Alveg hættur í fýlu við Heimi Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 08:33 Heimir Hallgrímsson og Matt Doherty voru báðir kampakátir í Búlgaríu í gær þar sem Írar unnu 2-1 sigur. Samsett/Getty Matt Doherty, leikmaður Wolves, kveðst búinn að ná sáttum við Heimi Hallgrímsson eftir að hafa fundist Eyjamaðurinn sýna sér vanvirðingu í haust. Heimir sleppti því að velja Doherty í írska landsliðshópinn fyrir tvo leiki í október, þegar Írinn hafði ekki verið að spila með Wolves, og það fór illa í þennan 33 ára varnarmann sem lét óánægju sína í ljós í fjölmiðlum. Doherty var svo valinn seint í leik í nóvember en er í hópnum sem nú tekst á við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar, eftir að hafa átt fast sæti í liði Wolves að undanförnu. „Augljóslega voru hnökrar hjá okkur í byrjun“ Og Doherty skoraði í góðum 2-1 útisigri Írlands í gærkvöld sem þýðir að Írar eru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn í Dublin á sunnudag. Eftir leik var Doherty hress og sagði sambandið við Heimi orðið gott. „Í augnablikinu er allt í góðu. Samband okkar er gott. Augljóslega þá voru hnökrar hjá okkur í byrjun sambandsins en það virðist allt í góðu núna. Við erum báðir yfirvegaðir og njótum þess að vera saman,“ sagði Doherty við RTÉ Sport. Hrósaði Doherty í hástert Heimir talaði svo um Doherty á blaðamannafundi og hrósaði honum í hástert. „Þetta var heilt yfir góð frammistaða í dag. Ég myndi segja að Matt Doherty hafi átt virkilega góðan leik, auk þess að skora eftir stórkostlegt hlaup og mjög hugrakkan skalla,“ sagði Heimir. „Hann átti líka stóran þátt í fyrra markinu okkar, fljótur að hugsa og með snögga sendingu á Robbie Brady fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Heimir og kvaðst vona að Doherty myndi svo spila sinn 50. landsleik á Írlandi á sunnudaginn. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Sjá meira
Heimir sleppti því að velja Doherty í írska landsliðshópinn fyrir tvo leiki í október, þegar Írinn hafði ekki verið að spila með Wolves, og það fór illa í þennan 33 ára varnarmann sem lét óánægju sína í ljós í fjölmiðlum. Doherty var svo valinn seint í leik í nóvember en er í hópnum sem nú tekst á við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar, eftir að hafa átt fast sæti í liði Wolves að undanförnu. „Augljóslega voru hnökrar hjá okkur í byrjun“ Og Doherty skoraði í góðum 2-1 útisigri Írlands í gærkvöld sem þýðir að Írar eru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn í Dublin á sunnudag. Eftir leik var Doherty hress og sagði sambandið við Heimi orðið gott. „Í augnablikinu er allt í góðu. Samband okkar er gott. Augljóslega þá voru hnökrar hjá okkur í byrjun sambandsins en það virðist allt í góðu núna. Við erum báðir yfirvegaðir og njótum þess að vera saman,“ sagði Doherty við RTÉ Sport. Hrósaði Doherty í hástert Heimir talaði svo um Doherty á blaðamannafundi og hrósaði honum í hástert. „Þetta var heilt yfir góð frammistaða í dag. Ég myndi segja að Matt Doherty hafi átt virkilega góðan leik, auk þess að skora eftir stórkostlegt hlaup og mjög hugrakkan skalla,“ sagði Heimir. „Hann átti líka stóran þátt í fyrra markinu okkar, fljótur að hugsa og með snögga sendingu á Robbie Brady fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Heimir og kvaðst vona að Doherty myndi svo spila sinn 50. landsleik á Írlandi á sunnudaginn.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Sjá meira