„Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Hinrik Wöhler skrifar 15. mars 2025 18:26 Snorri Steinn Guðjónsson getur leyft sér að fagna sæti á lokamóti EM eftir stórsigur á Grikkjum í dag. Vísir/Anton Brink Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, var léttur í lund eftir sigur á Grikkjum fyrir framan fulla Laugardalshöll í dag. Ísland vann gríska liðið í annað sinn á fjórum dögum, að þessu sinni með tólf marka mun, 33-21. Snorri Steinn var ánægður með einbeitinguna í liðinu en sér þó ávallt tækifæri til bætingar. „Ég er mjög sáttur og ánægður með strákana. Það var mikil einbeiting og kraftur í þeim, sérstaklega í byrjun og fyrri hálfleikur var góður. Ef ég ætla að vera aðeins frekur þá hefðum við getað verið meira yfir í hálfleik og nýtt færin aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn skömmu eftir leik. „Við gáfum þeim nokkur auðveld mörk í fyrri hálfleik en heilt yfir góð frammistaða og fagmannlega gert hjá mínu liði,“ bætti þjálfarinn við. Ísland lék á móti gríska liðinu úti í Grikklandi á miðvikudaginn síðasta og það var fátt sem kom óvart í leik þeirra í dag. Eins og Snorri kemur inn á þá var gangurinn í leikjunum svipaður og enduðu þeir báðir með stórsigri Íslands. „Einhverjar mannabreytingar hjá þeim og eitthvað sem við vissum alveg fyrir leikinn. Mér fannst við gera hlutina betur heldur en í fyrri leiknum þannig leikirnir voru kannski keimlíkir og báðir þessir leikir, þannig lagað, búnir í hálfleik,“ sagði Snorri þegar hann spurður hvort eitthvað hafi komið á óvart í leik gríska liðsins. Næsti landsliðshópur gæti orðið hausverkur fyrir Snorra Íslenska liðið lék án margra leikmanna í þessu landsliðsverkefni og nýttu margir leikmenn þennan glugga til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum. Snorri segir að valið verði flókið þegar leikmenn koma af meiðslalistanum. Margir leikmenn gripu tækifærið í fjarveru lykilleikmanna og sýndu hvað í þeim býr.Vísir/Anton Brink „Engin spurning, þetta var góður gluggi fyrir marga. Til þess er þetta nú, að fá tækifæri og þú þarft að nýta það. Það voru margir sem stimpluðu sig inn og það er mjög ánægjulegt. Ef við verðum alla okkar handboltamenn heila þegar að því kemur að velja næsta hóp eða lokamót þá er það bara hausverkur sem ég þarf að glíma við,“ sagði Snorri að lokum. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti á lokamóti EM sem fer fram í janúar á næsta ári en næstu leikir landsliðsins eru á móti Georgíu og Bosníu í byrjun maí. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Snorri Steinn var ánægður með einbeitinguna í liðinu en sér þó ávallt tækifæri til bætingar. „Ég er mjög sáttur og ánægður með strákana. Það var mikil einbeiting og kraftur í þeim, sérstaklega í byrjun og fyrri hálfleikur var góður. Ef ég ætla að vera aðeins frekur þá hefðum við getað verið meira yfir í hálfleik og nýtt færin aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn skömmu eftir leik. „Við gáfum þeim nokkur auðveld mörk í fyrri hálfleik en heilt yfir góð frammistaða og fagmannlega gert hjá mínu liði,“ bætti þjálfarinn við. Ísland lék á móti gríska liðinu úti í Grikklandi á miðvikudaginn síðasta og það var fátt sem kom óvart í leik þeirra í dag. Eins og Snorri kemur inn á þá var gangurinn í leikjunum svipaður og enduðu þeir báðir með stórsigri Íslands. „Einhverjar mannabreytingar hjá þeim og eitthvað sem við vissum alveg fyrir leikinn. Mér fannst við gera hlutina betur heldur en í fyrri leiknum þannig leikirnir voru kannski keimlíkir og báðir þessir leikir, þannig lagað, búnir í hálfleik,“ sagði Snorri þegar hann spurður hvort eitthvað hafi komið á óvart í leik gríska liðsins. Næsti landsliðshópur gæti orðið hausverkur fyrir Snorra Íslenska liðið lék án margra leikmanna í þessu landsliðsverkefni og nýttu margir leikmenn þennan glugga til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum. Snorri segir að valið verði flókið þegar leikmenn koma af meiðslalistanum. Margir leikmenn gripu tækifærið í fjarveru lykilleikmanna og sýndu hvað í þeim býr.Vísir/Anton Brink „Engin spurning, þetta var góður gluggi fyrir marga. Til þess er þetta nú, að fá tækifæri og þú þarft að nýta það. Það voru margir sem stimpluðu sig inn og það er mjög ánægjulegt. Ef við verðum alla okkar handboltamenn heila þegar að því kemur að velja næsta hóp eða lokamót þá er það bara hausverkur sem ég þarf að glíma við,“ sagði Snorri að lokum. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti á lokamóti EM sem fer fram í janúar á næsta ári en næstu leikir landsliðsins eru á móti Georgíu og Bosníu í byrjun maí.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti