Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 10:25 Mads Mikkelsen hlaut síðastur verðlaun fyrir besta leik karla í aðalhlutverki fyrir leik í kvikmyndinni Bastarðinum árið 2024, í bili. EPA/Claus Bech Bodilprisen, dönsku kvikmyndaverðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en í fyrsta sinn án sérflokka fyrir karl- og kvenleikara. Verðlaun voru veitt fyrir besta leik í aðalhlutverki og besta leik í aukahlutverki án kynjaaðgreiningar. Hin dönsku Bodil-verðlaun sem bera nafn leikkonunnar goðsagnakenndu Bodil Kjer og leikstjórans Bodil Ipsen eru fyrstu dönsku kvikmyndaverðlaunin sem gert hafa út við kynjaaðgreiningu við úthlutun. Félag danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem veita verðlaunin ár hvert, fer nú að fordæmi stórra evrópskra verðlaunahátíða á borð við Berlinale-verðlaunin í Þýskaland og hin ensku Brit-verðlaun. Engin aðgreining í flokki leikstjórnar Danska ríkisútvarpið ræddi við Nönnu Frank Rasmussen, formann Félags danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem segir þessa ákvörðun hafa verið lengi til skoðunar hjá félaginu. „Við höfum rætt það í fleiri ár hvernig það geti verið að listræn gæði, sem er jú það sem við leggjum mat á við útdeilingu Bodil-verðlaunanna, geti verið upp á kyn komið,“ segir Nanna og tekur einnig fram að það séu leikararnir einir sem etja kappi í kynjaskiptum flokkum. „Við höfum aldrei haft kynjaaðgreiningu í flokki bestu leikstjórnar eða kvikmyndatöku,“ segir hún. Fyrirkomulaginu verður haldið aðgreiningarlaust í fjögur ár og að þeim liðnum mun kvikmyndaakademían danska endurmeta það. Óttast að framlög kvenleikara verði ekki metin að verðleikum Á meðan sumir líta á þessa ákvörðun sem mikið framfara skref hafa aðrir áhyggjur. Meðal þeirra er formaður félags danskra leikara, Benjamin Boe Rasmussen, sem óttast að framlög kvenleikara falli á milli skips og bryggju séu þær ekki í sérflokki. „Við sjáum úti í heimi að það er tilhneiging til þess að konurnar gleymist og það óttast ég mikið,“ segir Benjamin Boe. Hann segist ekki vera í vafa um það að dómnefndin muni leggja sig fram við að gæta þess að kvenleikarar fái þá viðurkenningu sem þær eiga skilið og að auðvitað séu sveiflur í kynjahlutfallinu á milli ára. Benjamin er hræddur um að þetta verði til þess að kvenleikarar fái ekki viðurkenningu fyrir framlög sín til kvikmyndalistarinnar til lengri tíma. Bíó og sjónvarp Danmörk Jafnréttismál Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Hin dönsku Bodil-verðlaun sem bera nafn leikkonunnar goðsagnakenndu Bodil Kjer og leikstjórans Bodil Ipsen eru fyrstu dönsku kvikmyndaverðlaunin sem gert hafa út við kynjaaðgreiningu við úthlutun. Félag danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem veita verðlaunin ár hvert, fer nú að fordæmi stórra evrópskra verðlaunahátíða á borð við Berlinale-verðlaunin í Þýskaland og hin ensku Brit-verðlaun. Engin aðgreining í flokki leikstjórnar Danska ríkisútvarpið ræddi við Nönnu Frank Rasmussen, formann Félags danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem segir þessa ákvörðun hafa verið lengi til skoðunar hjá félaginu. „Við höfum rætt það í fleiri ár hvernig það geti verið að listræn gæði, sem er jú það sem við leggjum mat á við útdeilingu Bodil-verðlaunanna, geti verið upp á kyn komið,“ segir Nanna og tekur einnig fram að það séu leikararnir einir sem etja kappi í kynjaskiptum flokkum. „Við höfum aldrei haft kynjaaðgreiningu í flokki bestu leikstjórnar eða kvikmyndatöku,“ segir hún. Fyrirkomulaginu verður haldið aðgreiningarlaust í fjögur ár og að þeim liðnum mun kvikmyndaakademían danska endurmeta það. Óttast að framlög kvenleikara verði ekki metin að verðleikum Á meðan sumir líta á þessa ákvörðun sem mikið framfara skref hafa aðrir áhyggjur. Meðal þeirra er formaður félags danskra leikara, Benjamin Boe Rasmussen, sem óttast að framlög kvenleikara falli á milli skips og bryggju séu þær ekki í sérflokki. „Við sjáum úti í heimi að það er tilhneiging til þess að konurnar gleymist og það óttast ég mikið,“ segir Benjamin Boe. Hann segist ekki vera í vafa um það að dómnefndin muni leggja sig fram við að gæta þess að kvenleikarar fái þá viðurkenningu sem þær eiga skilið og að auðvitað séu sveiflur í kynjahlutfallinu á milli ára. Benjamin er hræddur um að þetta verði til þess að kvenleikarar fái ekki viðurkenningu fyrir framlög sín til kvikmyndalistarinnar til lengri tíma.
Bíó og sjónvarp Danmörk Jafnréttismál Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira