Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið falli strax aftur niður um deild. Laugardagurinn 28. september rennur Mosfellingum eflaust seint úr minni. Þá tryggði Afturelding sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvelli, 1-0. Sigurinn var sérstaklega sætur því ári fyrr hafði Afturelding tapað fyrir Vestra í sama leik. Fögnuðurinn eftir leikinn í fyrra var allavega eins innilegur og hann verður. Og það skiljanlega. Gamli fjölmiðlamaðurinn Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar haustið 2019.vísir/anton Afturelding er nú mætt í efstu deild í fyrsta sinn og spenningurinn í Mosfellsbænum er mikill. Nokkrum vikum eftir að Bestu deildarsætið var tryggt boðuðu Mosfellingar til blaðamannafundar þar sem þeir kynntu fjóra leikmenn; bræðurna Jökul og Axel Óskar Andréssyni, Oliver Sigurjónsson og Þórð Gunnar Hafþórsson. Þeir eru þegar þetta er skrifað einu leikmennirnir sem Afturelding hefur fengið fyrir átökin í sumar. Liðið hefur aftur á móti lítið misst frá því á síðasta tímabili. grafík/bjarki Jökull lék með Aftureldingu seinni hlutann í fyrra og átti risastóran þátt í að liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni. Hann er hörku markvörður og Mosfellingum gríðarlega mikilvægur. Afturelding fékk á sig 28 mörk í fjórtán deildarleikjum áður en Jökull kom en aðeins átta í átta deildarleikjum eftir að hann kom og svo bara eitt mark í þremur leikjum í umspilinu. grafík/bjarki Bróðir hans hefur ýmislegt að sanna eftir erfitt tímabil með KR í fyrra en er öflugur varnarmaður á góðum degi. Oliver og Þórður Gunnar búa svo yfir reynslu úr efstu deild sem er annars af skornum skammti í leikmannahópi Aftureldingar. Ef Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, nær að kveikja aftur í Oliver gæti hann reynst Mosfellingum gríðarlegur liðsauki. Margra augu verða á Elmari Kára Enessyni Cogic sem var markahæsti leikmaður Aftureldingar í fyrra með tíu mörk. Sumarið 2023 skoraði hann svo sautján deildarmörk. Elmar er á leið inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild og þarf að leiða sóknarleik strákanna úr 270. Aron Jóhannsson skorar svo alltaf sín mörk. grafík/bjarki Stærsta spurningarmerkið er með framherjastöðuna. Andri Freyr Jónasson hefur aldrei spilað í efstu deild, Arnór Gauti Ragnarsson hefur glímt við meiðsli síðustu ár og Mosfellingar hafa verið orðaðir við erlenda framherja. Margir settust upp þegar Afturelding vann FH, 6-3, í Lengjubikarnum. Töp fyrir Lengjudeildarliðum ÍR og HK slógu hins vegar aðeins á bjartsýnina. Margir leikmenn liðsins eru óskrifað blað í efstu deild og sömu sögu er að segja af Magnúsi þjálfara. Hann hefur gert frábæra hluti með Aftureldingu og komið félaginu sem hann ann svo heitt upp í efstu deild eftir langa bið. Þórður Gunnar Hafþórsson, Oliver Sigurjónsson, Jökull Andrésson og Axel Óskar Andrésson voru kynntir til leiks hjá Aftureldingu í desember.vísir/ragnar dagur Það reynir á Magnús í sumar sem og leiðtogana í liði Aftureldingar; Andréssyni og Oliver. Þeir verða að vera með allt sitt á tæru ef það á að vera spilaður Bestu deildarbolti í túninu heima 2026. Bjartsýnin og hamingjan sem fylgir því að spila loksins í efstu deild getur fleytt liðum langt en spurningin er bara hver staðan verður þegar nýjabrumið fer af og hvað tekur við eftir það. Besta deild karla Afturelding Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið falli strax aftur niður um deild. Laugardagurinn 28. september rennur Mosfellingum eflaust seint úr minni. Þá tryggði Afturelding sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvelli, 1-0. Sigurinn var sérstaklega sætur því ári fyrr hafði Afturelding tapað fyrir Vestra í sama leik. Fögnuðurinn eftir leikinn í fyrra var allavega eins innilegur og hann verður. Og það skiljanlega. Gamli fjölmiðlamaðurinn Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar haustið 2019.vísir/anton Afturelding er nú mætt í efstu deild í fyrsta sinn og spenningurinn í Mosfellsbænum er mikill. Nokkrum vikum eftir að Bestu deildarsætið var tryggt boðuðu Mosfellingar til blaðamannafundar þar sem þeir kynntu fjóra leikmenn; bræðurna Jökul og Axel Óskar Andréssyni, Oliver Sigurjónsson og Þórð Gunnar Hafþórsson. Þeir eru þegar þetta er skrifað einu leikmennirnir sem Afturelding hefur fengið fyrir átökin í sumar. Liðið hefur aftur á móti lítið misst frá því á síðasta tímabili. grafík/bjarki Jökull lék með Aftureldingu seinni hlutann í fyrra og átti risastóran þátt í að liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni. Hann er hörku markvörður og Mosfellingum gríðarlega mikilvægur. Afturelding fékk á sig 28 mörk í fjórtán deildarleikjum áður en Jökull kom en aðeins átta í átta deildarleikjum eftir að hann kom og svo bara eitt mark í þremur leikjum í umspilinu. grafík/bjarki Bróðir hans hefur ýmislegt að sanna eftir erfitt tímabil með KR í fyrra en er öflugur varnarmaður á góðum degi. Oliver og Þórður Gunnar búa svo yfir reynslu úr efstu deild sem er annars af skornum skammti í leikmannahópi Aftureldingar. Ef Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, nær að kveikja aftur í Oliver gæti hann reynst Mosfellingum gríðarlegur liðsauki. Margra augu verða á Elmari Kára Enessyni Cogic sem var markahæsti leikmaður Aftureldingar í fyrra með tíu mörk. Sumarið 2023 skoraði hann svo sautján deildarmörk. Elmar er á leið inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild og þarf að leiða sóknarleik strákanna úr 270. Aron Jóhannsson skorar svo alltaf sín mörk. grafík/bjarki Stærsta spurningarmerkið er með framherjastöðuna. Andri Freyr Jónasson hefur aldrei spilað í efstu deild, Arnór Gauti Ragnarsson hefur glímt við meiðsli síðustu ár og Mosfellingar hafa verið orðaðir við erlenda framherja. Margir settust upp þegar Afturelding vann FH, 6-3, í Lengjubikarnum. Töp fyrir Lengjudeildarliðum ÍR og HK slógu hins vegar aðeins á bjartsýnina. Margir leikmenn liðsins eru óskrifað blað í efstu deild og sömu sögu er að segja af Magnúsi þjálfara. Hann hefur gert frábæra hluti með Aftureldingu og komið félaginu sem hann ann svo heitt upp í efstu deild eftir langa bið. Þórður Gunnar Hafþórsson, Oliver Sigurjónsson, Jökull Andrésson og Axel Óskar Andrésson voru kynntir til leiks hjá Aftureldingu í desember.vísir/ragnar dagur Það reynir á Magnús í sumar sem og leiðtogana í liði Aftureldingar; Andréssyni og Oliver. Þeir verða að vera með allt sitt á tæru ef það á að vera spilaður Bestu deildarbolti í túninu heima 2026. Bjartsýnin og hamingjan sem fylgir því að spila loksins í efstu deild getur fleytt liðum langt en spurningin er bara hver staðan verður þegar nýjabrumið fer af og hvað tekur við eftir það.
Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00