Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 10:02 Líkt og svo oft áður er Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. AP Photo/Manu Fernandez Í gærkvöld kláruðust 16-liða úrslit í Evrópudeild og Sambandsdeild karla í fótbolta og ljóst hvernig átta liða úrslitin líta út í öllum þremur Evrópukeppnum UEFA. 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kláruðust í fyrrakvöld og síðustu ár hefði þurft að bíða þess að dregið yrði í næstu umferð. Vegna nýs fyrirkomulags á Evrópukeppnunum liggur hins vegar fyrir hvernig keppnirnar líta út allt til loka. Að neðan má sjá hvernig útlitið er fyrir framhaldið í keppnunum. Meistaradeild Evrópu Arsenal og Aston Villa eru fulltrúar Englands í Meistaradeildinni en ljóst er að aðeins annað þeirra hefur kost á að komast í úrslitin, enda eru þau innan sama hluta keppninnar. Vinni þau sína leiki mætast þau í undanúrslitum. PSG sló Liverpool út eftir vítaspyrnukeppni.AP Photo/Jon Super Líklegt þykir þó að Paris Saint-Germain slái lærisveina Unai Emery úr leik eftir frábæra frammistöðu gegn Liverpool og þá er verkefni Arsenal ekki einfalt, er liðið mætir Real Madrid. Barcelona mætir Borussia Dortmund hinu megin og vinni Börsungar bíður þeirra annað hvort lið Bayern Munchen eða Inter Milan. 8-liða úrslit Paris Saint-Germain - Aston Villa Arsenal - Real Madrid Barcelona - Borussia Dortmund Bayern Munchen - Inter Milan Líkt og PSG þurfti Real Madrid vítakeppni til að slá grannana í Atlético úr leik.Thomas COEX / AFP Undanúrslit PSG/Aston Villa - Arsenal/Real Madrid Barcelona/Dortmund - Bayern/Inter Evrópudeildin Einnig eru tvö ensk lið í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham og Manchester United geta mæst í úrslitum, komist liðin svo langt. Tottenham mætir Frankfurt og svo annað hvort Bodö/Glimt eða Lazio í undanúrslitum. Bruno Fernandes skoraði þrennu til að skjóta United áfram.AP Photo/Dave Thompson Manchester United sló Orra Stein Óskarsson og félaga í Real Sociedad úr keppni í gær. Næst mætir liðið Lyon og vinnist franska liðið er það annað hvort Rangers frá Glasgow eða baskaliðið Athletic Bilbao. 8-liða úrslit Bodö/Glimt - Lazio Tottenham - Frankfurt Rangers - Athletic Bilbao Lyon - Manchester United Wilson Odobert skoraði tvö þegar Spurs fóru áfram í gær.AP Photo/Ian Walton Undanúrslit Bodö/Lazio - Tottenham/Frankfurt Rangers/Athletic - Lyon/Man Utd Sambandsdeildin Chelsea þykir langlíklegast til árangurs í Sambandsdeildinni, en Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina auk Real Betis eru talin líkleg í úrslit. Albert skoraði eitt marka Fiorentina sem sló Sverri Inga Ingason og félaga í Panathinaikos úr keppni í gær. Albert skoraði í gær en lið hans hefur tapað í úrslitum keppninnar tvö ár í röð.Image Photo Agency/Getty Images Fiorentina hefur farið í úrslit keppninnar tvö ár í röð, í bæði skipti án árangurs. Liðið tapaði fyrir West Ham í úrslitum 2023 og fyrir Olympiakos í fyrra. Það er því spurning hvort allt sé þegar þrennt er hjá fjólubláum. Chelsea þarf að komast í gegnum Legiu frá Varsjá og svo annað hvort Djugården eða Rapid Wien til að fara í úrslit. 8-liða úrslit Real Betis - Jagiellonia Bialystok Celje - Fiorentina Legia Varsjá - Chelsea Djurgården - Rapid Vín Undanúrslit Betis/Jagiellonia - Celje/Fiorentina Legia/Chelsea - Djurgården/Rapid Vín Allir leikirnir sem eftir eru í keppnunum þremur verða sýndir ýmist á Stöð 2 Sport, Vodafone Sport eða Viaplay. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Fótbolti UEFA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kláruðust í fyrrakvöld og síðustu ár hefði þurft að bíða þess að dregið yrði í næstu umferð. Vegna nýs fyrirkomulags á Evrópukeppnunum liggur hins vegar fyrir hvernig keppnirnar líta út allt til loka. Að neðan má sjá hvernig útlitið er fyrir framhaldið í keppnunum. Meistaradeild Evrópu Arsenal og Aston Villa eru fulltrúar Englands í Meistaradeildinni en ljóst er að aðeins annað þeirra hefur kost á að komast í úrslitin, enda eru þau innan sama hluta keppninnar. Vinni þau sína leiki mætast þau í undanúrslitum. PSG sló Liverpool út eftir vítaspyrnukeppni.AP Photo/Jon Super Líklegt þykir þó að Paris Saint-Germain slái lærisveina Unai Emery úr leik eftir frábæra frammistöðu gegn Liverpool og þá er verkefni Arsenal ekki einfalt, er liðið mætir Real Madrid. Barcelona mætir Borussia Dortmund hinu megin og vinni Börsungar bíður þeirra annað hvort lið Bayern Munchen eða Inter Milan. 8-liða úrslit Paris Saint-Germain - Aston Villa Arsenal - Real Madrid Barcelona - Borussia Dortmund Bayern Munchen - Inter Milan Líkt og PSG þurfti Real Madrid vítakeppni til að slá grannana í Atlético úr leik.Thomas COEX / AFP Undanúrslit PSG/Aston Villa - Arsenal/Real Madrid Barcelona/Dortmund - Bayern/Inter Evrópudeildin Einnig eru tvö ensk lið í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham og Manchester United geta mæst í úrslitum, komist liðin svo langt. Tottenham mætir Frankfurt og svo annað hvort Bodö/Glimt eða Lazio í undanúrslitum. Bruno Fernandes skoraði þrennu til að skjóta United áfram.AP Photo/Dave Thompson Manchester United sló Orra Stein Óskarsson og félaga í Real Sociedad úr keppni í gær. Næst mætir liðið Lyon og vinnist franska liðið er það annað hvort Rangers frá Glasgow eða baskaliðið Athletic Bilbao. 8-liða úrslit Bodö/Glimt - Lazio Tottenham - Frankfurt Rangers - Athletic Bilbao Lyon - Manchester United Wilson Odobert skoraði tvö þegar Spurs fóru áfram í gær.AP Photo/Ian Walton Undanúrslit Bodö/Lazio - Tottenham/Frankfurt Rangers/Athletic - Lyon/Man Utd Sambandsdeildin Chelsea þykir langlíklegast til árangurs í Sambandsdeildinni, en Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina auk Real Betis eru talin líkleg í úrslit. Albert skoraði eitt marka Fiorentina sem sló Sverri Inga Ingason og félaga í Panathinaikos úr keppni í gær. Albert skoraði í gær en lið hans hefur tapað í úrslitum keppninnar tvö ár í röð.Image Photo Agency/Getty Images Fiorentina hefur farið í úrslit keppninnar tvö ár í röð, í bæði skipti án árangurs. Liðið tapaði fyrir West Ham í úrslitum 2023 og fyrir Olympiakos í fyrra. Það er því spurning hvort allt sé þegar þrennt er hjá fjólubláum. Chelsea þarf að komast í gegnum Legiu frá Varsjá og svo annað hvort Djugården eða Rapid Wien til að fara í úrslit. 8-liða úrslit Real Betis - Jagiellonia Bialystok Celje - Fiorentina Legia Varsjá - Chelsea Djurgården - Rapid Vín Undanúrslit Betis/Jagiellonia - Celje/Fiorentina Legia/Chelsea - Djurgården/Rapid Vín Allir leikirnir sem eftir eru í keppnunum þremur verða sýndir ýmist á Stöð 2 Sport, Vodafone Sport eða Viaplay.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Fótbolti UEFA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira