Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar 16. mars 2025 20:01 Samskipti eru ein af grunnstoðum árangursríkra vinnustaða. Þau móta menningu fyrirtækja, hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og geta ráðið úrslitum um hvort starfsfólk dafnar í starfi eða upplifir streitu og vanlíðan. Fyrir mannauðsstjóra og aðra sem vinna með fólki er lykilatriði að skilja bæði “innri” (sjálfstal) og “ytri” (út á við) samskipti og hvernig hægt er að þjálfa starfsfólk til að stuðla að betra starfsumhverfi og auknum árangri. Innri samskipti: Sjálfsskilningur og viðhorf Samskipti við aðra hefjast á því hvernig við tölum við sjálf okkur. Innri samskipti eru hugsanir okkar, viðhorf og hvernig við túlkum aðstæður. Neikvætt sjálfstal getur dregið úr sjálfstrausti og hamlað tjáningu, á meðan jákvætt og uppbyggilegt sjálfstal eykur sjálfstraust og styrkir samskiptahæfni. Þess vegna er mikilvægt að æfa sig í að hlusta á eigin hugsanir og leiðrétta óhjálplegt mynstur. Leiðtogar sem vinna markvisst með sjálfsþekkingu og sjálfsþjálfun verða betri í að lesa í aðstæður, tjá sig skýrt og skapa traust í samskiptum. Með aukinni meðvitund um eigin tilfinningar og viðbrögð geta þeir tekist á við ágreining með ró og hlutlægni, sem leiðir til betri samskipta við samstarfsfólk. Ytri samskipti: Tjáning og hlustun Góð samskipti byggjast á tveimur meginþáttum: skýrri tjáningu og virkri hlustun. Skýr tjáning snýst ekki aðeins um að koma hugsunum sínum á framfæri heldur einnig um að taka tillit til viðtakandans. Hvernig orðin eru valin, tónn raddarinnar, andlitsfall og líkamstjáning skipta öllu máli í samskiptum. Virðing og hlustun eru jafn mikilvæg. Margir eru uppteknir af því að undirbúa sitt næsta svar í stað þess að hlusta af einlægni. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hlustað á það eykst traust, samvinna batnar og samband við stjórnendur styrkist. Mannauðsfólk og leiðtogar geta haft mikil áhrif með því að sýna virka hlustun og spyrja opnar spurningar sem stuðla að dýpri umræðum. Samskipti sem lykill að vellíðan Léleg samskipti geta valdið misskilningi, átökum og óöryggi á vinnustað, en góð samskipti stuðla að jákvæðum samskiptum og vellíðan starfsfólks. Þegar einstaklingar fá rými til að tjá sig án ótta við dómhörku skapast traust og samhugur/samkennd. Rannsóknir sýna að góð samskipti minnka streitu og auka starfsánægju. Fyrirtæki sem fjárfesta í samskiptaþjálfun fyrir starfsfólk og leiðtoga sjá oft meiri starfsánægju, minni starfsmannaveltu og aukna framleiðni. Þegar fólk hefur tækin og tól til að eiga opinská og heiðarleg samskipti verða vinnustaðir heilbrigðari og árangursríkari. Samskiptaþjálfun: Vegvísir að árangri Samskipti er hæfni sem hægt er að þjálfa. Með markvissri þjálfun í samskiptum geta einstaklingar bætt sjálfsskilning, hlustun og tjáningu sína. Leiðtogar sem tileinka sér jákvæð samskiptamynstur og hvetja aðra til þess, skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tala saman, skiptast á skoðunum og vinna saman að lausnum. Það verður til sálfræðilegt öryggi. Mannauðsstjórar hafa mikilvægt hlutverk í að innleiða og viðhalda jákvæðri samskiptamenningu innan vinnustaða. Með því að þjálfa stjórnendur/leiðtoga í að eiga uppbyggileg samtöl, leysa ágreining með jákvæðum hætti og veita skýra og hvetjandi endurgjöf, er hægt að byggja upp sterkari og heilbrigðari vinnustað. Niðurstaða Samskipti eru grunnurinn að vel heppnuðu og heilbrigðu vinnuumhverfi. Með því að þjálfa bæði innri og ytri samskipti eykst vellíðan, starfsánægja og árangur. Fyrirtæki sem leggja áherslu á samskiptahæfni og hlúa að jákvæðum samskiptum skapa vinnustað þar sem starfsfólk þrífst, leiðtogar dafna og markmið nást auðveldlega. Höfundur er leiðtoga- og stjórnendaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samskipti eru ein af grunnstoðum árangursríkra vinnustaða. Þau móta menningu fyrirtækja, hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og geta ráðið úrslitum um hvort starfsfólk dafnar í starfi eða upplifir streitu og vanlíðan. Fyrir mannauðsstjóra og aðra sem vinna með fólki er lykilatriði að skilja bæði “innri” (sjálfstal) og “ytri” (út á við) samskipti og hvernig hægt er að þjálfa starfsfólk til að stuðla að betra starfsumhverfi og auknum árangri. Innri samskipti: Sjálfsskilningur og viðhorf Samskipti við aðra hefjast á því hvernig við tölum við sjálf okkur. Innri samskipti eru hugsanir okkar, viðhorf og hvernig við túlkum aðstæður. Neikvætt sjálfstal getur dregið úr sjálfstrausti og hamlað tjáningu, á meðan jákvætt og uppbyggilegt sjálfstal eykur sjálfstraust og styrkir samskiptahæfni. Þess vegna er mikilvægt að æfa sig í að hlusta á eigin hugsanir og leiðrétta óhjálplegt mynstur. Leiðtogar sem vinna markvisst með sjálfsþekkingu og sjálfsþjálfun verða betri í að lesa í aðstæður, tjá sig skýrt og skapa traust í samskiptum. Með aukinni meðvitund um eigin tilfinningar og viðbrögð geta þeir tekist á við ágreining með ró og hlutlægni, sem leiðir til betri samskipta við samstarfsfólk. Ytri samskipti: Tjáning og hlustun Góð samskipti byggjast á tveimur meginþáttum: skýrri tjáningu og virkri hlustun. Skýr tjáning snýst ekki aðeins um að koma hugsunum sínum á framfæri heldur einnig um að taka tillit til viðtakandans. Hvernig orðin eru valin, tónn raddarinnar, andlitsfall og líkamstjáning skipta öllu máli í samskiptum. Virðing og hlustun eru jafn mikilvæg. Margir eru uppteknir af því að undirbúa sitt næsta svar í stað þess að hlusta af einlægni. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hlustað á það eykst traust, samvinna batnar og samband við stjórnendur styrkist. Mannauðsfólk og leiðtogar geta haft mikil áhrif með því að sýna virka hlustun og spyrja opnar spurningar sem stuðla að dýpri umræðum. Samskipti sem lykill að vellíðan Léleg samskipti geta valdið misskilningi, átökum og óöryggi á vinnustað, en góð samskipti stuðla að jákvæðum samskiptum og vellíðan starfsfólks. Þegar einstaklingar fá rými til að tjá sig án ótta við dómhörku skapast traust og samhugur/samkennd. Rannsóknir sýna að góð samskipti minnka streitu og auka starfsánægju. Fyrirtæki sem fjárfesta í samskiptaþjálfun fyrir starfsfólk og leiðtoga sjá oft meiri starfsánægju, minni starfsmannaveltu og aukna framleiðni. Þegar fólk hefur tækin og tól til að eiga opinská og heiðarleg samskipti verða vinnustaðir heilbrigðari og árangursríkari. Samskiptaþjálfun: Vegvísir að árangri Samskipti er hæfni sem hægt er að þjálfa. Með markvissri þjálfun í samskiptum geta einstaklingar bætt sjálfsskilning, hlustun og tjáningu sína. Leiðtogar sem tileinka sér jákvæð samskiptamynstur og hvetja aðra til þess, skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tala saman, skiptast á skoðunum og vinna saman að lausnum. Það verður til sálfræðilegt öryggi. Mannauðsstjórar hafa mikilvægt hlutverk í að innleiða og viðhalda jákvæðri samskiptamenningu innan vinnustaða. Með því að þjálfa stjórnendur/leiðtoga í að eiga uppbyggileg samtöl, leysa ágreining með jákvæðum hætti og veita skýra og hvetjandi endurgjöf, er hægt að byggja upp sterkari og heilbrigðari vinnustað. Niðurstaða Samskipti eru grunnurinn að vel heppnuðu og heilbrigðu vinnuumhverfi. Með því að þjálfa bæði innri og ytri samskipti eykst vellíðan, starfsánægja og árangur. Fyrirtæki sem leggja áherslu á samskiptahæfni og hlúa að jákvæðum samskiptum skapa vinnustað þar sem starfsfólk þrífst, leiðtogar dafna og markmið nást auðveldlega. Höfundur er leiðtoga- og stjórnendaþjálfi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun