Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2025 12:00 Upphaflegt tilboð Al-Hilal myndi tryggja Van Dijk 2,9 milljarða króna í árslaun. Getty/Joe Prior Vangaveltur halda áfram um framtíð Virgils van Dijk nú þegar samningur hans við Liverpool rennur brátt út. Hann er með til skoðunar tilboð frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu sem sækir fast að fá Hollendinginn fyrir HM félagsliða í sumar. Hinn virti franski miðill L'Equipe greinir frá þessu og segir að Al-Hilal hafi boðið Van Dijk árslaun upp á 20 milljónir evra, sem jafngildir rúmlega 2,9 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að ef að Van Dijk samþykkir tilboðið mun hann fá meira en átta milljónir króna á dag í sinn vasa. Van Dijk, sem er 33 ára, er einn þriggja lykilleikmanna Liverpool sem mikil óvissa ríkir um en þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru einnig með samninga sem renna út í sumar. Van Dijk er sagður eiga eftir að bregðast við tilboði Al-Hilal og samkvæmt L'Equipe vill hann fyrst einbeita sér að lokum tímabilsins með Liverpool sem mætir Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag og er á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Það að Liverpool sé úr leik í Meistaradeild Evrópu gæti hins vegar flýtt fyrir ákvörðun hjá honum. Þá sást til Van Dijk ræða við forráðamenn PSG á göngunum á Anfield eftir að Liverpool féll úr leik í fyrrakvöld sem þykir renna stoðum undir að hann gæti verið á förum til franska félagsins. Sjálfur segist Van Dijk ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um sína framtíð og að allt tal um annað sé einfaldlega lygi. Hann hefur spilað með Liverpool frá janúar 2018 og skrifaði undir nýjasta samning sinn í ágúst árið 2021. „Það er engin biðstaða. Við erum ekki að bíða með neitt. Það er ekkert klárt og ég er alltaf að segja það sama,“ sagði Van Dijk í vikunni. „Það eru tíu leikir eftir og ég er að einbeita mér að þeim. Ef það verða einhverja fréttir af þessum málum þá fáið þið að vita það. Ég veit ekkert sjálfur. Allir vita að það eru einhverjar viðræður á bak við tjöldin en það nær ekkert lengra,“ sagði Van Dijk. Al-Hilal hefur einnig reynt að fá Raphinha en þessi 28 ára Brasilíumaður er samningsbundinn Barcelona til 2027 og vill halda kyrru fyrir hjá spænska risanum með HM á næsta ári í huga. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Hinn virti franski miðill L'Equipe greinir frá þessu og segir að Al-Hilal hafi boðið Van Dijk árslaun upp á 20 milljónir evra, sem jafngildir rúmlega 2,9 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að ef að Van Dijk samþykkir tilboðið mun hann fá meira en átta milljónir króna á dag í sinn vasa. Van Dijk, sem er 33 ára, er einn þriggja lykilleikmanna Liverpool sem mikil óvissa ríkir um en þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru einnig með samninga sem renna út í sumar. Van Dijk er sagður eiga eftir að bregðast við tilboði Al-Hilal og samkvæmt L'Equipe vill hann fyrst einbeita sér að lokum tímabilsins með Liverpool sem mætir Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag og er á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Það að Liverpool sé úr leik í Meistaradeild Evrópu gæti hins vegar flýtt fyrir ákvörðun hjá honum. Þá sást til Van Dijk ræða við forráðamenn PSG á göngunum á Anfield eftir að Liverpool féll úr leik í fyrrakvöld sem þykir renna stoðum undir að hann gæti verið á förum til franska félagsins. Sjálfur segist Van Dijk ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um sína framtíð og að allt tal um annað sé einfaldlega lygi. Hann hefur spilað með Liverpool frá janúar 2018 og skrifaði undir nýjasta samning sinn í ágúst árið 2021. „Það er engin biðstaða. Við erum ekki að bíða með neitt. Það er ekkert klárt og ég er alltaf að segja það sama,“ sagði Van Dijk í vikunni. „Það eru tíu leikir eftir og ég er að einbeita mér að þeim. Ef það verða einhverja fréttir af þessum málum þá fáið þið að vita það. Ég veit ekkert sjálfur. Allir vita að það eru einhverjar viðræður á bak við tjöldin en það nær ekkert lengra,“ sagði Van Dijk. Al-Hilal hefur einnig reynt að fá Raphinha en þessi 28 ára Brasilíumaður er samningsbundinn Barcelona til 2027 og vill halda kyrru fyrir hjá spænska risanum með HM á næsta ári í huga.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira