Óbærileg bið eftir kvöldinu Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 12:00 Daníel Andri stýrði Þór í bikarúrslitum í fyrra og vonast til að komast skrefinu lengra í ár, og taka titilinn. Vísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta, segir mikla spennu fyrir undanúrslitaleik kvöldsins við Grindavík í bikarkeppninni. Biðin sé heldur löng eftir kvöldinu. Öll fjögur liðin sem keppa til undanúrslita í kvöld eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrri leikurinn er klukkan 17:15 en þá mætast Njarðvík og sameiginlegt lið Hamars og Þórs frá Þorlákshöfn. Seinni leikurinn, klukkan 20:00, er milli Grindavíkur og Þórs frá Akureyri. Akureyringar vonast til að komast í úrslit annað árið í röð en Keflavík hafði betur gegn Þórsurum í úrslitum í fyrra. Þórsliðið mætti í bæinn í gær og spennan mikil, í raun það mikil að þjálfara liðsins Daníel Andra Halldórssyni finnst full löng bið eftir því að spila leikinn seint í kvöld. „Það er mikill spenningur hjá okkur í Þór. Það er gaman að vera komin aftur í undanúrslit og taka þátt í bikarvikunni annað árið í röð. Við getum ekki beðið eftir leik og leiðinlegt að vera seinni leikurinn,“ „Það er eiginlega of langt í þetta og erfitt fyrir fólk að koma að norðan á leikinn á þessum tíma. Þetta var líka svona í fyrra og við bíðum þá bara aðeins lengur eftir þessum leik og verðum klárar í slaginn þegar að því kemur,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. Þórsarar komu þá í bæinn í gær og fóru saman út að borða. Það sé mikilvægt uppbrot í kringum svo stóra leiki. „Við keyrðum í bæinn í gær og æfðum hjá ÍR seinni partinn. Svo fór liðið út að borða og svona, við gerum aðeins extra í kringum þessa stóru leiki. Við tökum svo smá fund í dag og drepum tíma fram að leik,“ segir Daníel. Vegna þess hversu seint leikurinn fer fram má ef til vill eiga von á færri Þórsurum en vildu koma, líkt og Daníel nefnir að ofan. Hann treystir þó á góðan stuðning í kvöld og vonast til að ástæða sé til að fjölmenna á laugardag, vinnist Grindavík í kvöld. „Það leynast nú Þórsarar út um allt land. Við treystum á að okkar besta fólk mæti og vonandi fer þetta okkur í hag og við fjölmennum svo á laugardaginn,“ segir Daníel. Leikir dagsins í undanúrslitum bikarsins verða sýndir á RÚV en lýst beint í textalýsingu hér á Vísi. Þór Akureyri VÍS-bikarinn Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Öll fjögur liðin sem keppa til undanúrslita í kvöld eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrri leikurinn er klukkan 17:15 en þá mætast Njarðvík og sameiginlegt lið Hamars og Þórs frá Þorlákshöfn. Seinni leikurinn, klukkan 20:00, er milli Grindavíkur og Þórs frá Akureyri. Akureyringar vonast til að komast í úrslit annað árið í röð en Keflavík hafði betur gegn Þórsurum í úrslitum í fyrra. Þórsliðið mætti í bæinn í gær og spennan mikil, í raun það mikil að þjálfara liðsins Daníel Andra Halldórssyni finnst full löng bið eftir því að spila leikinn seint í kvöld. „Það er mikill spenningur hjá okkur í Þór. Það er gaman að vera komin aftur í undanúrslit og taka þátt í bikarvikunni annað árið í röð. Við getum ekki beðið eftir leik og leiðinlegt að vera seinni leikurinn,“ „Það er eiginlega of langt í þetta og erfitt fyrir fólk að koma að norðan á leikinn á þessum tíma. Þetta var líka svona í fyrra og við bíðum þá bara aðeins lengur eftir þessum leik og verðum klárar í slaginn þegar að því kemur,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. Þórsarar komu þá í bæinn í gær og fóru saman út að borða. Það sé mikilvægt uppbrot í kringum svo stóra leiki. „Við keyrðum í bæinn í gær og æfðum hjá ÍR seinni partinn. Svo fór liðið út að borða og svona, við gerum aðeins extra í kringum þessa stóru leiki. Við tökum svo smá fund í dag og drepum tíma fram að leik,“ segir Daníel. Vegna þess hversu seint leikurinn fer fram má ef til vill eiga von á færri Þórsurum en vildu koma, líkt og Daníel nefnir að ofan. Hann treystir þó á góðan stuðning í kvöld og vonast til að ástæða sé til að fjölmenna á laugardag, vinnist Grindavík í kvöld. „Það leynast nú Þórsarar út um allt land. Við treystum á að okkar besta fólk mæti og vonandi fer þetta okkur í hag og við fjölmennum svo á laugardaginn,“ segir Daníel. Leikir dagsins í undanúrslitum bikarsins verða sýndir á RÚV en lýst beint í textalýsingu hér á Vísi.
Þór Akureyri VÍS-bikarinn Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira