Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 09:45 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, þegar hann heimsótti landamærin að Belarús um helgina. Vísir/EPA Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. Lögin veita pólskum stjórnvöldum heimild til þess að afnema réttinn til þess að leita hælis í allt að sextíu daga í senn. Donald Tusk forsætisráðherra lagði fast að Andrzej Duda forseta að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Duda ritaði undir í gær þrátt fyrir að hann hefði áður lýst yfir áhyggjum af því að lögin gerði andófsfólki í Belarús erfiðara fyrir að flýja einræðisríkið. Mannréttindasamtökin Mannréttindavaktin segir lögin brjóta alþjóðalög og evrópsk lög. Evrópusambandið ætti að grípa til aðgerða gegn pólskum stjórnvöldum. Stjórn Tusk hefur sagt að lögunum yrði aðeins beitt til þess að stöðva tímabundið hælisumsóknir einstaklinga sem séu taldir ógn við þjóðaröryggi, til dæmis stórra hópa farandfólks sem reyni að ryðjast yfir landamærin. Undantekningar verði gerðar fyrir fylgdarlaus börn, óléttar konur, eldri borgara, sjúklinga og þá sem væru í raunverulegri hættu yrðu þeir sendir til baka til Belarús. „Enginn er að tala um að brjóta mannréttindi, réttinn til hælis, við erum að tala um að samþykkja ekki umsóknir fólks sem fer ólöglega yfir landamærin í hópum sem Lúkasjenka skipuleggur,“ sagði Tusk í haust og vísaði til Aleksanders Lúkasjenka, forseta Belarús. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fólki sem fer ólöglega yfir landamæri frá Belarús og Rússlandi til Póllands, Litháens, Lettlands og Finnlands hafi fjölgað mikið frá 2021. Pólverjar hafa brugðist við með auknum viðbúnaði hersins á landamærunum og öryggisgirðingu. Bæði austurevrópuríki og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa sakað stjórnvöld í Minsk og Kreml um að senda fólk yfir landamærin til NATO- og Evrópusambandsríkja til þess valda óstöðugleika og glundroða þar. Pólland Flóttamenn Belarús Mannréttindi Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Lögin veita pólskum stjórnvöldum heimild til þess að afnema réttinn til þess að leita hælis í allt að sextíu daga í senn. Donald Tusk forsætisráðherra lagði fast að Andrzej Duda forseta að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Duda ritaði undir í gær þrátt fyrir að hann hefði áður lýst yfir áhyggjum af því að lögin gerði andófsfólki í Belarús erfiðara fyrir að flýja einræðisríkið. Mannréttindasamtökin Mannréttindavaktin segir lögin brjóta alþjóðalög og evrópsk lög. Evrópusambandið ætti að grípa til aðgerða gegn pólskum stjórnvöldum. Stjórn Tusk hefur sagt að lögunum yrði aðeins beitt til þess að stöðva tímabundið hælisumsóknir einstaklinga sem séu taldir ógn við þjóðaröryggi, til dæmis stórra hópa farandfólks sem reyni að ryðjast yfir landamærin. Undantekningar verði gerðar fyrir fylgdarlaus börn, óléttar konur, eldri borgara, sjúklinga og þá sem væru í raunverulegri hættu yrðu þeir sendir til baka til Belarús. „Enginn er að tala um að brjóta mannréttindi, réttinn til hælis, við erum að tala um að samþykkja ekki umsóknir fólks sem fer ólöglega yfir landamærin í hópum sem Lúkasjenka skipuleggur,“ sagði Tusk í haust og vísaði til Aleksanders Lúkasjenka, forseta Belarús. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fólki sem fer ólöglega yfir landamæri frá Belarús og Rússlandi til Póllands, Litháens, Lettlands og Finnlands hafi fjölgað mikið frá 2021. Pólverjar hafa brugðist við með auknum viðbúnaði hersins á landamærunum og öryggisgirðingu. Bæði austurevrópuríki og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa sakað stjórnvöld í Minsk og Kreml um að senda fólk yfir landamærin til NATO- og Evrópusambandsríkja til þess valda óstöðugleika og glundroða þar.
Pólland Flóttamenn Belarús Mannréttindi Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira