Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lovísa Arnardóttir skrifar 28. mars 2025 07:02 Elísabet Jana og Kjartan Valur eru orðin þreytt á auknum fordómum og fáfræði gegn minnihlutahópum í samfélaginu. Vísir/Anton Brink Listamarkaðurinn Litrófan verður haldinn í fyrsta sinn á laugardaginn í húsnæði Borgarbókasafnsins í Grófinni. Vinirnir Elísabet Jana Stefánsdóttir og Kjartan Valur Kjartansson skipuleggja markaðinn sem er sérstaklega fyrir hinsegin og skynsegin listamenn. Þau segja markaðinn sitt svar við auknum fordómum og fáfræði gegn jaðarsettum hópum. „Með Litrófunni viljum við skapa rými þar sem fjölbreytni er ekki bara viðurkennd heldur fagnað. Á laugardaginn ætlum við því að fylla Grófina af list, sköpun og samstöðu. Þetta er í grunninn svar við auknum fordómum sem grassera mikið núna. Ég er orðin leið á því að opna samfélagsmiðla og sjá frétt um það og upplifa vonleysi. Maður missir trúna á heiminn,“ segir Elísabet Jana. Fréttirnar séu nýlega oftast frá Bandaríkjunum en smiti ótrúlega mikið út frá sér í umræðu á Íslandi líka. Listamennirnir Fríða og Kristín Alda munu sýna og selja verk sín á markaðnum. Instagram „Maður fókusar á fólkið sem er að dreifa hatrinu en ef við snúum þessu við er þetta okkar leið til að mótmæla með jákvæðni. Að mynda frekar tengsl við aðra í sömu stöðu eða aðra minnihlutahópa. Að mynda tengsl með einhverju góðu,“ segir Elísabet Jana. Hún segist upplifa hræðslu við að sjá ummæli fólks. „Það eru allir tengdir einhverjum í minnihlutahóp. Auðvitað er þetta oftast fáfræði og hræðsla við eitthvað sem fólk þekkir ekki en það sem við getum gert fyrir okkar fólk er að koma saman og skapa vettvang til að hafa jákvæða stemningu,“ segir Kjartan Valur. Bæði hinsegin og skynsegin fólk tilheyri minnihlutahópum og bæði séu það hópar sem skipti þau máli. „Það er líka einhver skörun þarna á milli þessara hópa,“ segir hann. Þau segja oft ekki hugsað um aðgengi fyrir skynsegin fólk, eða fólk „á rófinu“, og því hafi þau viljað hafa markaðinn aðgengilegan og jákvæðan. Þau segja Litrófuna þó meira en bara markað. Elísabet Jana og Kjartan Valur segja viðbrögð listamanna og endurgjöf þeirra hafa drifið þau áfram í skipulagningu markaðarins. Vísir/Anton Brink „Þetta er rými þar sem fjölbreytileiki fær að blómstra og list endurspeglar okkur öll, ekki bara sum. Við viljum skapa samfélag þar sem hinsegin og skynsegin listafólk fær pláss, virðingu og stuðning. Viðburðurinn er algjörlega gjaldfrjáls fyrir listamenn og gesti og höfum við lagt mikla vinnu og tíma til þess að gera þetta eins vel og mögulegt er,“ segir Elísabet Jana. Þrjátíu listamenn á breiðu aldursbili Alls hafa 30 listamenn staðfest þátttöku sína sem munu bjóða upp á ólíka listsköpun, allt frá handverki, prentverki, fatnaði, skartgripum og ljósmyndum. Listamennirnir eru á fjölbreyttum aldri. Sá yngsti er 14 ára og þeir elstu á efri árum. „Einhverjir verða að tálga og svo verða allavega tveir með hraðmálverk eða hraðteikningar. Fólk getur þá látið teikna eða mála sig. Önnur þeirra teiknar það sem hún skynjar þegar hún horfir á þig. Þannig þetta er abstrakt,“ segir Kjartan Valur og að fólki muni standa til boða að kaupa þessar myndir. „Svo verður myndabox með leikmunum.“ Elísabet Jana og Kjartan Valur eru góðir vinir en hafa einnig síðasta árið rekið saman vefbúðina Blekótek auk þess að sinna vinnu og námi. Þau verða því líka sjálf með bás á markaðnum. Límmiðar sem Elísanbet og Kjartan hafa hannað og selja í vefbúðinni sinni. Instagram „Við gerum límmiða, boli, föt og plaköt og nælur. Þetta er okkar hönnun, sem ég teikna og önnur vinkona okkar, sem við prentum svo á límmiða, taupoka og föt,“ segir Kjartan Valur. Hanna sína eigin límmiða Hann segir þau bæði lengi hafa safnað límmiðum og út frá því hafi þau byrjað að hanna sína eigin. Seinna hafi svo bæst við nælur, föt og taupokar. „Þetta er yfirleitt eitthvað sem við tengjum við. Einhver húmor,“ segir Elísabet Jana. Á markaðnum verða auk þess bæði hinsegin og skynsegin félagasamtök með upplýsingabása á staðnum en Einhverfusamtökin hafa aðstoðað við skipulagninguna. Þá verður einnig á svæðinu að finna skynvænt svæði fyrir þau sem vilja rólegri stemningu. Eftir að markaðnum lýkur í Grófinni mun fjörið halda áfram í Bókakaffi Iðu með kvölddagskrá sem inniheldur upplestur, tónlist og fleira. Elísabet Jana og Kjartan Valur eru að leggja allt sitt í hátíðina. Þau hafa enga styrki fengið en fengu afnot af bókasafninu og Iðu gjaldfrjálst. Auk þess hafi þau fengið einhvern mat og drykki gefins og afslátt af prentun auglýsinga. „Þetta eru fyrstu skrefin og við erum aðallega að gera þetta fyrir fólkið. Vonandi smitast þetta út frá sér,“ segir Elísabet Jana og Kjartan Valur tekur undir það. Vanti fleiri listamarkaði „Okkur hefur þótt þetta vanta. Við höfum sjálf verið að stunda listamarkaði og þeir mættu margir vera aðgengilegri. Oft veit maður ekki af þeim fyrr en of seint eða að þátttökugjaldið er oft hátt,“ segir Kjartan Valur. Nokkrar Litrófur frá listamönnunum á markaðnum. Instagram Ókeypis er á viðburðinn og segja þau það mikilvægan lið í því að hafa viðburðinn öllum aðgengilegan. Öllum listamönnunum stendur þó til boða að selja sínar vörur á markaðnum. Auk þess buðu þau öllum listamönnunum að gera sína eigin útgáfu af logo-i hátíðarinnar, Litrófunni, og verður hægt að kaupa það á hátíðinni. Ágóðanum verður svo skipt á milli allra listamannanna. „Allir fá þá eitthvað.“ Þau segja ummæli og áhuga listamannanna hafa verið drifkraftinn í verkefninu. „Marga hefur vantað akkúrat þetta og það er þetta sem hélt manni gangandi. Þetta er búin að vera rosalega mikil vinna. Það sem heldur manni gangandi eru svörin frá listamönnunum og áhuginn og spenna þeirra. Skapandi orkan sem þau koma með. Ég vona að við getum gert þetta aftur eða jafnvel sett upp eitthvað rými þar sem við gætum verið til frambúðar.“ Nánar um markaðinn hér. Söfn Menning Hinsegin Mannréttindi Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
„Með Litrófunni viljum við skapa rými þar sem fjölbreytni er ekki bara viðurkennd heldur fagnað. Á laugardaginn ætlum við því að fylla Grófina af list, sköpun og samstöðu. Þetta er í grunninn svar við auknum fordómum sem grassera mikið núna. Ég er orðin leið á því að opna samfélagsmiðla og sjá frétt um það og upplifa vonleysi. Maður missir trúna á heiminn,“ segir Elísabet Jana. Fréttirnar séu nýlega oftast frá Bandaríkjunum en smiti ótrúlega mikið út frá sér í umræðu á Íslandi líka. Listamennirnir Fríða og Kristín Alda munu sýna og selja verk sín á markaðnum. Instagram „Maður fókusar á fólkið sem er að dreifa hatrinu en ef við snúum þessu við er þetta okkar leið til að mótmæla með jákvæðni. Að mynda frekar tengsl við aðra í sömu stöðu eða aðra minnihlutahópa. Að mynda tengsl með einhverju góðu,“ segir Elísabet Jana. Hún segist upplifa hræðslu við að sjá ummæli fólks. „Það eru allir tengdir einhverjum í minnihlutahóp. Auðvitað er þetta oftast fáfræði og hræðsla við eitthvað sem fólk þekkir ekki en það sem við getum gert fyrir okkar fólk er að koma saman og skapa vettvang til að hafa jákvæða stemningu,“ segir Kjartan Valur. Bæði hinsegin og skynsegin fólk tilheyri minnihlutahópum og bæði séu það hópar sem skipti þau máli. „Það er líka einhver skörun þarna á milli þessara hópa,“ segir hann. Þau segja oft ekki hugsað um aðgengi fyrir skynsegin fólk, eða fólk „á rófinu“, og því hafi þau viljað hafa markaðinn aðgengilegan og jákvæðan. Þau segja Litrófuna þó meira en bara markað. Elísabet Jana og Kjartan Valur segja viðbrögð listamanna og endurgjöf þeirra hafa drifið þau áfram í skipulagningu markaðarins. Vísir/Anton Brink „Þetta er rými þar sem fjölbreytileiki fær að blómstra og list endurspeglar okkur öll, ekki bara sum. Við viljum skapa samfélag þar sem hinsegin og skynsegin listafólk fær pláss, virðingu og stuðning. Viðburðurinn er algjörlega gjaldfrjáls fyrir listamenn og gesti og höfum við lagt mikla vinnu og tíma til þess að gera þetta eins vel og mögulegt er,“ segir Elísabet Jana. Þrjátíu listamenn á breiðu aldursbili Alls hafa 30 listamenn staðfest þátttöku sína sem munu bjóða upp á ólíka listsköpun, allt frá handverki, prentverki, fatnaði, skartgripum og ljósmyndum. Listamennirnir eru á fjölbreyttum aldri. Sá yngsti er 14 ára og þeir elstu á efri árum. „Einhverjir verða að tálga og svo verða allavega tveir með hraðmálverk eða hraðteikningar. Fólk getur þá látið teikna eða mála sig. Önnur þeirra teiknar það sem hún skynjar þegar hún horfir á þig. Þannig þetta er abstrakt,“ segir Kjartan Valur og að fólki muni standa til boða að kaupa þessar myndir. „Svo verður myndabox með leikmunum.“ Elísabet Jana og Kjartan Valur eru góðir vinir en hafa einnig síðasta árið rekið saman vefbúðina Blekótek auk þess að sinna vinnu og námi. Þau verða því líka sjálf með bás á markaðnum. Límmiðar sem Elísanbet og Kjartan hafa hannað og selja í vefbúðinni sinni. Instagram „Við gerum límmiða, boli, föt og plaköt og nælur. Þetta er okkar hönnun, sem ég teikna og önnur vinkona okkar, sem við prentum svo á límmiða, taupoka og föt,“ segir Kjartan Valur. Hanna sína eigin límmiða Hann segir þau bæði lengi hafa safnað límmiðum og út frá því hafi þau byrjað að hanna sína eigin. Seinna hafi svo bæst við nælur, föt og taupokar. „Þetta er yfirleitt eitthvað sem við tengjum við. Einhver húmor,“ segir Elísabet Jana. Á markaðnum verða auk þess bæði hinsegin og skynsegin félagasamtök með upplýsingabása á staðnum en Einhverfusamtökin hafa aðstoðað við skipulagninguna. Þá verður einnig á svæðinu að finna skynvænt svæði fyrir þau sem vilja rólegri stemningu. Eftir að markaðnum lýkur í Grófinni mun fjörið halda áfram í Bókakaffi Iðu með kvölddagskrá sem inniheldur upplestur, tónlist og fleira. Elísabet Jana og Kjartan Valur eru að leggja allt sitt í hátíðina. Þau hafa enga styrki fengið en fengu afnot af bókasafninu og Iðu gjaldfrjálst. Auk þess hafi þau fengið einhvern mat og drykki gefins og afslátt af prentun auglýsinga. „Þetta eru fyrstu skrefin og við erum aðallega að gera þetta fyrir fólkið. Vonandi smitast þetta út frá sér,“ segir Elísabet Jana og Kjartan Valur tekur undir það. Vanti fleiri listamarkaði „Okkur hefur þótt þetta vanta. Við höfum sjálf verið að stunda listamarkaði og þeir mættu margir vera aðgengilegri. Oft veit maður ekki af þeim fyrr en of seint eða að þátttökugjaldið er oft hátt,“ segir Kjartan Valur. Nokkrar Litrófur frá listamönnunum á markaðnum. Instagram Ókeypis er á viðburðinn og segja þau það mikilvægan lið í því að hafa viðburðinn öllum aðgengilegan. Öllum listamönnunum stendur þó til boða að selja sínar vörur á markaðnum. Auk þess buðu þau öllum listamönnunum að gera sína eigin útgáfu af logo-i hátíðarinnar, Litrófunni, og verður hægt að kaupa það á hátíðinni. Ágóðanum verður svo skipt á milli allra listamannanna. „Allir fá þá eitthvað.“ Þau segja ummæli og áhuga listamannanna hafa verið drifkraftinn í verkefninu. „Marga hefur vantað akkúrat þetta og það er þetta sem hélt manni gangandi. Þetta er búin að vera rosalega mikil vinna. Það sem heldur manni gangandi eru svörin frá listamönnunum og áhuginn og spenna þeirra. Skapandi orkan sem þau koma með. Ég vona að við getum gert þetta aftur eða jafnvel sett upp eitthvað rými þar sem við gætum verið til frambúðar.“ Nánar um markaðinn hér.
Söfn Menning Hinsegin Mannréttindi Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira