„Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2025 15:00 Pavel Ermolinskij fór yfir málin fyrir stórleik Tindastóls og Njarðvíkur í kvöld. Stöð 2 Sport „Leikirnir verða bara stærri og stærri,“ segir Pavel Ermolinskij fyrir næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta. Þeir Helgi Már Magnússon, GAZ-menn, rýndu í toppslag Tindastóls og Njarðvíkur sem þeir lýsa í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld. „Það var til sá heimur að þetta hefði getað verið barátta um toppsætið en vegna úrslita í síðustu umferð þá er það ekki þannig. Þetta er engu að síður rosalega mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ segir Pavel en upphitunina má sjá hér að neðan. Klippa: GAZ-leikur kvöldsins: Njarðvík - Tindastóll „Stólarnir eru enn í baráttunni um deildarmeistaratitilinn við Stjörnuna. Eins og við höfum margoft komið inn á þá skiptir þessi titill meira máli fyrir Stólana en önnur lið upp á að vera með þennan heimavallarrétt. Hann gildir meira í Skagafirði en á öðrum stöðum,“ segir Helgi og heldur áfram: „Njarðvíkingar eru svo búnir að eiga frábært tímabil, sérstaklega miðað við væntingarnar sem við höfðum, en töpuðu í síðasta leik fyrir Grindavík. Þeir eiga Stólana og Stjörnuna eftir og það er til sá heimur að þeir fari í úrslitakeppnina með þrjú töp á bakinu, allt gegn liðum sem eru meistaraefni. Það væri skelfilegt að glutra niður þessu góða tímabili, þessari uppbyggingu og momentum sem hefur átt sér stað, og fara með þrjú töp inn í úrslitakeppnina.“ „Ég held að þetta verði algjör forsmekkur að úrslitakeppninni. Þessi leikur skiptir máli en liðin vita líka að leiðin að Íslandsmeistaratitlinum liggur að einhverju leyti í gegnum þessi tvö lið og þú vilt leggja línurnar núna,“ segir Helgi. Upphitun Pavels og Helga má sjá í heild hér að ofan. Leikur Njarðvíkur og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og er á Stöð 2 BD en allir leikir kvöldsins eru jafnframt á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
„Það var til sá heimur að þetta hefði getað verið barátta um toppsætið en vegna úrslita í síðustu umferð þá er það ekki þannig. Þetta er engu að síður rosalega mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ segir Pavel en upphitunina má sjá hér að neðan. Klippa: GAZ-leikur kvöldsins: Njarðvík - Tindastóll „Stólarnir eru enn í baráttunni um deildarmeistaratitilinn við Stjörnuna. Eins og við höfum margoft komið inn á þá skiptir þessi titill meira máli fyrir Stólana en önnur lið upp á að vera með þennan heimavallarrétt. Hann gildir meira í Skagafirði en á öðrum stöðum,“ segir Helgi og heldur áfram: „Njarðvíkingar eru svo búnir að eiga frábært tímabil, sérstaklega miðað við væntingarnar sem við höfðum, en töpuðu í síðasta leik fyrir Grindavík. Þeir eiga Stólana og Stjörnuna eftir og það er til sá heimur að þeir fari í úrslitakeppnina með þrjú töp á bakinu, allt gegn liðum sem eru meistaraefni. Það væri skelfilegt að glutra niður þessu góða tímabili, þessari uppbyggingu og momentum sem hefur átt sér stað, og fara með þrjú töp inn í úrslitakeppnina.“ „Ég held að þetta verði algjör forsmekkur að úrslitakeppninni. Þessi leikur skiptir máli en liðin vita líka að leiðin að Íslandsmeistaratitlinum liggur að einhverju leyti í gegnum þessi tvö lið og þú vilt leggja línurnar núna,“ segir Helgi. Upphitun Pavels og Helga má sjá í heild hér að ofan. Leikur Njarðvíkur og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og er á Stöð 2 BD en allir leikir kvöldsins eru jafnframt á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira