„Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2025 16:50 Formaður Demokraatit, Jens-Frederik Nielsen, fékk eflaust mörg faðmlög þegar úrslit fóru að skýrast enda vann flokkur hans stórsigur í kosningunum á Grænlandi. AP/Ritzeau/Mads Claus Rasmussen Stjórnarandstöðuflokkarnir unnu stórsigur í þingkosningum á Grænlandi í gær. Demókratar þrefölduðu fylgi sitt frá síðustu kosningum en þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi. Úrslitin eru til marks um klofning meðal grænlensku þjóðarinnar að sögn Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og doktorsnema. Vilborg er stödd í Nuuk þar sem hún hefur fylgst grannt með kosningunum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi og fyrrverandi ráðgjafi hjá Vestnorræna ráðinu.Vísir „Þetta voru vissulega óvænt úrslit. Það var svona frekar haldið að stjórnarflokkarnir myndu halda, en að demókrataflokkurinn, sem er svona mið- hægriflokkur, og Naleraq, sem vill ganga hvað lengst í að slíta sambandinu við Danmörku og efla tengslin við Bandaríkin, það var búist við að þessir flokkar fengju eitthvað aukið fylgi en ekki svona mikið,“ segir Vilborg. Úrslitin eru söguleg. „Þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi.“ Sammála um sjálfstæði en ósammála um leiðirnar Demókratar hafi þrefaldað sitt fylgi og Naleraq tvöfaldaði sitt frá síðustu kosningum á meðan stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Það er þó ekki talið líklegt flokkarnir tveir sem fengu mest fylgi myndi saman meirihluta. „Þessir tveir flokkar eru mjög ólíkir þannig það er ákveðinn klofningur. Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill og hvernig ferlið á að vera og sambandið við Danmörku í framtíðinni,“ segir Vilborg. Stjórnarmyndunarviðræður framundan Flóknar en áhugaverðar stjórnarmyndunarviðræður gætu verið framundan, en sextán þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Líklegra þykir að demókratarnir semji við IA sem leitt hefur landstjórn Grænlands síðasta kjörtímabil, en flokkarnir tveir gætu myndað eins manns meirihluta. „Þannig það er líklegt að þeir myndu vilja taka þá inn Siumut, jafnaðarmannaflokkinn, eða Atassut,“ segir Vilborg. Demókratarnir fá stjórnarmyndunarumboðið sem stærsti flokkurinn og ljóst að flokkurinn kemur þá inn í stjórn með einhverjar nýjar og breyttar áherslur, jafnvel þótt annar eða báðir núverandi stjórnarflokka gætu tekið þátt í meirihlutanum. „Demókratarnir eru mjög varfærnir í tengslum við sambandið við Danmörku og hafa ekki verið sá flokkur sem hefur verið mest að tala fyrir sjálfstæði strax eða draga mikið úr samskiptum við Danmörku heldur frekar í hina áttina,“ segir Vilborg. Áherslur flokksins svipa kannski einna helst til Viðreisnar í íslenskum samanburði að sögn Vilborgar, frjálslyndur miðju-hægri flokkur, þótt ekki sé um nákvæma hliðstæðu að ræða. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Vilborg er stödd í Nuuk þar sem hún hefur fylgst grannt með kosningunum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi og fyrrverandi ráðgjafi hjá Vestnorræna ráðinu.Vísir „Þetta voru vissulega óvænt úrslit. Það var svona frekar haldið að stjórnarflokkarnir myndu halda, en að demókrataflokkurinn, sem er svona mið- hægriflokkur, og Naleraq, sem vill ganga hvað lengst í að slíta sambandinu við Danmörku og efla tengslin við Bandaríkin, það var búist við að þessir flokkar fengju eitthvað aukið fylgi en ekki svona mikið,“ segir Vilborg. Úrslitin eru söguleg. „Þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi.“ Sammála um sjálfstæði en ósammála um leiðirnar Demókratar hafi þrefaldað sitt fylgi og Naleraq tvöfaldaði sitt frá síðustu kosningum á meðan stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Það er þó ekki talið líklegt flokkarnir tveir sem fengu mest fylgi myndi saman meirihluta. „Þessir tveir flokkar eru mjög ólíkir þannig það er ákveðinn klofningur. Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill og hvernig ferlið á að vera og sambandið við Danmörku í framtíðinni,“ segir Vilborg. Stjórnarmyndunarviðræður framundan Flóknar en áhugaverðar stjórnarmyndunarviðræður gætu verið framundan, en sextán þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Líklegra þykir að demókratarnir semji við IA sem leitt hefur landstjórn Grænlands síðasta kjörtímabil, en flokkarnir tveir gætu myndað eins manns meirihluta. „Þannig það er líklegt að þeir myndu vilja taka þá inn Siumut, jafnaðarmannaflokkinn, eða Atassut,“ segir Vilborg. Demókratarnir fá stjórnarmyndunarumboðið sem stærsti flokkurinn og ljóst að flokkurinn kemur þá inn í stjórn með einhverjar nýjar og breyttar áherslur, jafnvel þótt annar eða báðir núverandi stjórnarflokka gætu tekið þátt í meirihlutanum. „Demókratarnir eru mjög varfærnir í tengslum við sambandið við Danmörku og hafa ekki verið sá flokkur sem hefur verið mest að tala fyrir sjálfstæði strax eða draga mikið úr samskiptum við Danmörku heldur frekar í hina áttina,“ segir Vilborg. Áherslur flokksins svipa kannski einna helst til Viðreisnar í íslenskum samanburði að sögn Vilborgar, frjálslyndur miðju-hægri flokkur, þótt ekki sé um nákvæma hliðstæðu að ræða.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira