Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2025 07:32 Lífið leikur við David Okeke og það sést í leik hans með liði Álftaness. vísir/sigurjón Ítalinn David Okeke hefur verið einn besti leikmaður Bónus deildar karla í vetur. Hann elskar lífið á Álftanesinu, er nýtrúlofaður og borðar hunang á hliðarlínunni. Okeke kom fyrst hingað til lands árið 2022 til þess að spila með Keflavík. Þar sleit hann hásin og endaði svo í Haukum. Ferli hans á Íslandi virtist lokið allt þar til Álftanes hafði samband rétt fyrir tímabilið og bauð honum samning. Það reyndist vera happaskref fyrir báða aðila því Okeke hefur farið á kostum á Álftanesinu enda líður honum vel þar. „Ég verð að segja að Álftanes er það besta sem hefur komið fyrir mig á Íslandi. Þetta er lítið og vinsamlegt samfélag. Manni líður eins og heima hjá sér,“ segir Ítalinn geðþekki og brosmildi. Klippa: Nýtrúlofaður Okeke borðar hunang í körfuboltaleikjum „Þetta er líka gott samfélag fyrir krakka. Þegar ég fer gangandi á æfingar þá vilja allir krakkarnir heilsa manni. Ég sé það í augunum á þeim að þau líta upp til mín.“ Hjartað ekki til vandræða Ítalinn stóri hefur verið að glíma við hjartavandamál og lent í vandræðum í leikjum á Íslandi út af hjartanu. Hann er aftur á móti með bjargráð sem kemur til aðstoðar ef hann lendir í vandamáli. Hann hefur alveg sloppið við allt slíkt vesen í vetur fyrir utan eitt lítið atvik í Þorlákshöfn í desember. „Mér líður mjög vel. Allir íþróttamenn verða að takast á við erfiðleika. Það er líka það sem er fallegt við að vera íþróttamaður. Það er að sigrast á erfiðleikum og halda áfram,“ segir Okeke brattur. Fór á skeljarnar í Hafnarfirði Erlendir leikmenn á Íslandi eru oftar en ekki einir á ferð og hitta fjölskyldur sínar sjaldan. Okeke hefur aftur á móti notið góðs af því að hafa unnustu sína, Jannat, hjá sér í vetur. „Hún styður alltaf við bakið á mér og hvetur mig áfram. Það er mikið til henni að þakka hvernig mér hefur gengið á leiktíðinni,“ segir hinn ástfangni Okeke sem nýtti landsleikjafríið á dögunum vel því þá ákvað hann að biðja sinnar heittelskuðu á veitingastaðnum Sól í Hafnarfirði. Óhætt er að segja að ástin svífi yfir vötnum hjá parinu. „Ég bað hennar loksins eftir fimm ára samband. Það var tilfinningaþrungin stund. Þetta er stórt skref í lífinu. Við vorum mjög hamingjusöm og ég grét líka. Ég get ekki beðið eftir að halda áfram með lífið með henni.“ Hunang frekar en orkudrykkir Þar sem Okeke er að glíma við hjartavandamál þá hentar honum ekki að drekka örvandi orkudrykki eins og aðrir í liðinu gera. Á leikjum Álftanes-liðsins má því alltaf sjá brúsa af hunangi á bekknum. Þar sækir Okeke sína orku. „Við ákváðum að ég skildi vera með eitthvað sem væri hollt og gæfi mér sykur og orku í leikjum. Okkur datt þá hunang í hug. Ég fæ mér alltaf smá og held svo áfram. Það bragðast rosalega vel,“ sagði Okeke skellihlæjandi. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Okeke kom fyrst hingað til lands árið 2022 til þess að spila með Keflavík. Þar sleit hann hásin og endaði svo í Haukum. Ferli hans á Íslandi virtist lokið allt þar til Álftanes hafði samband rétt fyrir tímabilið og bauð honum samning. Það reyndist vera happaskref fyrir báða aðila því Okeke hefur farið á kostum á Álftanesinu enda líður honum vel þar. „Ég verð að segja að Álftanes er það besta sem hefur komið fyrir mig á Íslandi. Þetta er lítið og vinsamlegt samfélag. Manni líður eins og heima hjá sér,“ segir Ítalinn geðþekki og brosmildi. Klippa: Nýtrúlofaður Okeke borðar hunang í körfuboltaleikjum „Þetta er líka gott samfélag fyrir krakka. Þegar ég fer gangandi á æfingar þá vilja allir krakkarnir heilsa manni. Ég sé það í augunum á þeim að þau líta upp til mín.“ Hjartað ekki til vandræða Ítalinn stóri hefur verið að glíma við hjartavandamál og lent í vandræðum í leikjum á Íslandi út af hjartanu. Hann er aftur á móti með bjargráð sem kemur til aðstoðar ef hann lendir í vandamáli. Hann hefur alveg sloppið við allt slíkt vesen í vetur fyrir utan eitt lítið atvik í Þorlákshöfn í desember. „Mér líður mjög vel. Allir íþróttamenn verða að takast á við erfiðleika. Það er líka það sem er fallegt við að vera íþróttamaður. Það er að sigrast á erfiðleikum og halda áfram,“ segir Okeke brattur. Fór á skeljarnar í Hafnarfirði Erlendir leikmenn á Íslandi eru oftar en ekki einir á ferð og hitta fjölskyldur sínar sjaldan. Okeke hefur aftur á móti notið góðs af því að hafa unnustu sína, Jannat, hjá sér í vetur. „Hún styður alltaf við bakið á mér og hvetur mig áfram. Það er mikið til henni að þakka hvernig mér hefur gengið á leiktíðinni,“ segir hinn ástfangni Okeke sem nýtti landsleikjafríið á dögunum vel því þá ákvað hann að biðja sinnar heittelskuðu á veitingastaðnum Sól í Hafnarfirði. Óhætt er að segja að ástin svífi yfir vötnum hjá parinu. „Ég bað hennar loksins eftir fimm ára samband. Það var tilfinningaþrungin stund. Þetta er stórt skref í lífinu. Við vorum mjög hamingjusöm og ég grét líka. Ég get ekki beðið eftir að halda áfram með lífið með henni.“ Hunang frekar en orkudrykkir Þar sem Okeke er að glíma við hjartavandamál þá hentar honum ekki að drekka örvandi orkudrykki eins og aðrir í liðinu gera. Á leikjum Álftanes-liðsins má því alltaf sjá brúsa af hunangi á bekknum. Þar sækir Okeke sína orku. „Við ákváðum að ég skildi vera með eitthvað sem væri hollt og gæfi mér sykur og orku í leikjum. Okkur datt þá hunang í hug. Ég fæ mér alltaf smá og held svo áfram. Það bragðast rosalega vel,“ sagði Okeke skellihlæjandi.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira