Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2025 19:18 Birtingarmyndir ofbeldis taka sífellt meiri breytingum samhliða tæknivæðingunni. Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir að gerendur séu í auknum mæli farnir að nýta sér tæknina til að hrella. Vísir/Margrét Helga Rúmlega hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð á síðasta ári vegna umsáturseineltis og 159 vegna stafræns ofbeldis. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir að með aukinni tæknivæðingu hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða. Þetta sé veruleiki sem systursamtök úti í heimi segja að sé að stigmagnast. Garpur Ingason Elísabetarson kvikmyndagerðamaður opnaði sig í viðtali á Vísi í dag um umsáturseinelti sem hann kveðst hafa sætt nú í tæpt ár sem hafi einkennst af netníði, rangfærslum á samfélagsmiðlum og skilaboðum til hans nánustu. Mál Garps er aðeins eitt af mörgum þar sem grunur er um að tækni sé notuð til ills. Áður óbirtar tölur frá Bjarkarhlíð sýna að alls hafi 103 leitað sér aðstoðar hjá miðstöðinni vegna þess að setið hafi verið um þá. Þá leituðu 159 til þeirra vegna stafræns ofbeldis. Jenný segir gerendur jafnvel nýta sér tæknivæðingu bifreiða til að hrella þolendur. „Gerendur eru oft að opna glugga á bílum á nóttunni þannig að það fennir inn í þá og fleira en svo erum við auðvitað búin að sjá í langan tíma, að það er verið að nýta sér staðsetningarbúnað í síma og undir bíltæki. Með aukinni tæknilegri þróun þá aukast möguleikar gerenda til að beita ofbeldi,“ segir hún. Allar mögulegar leiðir nýttar Oft séu svokallaðir gervi-prófílar notaðir til að hrella, jafnvel reynt að taka yfir samfélagsmiðlareikninga brotaþola. Allt sé reynt til að ná til þolenda. „Svo sjáum við auðvitað líka að gerendur nýta allar mögulegar leiðir. Við sjáum að þegar búið er að blokka viðkomandi geranda á öllum miðlum þá jafnvel fer hann að nota bankaforrit til að senda kannski eina krónu og þá birtist nafn viðkomandi á skjá þolanda og þannig gerir hann vart við sig,“ segir Jenný. Garpur sagði í viðtalinu að refsilöggjöfin haldi ekki í við tækniframfarir og lögregla hafi brugðist. Jenný segir að allir séu af vilja gerðir að láta gerendur sæta ábyrgð en það sé oft hægara sagt en gert í ljósi örra tæknibreytinga. „Að reyna jafnóðum að finna nýjar leiðir til að gera gerendur ábyrga. Það er í þessu eins og mörgu öðru að gerendur eru oft tveimur eða þremur skrefum á undan og við að elta,“ segir Jenný. Þolandi sviptur öryggistilfinningu Stafrænt ofbeldi sé grafalvarlegt ofbeldi sem hefur í för með sér skaðlegar afleiðingar. „Þetta sviptir þolanda gjörsamlega öryggistilfinningu og ég tala nú ekki um í þeim málum þar sem þolendur eru að finna myndavélabúnað og annað inni á heimilum sínum. Það vill enginn búa við þessar aðstæður að geta hvergi um frjálst höfuð strokið án þess að það sé mögulega verið að fylgjast með athöfnum þeirra og þeirra persónulegu málefnum,“ segir Jenný. Systursamtök erlendis lýsa sömu þróun. „Þetta er veruleiki sem allir sjá að er að stigmagnast,“ segir Jenný Jenný ráðleggur þolendum að segja frá. „Að leita til þolendamiðstöðvar eða lögreglu eða allavega byrja á því að segja einhverjum sem þeir treysta fyrir þessu og burðast ekki um þetta einir. Við erum með lög sem ná yfir mikið af þessum brotum þannig að fyrst og fremst er að fá stuðning og ráðgjöf um næstu skref.“ Samfélagsmiðlar Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þetta er stöðugt hangandi yfir mér, alla daga. Mér finnst ég vera rosalega varnarlaus. Ég er alltaf með hnút í maganum yfir því hvenær næsta færsla birtist á Facebook, hvenær næsta sprengja á eftir að koma,“ segir Garpur Ingason Elísabetarson. 19. mars 2025 06:03 Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42 „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota í nánu sambandi með því að hafa á endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambúðarkonu sinnar. Hann hótaði meðal annars að myrða foreldra konunnar og dreifa nektarmyndum af henni. 10. janúar 2025 14:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Garpur Ingason Elísabetarson kvikmyndagerðamaður opnaði sig í viðtali á Vísi í dag um umsáturseinelti sem hann kveðst hafa sætt nú í tæpt ár sem hafi einkennst af netníði, rangfærslum á samfélagsmiðlum og skilaboðum til hans nánustu. Mál Garps er aðeins eitt af mörgum þar sem grunur er um að tækni sé notuð til ills. Áður óbirtar tölur frá Bjarkarhlíð sýna að alls hafi 103 leitað sér aðstoðar hjá miðstöðinni vegna þess að setið hafi verið um þá. Þá leituðu 159 til þeirra vegna stafræns ofbeldis. Jenný segir gerendur jafnvel nýta sér tæknivæðingu bifreiða til að hrella þolendur. „Gerendur eru oft að opna glugga á bílum á nóttunni þannig að það fennir inn í þá og fleira en svo erum við auðvitað búin að sjá í langan tíma, að það er verið að nýta sér staðsetningarbúnað í síma og undir bíltæki. Með aukinni tæknilegri þróun þá aukast möguleikar gerenda til að beita ofbeldi,“ segir hún. Allar mögulegar leiðir nýttar Oft séu svokallaðir gervi-prófílar notaðir til að hrella, jafnvel reynt að taka yfir samfélagsmiðlareikninga brotaþola. Allt sé reynt til að ná til þolenda. „Svo sjáum við auðvitað líka að gerendur nýta allar mögulegar leiðir. Við sjáum að þegar búið er að blokka viðkomandi geranda á öllum miðlum þá jafnvel fer hann að nota bankaforrit til að senda kannski eina krónu og þá birtist nafn viðkomandi á skjá þolanda og þannig gerir hann vart við sig,“ segir Jenný. Garpur sagði í viðtalinu að refsilöggjöfin haldi ekki í við tækniframfarir og lögregla hafi brugðist. Jenný segir að allir séu af vilja gerðir að láta gerendur sæta ábyrgð en það sé oft hægara sagt en gert í ljósi örra tæknibreytinga. „Að reyna jafnóðum að finna nýjar leiðir til að gera gerendur ábyrga. Það er í þessu eins og mörgu öðru að gerendur eru oft tveimur eða þremur skrefum á undan og við að elta,“ segir Jenný. Þolandi sviptur öryggistilfinningu Stafrænt ofbeldi sé grafalvarlegt ofbeldi sem hefur í för með sér skaðlegar afleiðingar. „Þetta sviptir þolanda gjörsamlega öryggistilfinningu og ég tala nú ekki um í þeim málum þar sem þolendur eru að finna myndavélabúnað og annað inni á heimilum sínum. Það vill enginn búa við þessar aðstæður að geta hvergi um frjálst höfuð strokið án þess að það sé mögulega verið að fylgjast með athöfnum þeirra og þeirra persónulegu málefnum,“ segir Jenný. Systursamtök erlendis lýsa sömu þróun. „Þetta er veruleiki sem allir sjá að er að stigmagnast,“ segir Jenný Jenný ráðleggur þolendum að segja frá. „Að leita til þolendamiðstöðvar eða lögreglu eða allavega byrja á því að segja einhverjum sem þeir treysta fyrir þessu og burðast ekki um þetta einir. Við erum með lög sem ná yfir mikið af þessum brotum þannig að fyrst og fremst er að fá stuðning og ráðgjöf um næstu skref.“
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þetta er stöðugt hangandi yfir mér, alla daga. Mér finnst ég vera rosalega varnarlaus. Ég er alltaf með hnút í maganum yfir því hvenær næsta færsla birtist á Facebook, hvenær næsta sprengja á eftir að koma,“ segir Garpur Ingason Elísabetarson. 19. mars 2025 06:03 Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42 „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota í nánu sambandi með því að hafa á endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambúðarkonu sinnar. Hann hótaði meðal annars að myrða foreldra konunnar og dreifa nektarmyndum af henni. 10. janúar 2025 14:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þetta er stöðugt hangandi yfir mér, alla daga. Mér finnst ég vera rosalega varnarlaus. Ég er alltaf með hnút í maganum yfir því hvenær næsta færsla birtist á Facebook, hvenær næsta sprengja á eftir að koma,“ segir Garpur Ingason Elísabetarson. 19. mars 2025 06:03
Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42
„Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota í nánu sambandi með því að hafa á endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambúðarkonu sinnar. Hann hótaði meðal annars að myrða foreldra konunnar og dreifa nektarmyndum af henni. 10. janúar 2025 14:17