtal við Theu fyrir Evrópuleikinn Thea segir að mikil einbeiting sé á undirbúninginn fyrir leikinn við Iuventa frá Slóvakíu á sunnudag. „Við erum búnar að vera í mörgum leikjum og stutt á milli. Maður er bara spenntur fyrir leiknum en um leið einbeittur. Við erum bara í því að undirbúa okkur. Sá tími er mjög mikilvægur þegar er svona stutt á milli og þegar maður er að spila á móti liði sem maður þekkir ekki eins vel,“ segir Thea. Valskonur hafa farið víða og slegið út sterk lið frá Svíþjóð, Spáni og Tékklandi. En hvað stendur upp úr í þessu Evrópuævintýri hingað til? „Bara hvað það er gaman að vera í þessu liði með þessum stelpum. Þær eru steiktar en þær eru líka geggjað skemmtilegar,“ segir Thea létt. Tók tíma að læra á andstæðinginn Fyrri leikur einvígisins fór fram ytra og tapaðist með tveimur mörkum síðustu helgi. Valur var sex mörkum undir í hálfleik og tók liðið sinn tíma að læra inn á andstæðinginn. Leikmenn liðsins eru sannfærðir um að þeir geti unnið þann litla mun upp á eigin heimavelli. „Við grófum okkar eigin skurð þarna undir með því að lenda svo langt undir. Við náðum að jafna, sem sýnir að ef við hefðum ekki gert þessi mistök sem við gerðum í fyrri hálfleik hefði þetta verið allt annar leikur. Núna erum við komnar á okkar heimavöll, þær þurfa að ferðast hingað og allt það. Ég er gríðarlega spennt og mjög jákvæð fyrir þetta,“ segir Thea. Leikur Vals og Iuventa fer fram klukkan 17:30 á sunnudaginn kemur. Valur Olís-deild kvenna EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Valur fagnaði sigri í deildinni hér heima á fimmtudaginn var. Öruggur sigur á Gróttu skilaði titlinum í höfn. Það var þó ekki mikill tími til að fagna, með Evrópuleik sunnudagsins handan við hornið. „Við fögnuðum aðeins inni í klefa og erum allar ánægðar með þetta. En um leið þá var krefjandi að halda einbeitingu á deildinni því við vissum af þessum Evrópuleik. Núna er hausinn kominn alveg á Evrópu,“ segir Thea en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Viðtal við Theu fyrir Evrópuleikinn Thea segir að mikil einbeiting sé á undirbúninginn fyrir leikinn við Iuventa frá Slóvakíu á sunnudag. „Við erum búnar að vera í mörgum leikjum og stutt á milli. Maður er bara spenntur fyrir leiknum en um leið einbeittur. Við erum bara í því að undirbúa okkur. Sá tími er mjög mikilvægur þegar er svona stutt á milli og þegar maður er að spila á móti liði sem maður þekkir ekki eins vel,“ segir Thea. Valskonur hafa farið víða og slegið út sterk lið frá Svíþjóð, Spáni og Tékklandi. En hvað stendur upp úr í þessu Evrópuævintýri hingað til? „Bara hvað það er gaman að vera í þessu liði með þessum stelpum. Þær eru steiktar en þær eru líka geggjað skemmtilegar,“ segir Thea létt. Tók tíma að læra á andstæðinginn Fyrri leikur einvígisins fór fram ytra og tapaðist með tveimur mörkum síðustu helgi. Valur var sex mörkum undir í hálfleik og tók liðið sinn tíma að læra inn á andstæðinginn. Leikmenn liðsins eru sannfærðir um að þeir geti unnið þann litla mun upp á eigin heimavelli. „Við grófum okkar eigin skurð þarna undir með því að lenda svo langt undir. Við náðum að jafna, sem sýnir að ef við hefðum ekki gert þessi mistök sem við gerðum í fyrri hálfleik hefði þetta verið allt annar leikur. Núna erum við komnar á okkar heimavöll, þær þurfa að ferðast hingað og allt það. Ég er gríðarlega spennt og mjög jákvæð fyrir þetta,“ segir Thea. Leikur Vals og Iuventa fer fram klukkan 17:30 á sunnudaginn kemur.
Valur Olís-deild kvenna EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira