Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 11:38 Edda hefur slegið í gegn sem Guðríður. Edda Björgvinsdóttir leikkona segist ekki hafa grunað að eigin fíflalæti myndu ferðast svona víða. Þar vísar Edda til myndbanda sinna sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hún bregður sér í hlutverk eldri borgaranna þeirra Gyðu og Guðríðar sem hneyksla sig á hinum ýmsu þjóðfélagsmálum. „Sko þetta eru náttúrulega tóm fíflalæti sem enda alltaf einhvern veginn. Maður hefur ekki grun um það hvað fíflalætin manns ferðast víða, filterar í Snappi geta greinilega gert mann að áhrifavaldi,“ segir skellihlæjandi Edda Björgvins í samtali við Vísi. Edda brá sér í hlutverk Guðríðar í nýjasta myndbandinu þar sem hún gerði stólpagrín að útgerðinni. Þar áður birti Edda, eða öllu heldur Guðríður, myndband um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur en það allra fyrsta sem birtist 3. mars síðastliðinn var um áhyggjur þingmannsins Jóns Péturs Siemsen af áföstum töppum á plastflöskum. Horfa má á myndböndin hér fyrir neðan. „Svo er hugsanlega von á systur hennar líka. Þarna eru þær Guðríður og Gyða sem deila öllum skoðunum. Svo er þetta bara lífrænt, maður veit ekkert hvort það komi nokkuð meira frá þeim systrum,“ segir Edda sem er enn hlæjandi. Hún segir aldrei að vita. „Ég vildi að ég hefði það úthald en ef það koma svona stórgjafir eins og grenjuskjóður í útgerð eða alþingismaður sem leggur sig virkilega fram við að eyða tíma Alþingis í plasttappa. Því svona stórgjafir þær kveikja á ýmsu þegar maður er með góðan filter. Þannig maður veit aldrei hvað gerist næst, það eru þessar stórgjafir þjóðarinnar sem kveikja í Guðríði gömlu.“ Upplifir enga pressu Edda segist alveg gapandi hissa á því hvað hún deili húmor með stórum hluta þjóðarinnar. Hún hafi alls ekki átt von á viðbrögðunum við myndböndunum en þúsundir bregðast við myndböndunum og hundruð skilja eftir sig athugasemd þar sem viðkomandi lýsir því oftar en ekki að hann sé skellihlæjandi yfir myndböndunum. Edda segist ekki finna fyrir pressu vegna þessara vinsælda. „Sem betur fer þá upplifi ég aldrei pressu heldur frekar gjafir, ég bara hef ofsa trú á íslensku samfélagi, að halda áfram að færa Guðríði efni sem kveikir svona ofboðslega í henni. Ég hef þá trú án þess að ég lofi neinu.“ Grín og gaman Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Sko þetta eru náttúrulega tóm fíflalæti sem enda alltaf einhvern veginn. Maður hefur ekki grun um það hvað fíflalætin manns ferðast víða, filterar í Snappi geta greinilega gert mann að áhrifavaldi,“ segir skellihlæjandi Edda Björgvins í samtali við Vísi. Edda brá sér í hlutverk Guðríðar í nýjasta myndbandinu þar sem hún gerði stólpagrín að útgerðinni. Þar áður birti Edda, eða öllu heldur Guðríður, myndband um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur en það allra fyrsta sem birtist 3. mars síðastliðinn var um áhyggjur þingmannsins Jóns Péturs Siemsen af áföstum töppum á plastflöskum. Horfa má á myndböndin hér fyrir neðan. „Svo er hugsanlega von á systur hennar líka. Þarna eru þær Guðríður og Gyða sem deila öllum skoðunum. Svo er þetta bara lífrænt, maður veit ekkert hvort það komi nokkuð meira frá þeim systrum,“ segir Edda sem er enn hlæjandi. Hún segir aldrei að vita. „Ég vildi að ég hefði það úthald en ef það koma svona stórgjafir eins og grenjuskjóður í útgerð eða alþingismaður sem leggur sig virkilega fram við að eyða tíma Alþingis í plasttappa. Því svona stórgjafir þær kveikja á ýmsu þegar maður er með góðan filter. Þannig maður veit aldrei hvað gerist næst, það eru þessar stórgjafir þjóðarinnar sem kveikja í Guðríði gömlu.“ Upplifir enga pressu Edda segist alveg gapandi hissa á því hvað hún deili húmor með stórum hluta þjóðarinnar. Hún hafi alls ekki átt von á viðbrögðunum við myndböndunum en þúsundir bregðast við myndböndunum og hundruð skilja eftir sig athugasemd þar sem viðkomandi lýsir því oftar en ekki að hann sé skellihlæjandi yfir myndböndunum. Edda segist ekki finna fyrir pressu vegna þessara vinsælda. „Sem betur fer þá upplifi ég aldrei pressu heldur frekar gjafir, ég bara hef ofsa trú á íslensku samfélagi, að halda áfram að færa Guðríði efni sem kveikir svona ofboðslega í henni. Ég hef þá trú án þess að ég lofi neinu.“
Grín og gaman Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira