Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 11. mars 2025 15:02 Hvað myndi þrjúhundruð manna samfélag gera, ef það fengi 12,5 milljarða króna í sveitarsjóð á örfáum árum? Í viðbót við jarðgöng gegnum fjall, ódýrt rafmagn, vinnu fyrir fimmtán manns og greiðslur til einstakra landeiganda undir mannvirki. Fórnarkostnaðurinn væri risavaxið vindorkuver. Hávaði og skógur grárra mastra þar sem áður var friðsælt útivistarsvæði. Íbúum var létt Norska svarið við þessu fékkst í gær, þegar 70 prósent íbúa í næstminnsta sveitarfélagi Noregs, Modalen í Vestur-Noregi, greiddu atkvæði gegn næststærsta áformaða vindorkuveri Noregs sem þar átti að rísa. Íbúum var létt að lokinni atkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að hver þeirra hafi orðið af fjármunum sem svara 250 milljónum norskra króna. Niðurstaðan er ráðgefandi Orkufyrirtækið Norsk vind bjóst við annarri niðurstöðu, en framhaldið á eftir að koma í ljós, því íbúakosningin er aðeins ráðgefandi. Sveitarstjórn tekur endanlega ákvörðun í apríl. Norsk vind hefur ekki svarað hvort nú verði fallið frá áformunum vegna andstöðunnar, en orkufyrirtækið hefur áður gefið sterklega til kynna að ekki verði farið í framkvæmdirnar gegn vilja íbúa Modalen. Gjafapakkar Við þekkjum flest svipuð samskipti stórfyrirtækja og sveitarfélaga þótt í minni skala séu. Þjórsá þar sem þrætt hefur verið um þrjár virkjanir í byggð í rúma tvo áratugi er ágætis dæmi og nærtækt núna. Þar hefur fyrirtæki í eigu þjóðar veifað almannafé framan í sveitarstjórnir til að liðka fyrir virkjunum árum saman. Ein sveitarstjórn skipti um skoðun yfir nótt eftir að hafa verið heimsótt með gjafir. Brú sem tengir þjóðvegi í tveimur byggðarlögum komst á kortið og ljósleiðari líka. Reiðvegir og brú fyrir hestafólk heilluðu einhverja og landeigendur fá greiðslur þar sem land sekkur undir lón. Ósanngjörn skipting Aldrei náðist samt að kæfa andstöðuna við Þjórsá. Greiðslur koma ólíkt niður og tjónið er mikið á laxi, vatni, undirlendi, samfélagi, lífríki og náttúrufegurð, svo eitthvað sé nefnt. Himinn og haf er á milli þess sem sveitarfélögin fá í sinn hlut, eftir því hvar stöðvarhús og mannvirki lenda, því helstu tekjurnar eru af fasteignagjöldum mannvirkja. Ítrekað hefur verið bent á hve ósanngjarnt þetta er. En svo má líka spyrja sig á því hversu sanngjarnt það er að 300 manns, eða þótt það séu 600, beri ábyrgð á ákvörðun sem varðar heila þjóð og framtíðarkynslóðir. Vanlíðan vegna loforða um ríkidæmi Kona í Modalen sem NRK norska ríkisútvarpið ræddi við í gær sagði áður en hún greiddi atkvæði að sér liði illa með að þurfa að taka ákvörðun um svo stóra og afdrifaríka framkvæmd sem vindorkuverið áætlaða er. Ekki síst af því að Norsk vind hafði lofað íbúunum auðæfum til æviloka. Konan taldi sig þurfa að taka mið af hagsmunum þeirra sem yrðu aðeins fyrir neikvæðum áhrifum af framkvæmdinni. Og svo fór að loforðin um gull og ekki beinlínis græna skóga, heldur gráa vindmylluskóga fóru öfugt ofan í Módælingana sem sögðu stórt NEI. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Hvað myndi þrjúhundruð manna samfélag gera, ef það fengi 12,5 milljarða króna í sveitarsjóð á örfáum árum? Í viðbót við jarðgöng gegnum fjall, ódýrt rafmagn, vinnu fyrir fimmtán manns og greiðslur til einstakra landeiganda undir mannvirki. Fórnarkostnaðurinn væri risavaxið vindorkuver. Hávaði og skógur grárra mastra þar sem áður var friðsælt útivistarsvæði. Íbúum var létt Norska svarið við þessu fékkst í gær, þegar 70 prósent íbúa í næstminnsta sveitarfélagi Noregs, Modalen í Vestur-Noregi, greiddu atkvæði gegn næststærsta áformaða vindorkuveri Noregs sem þar átti að rísa. Íbúum var létt að lokinni atkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að hver þeirra hafi orðið af fjármunum sem svara 250 milljónum norskra króna. Niðurstaðan er ráðgefandi Orkufyrirtækið Norsk vind bjóst við annarri niðurstöðu, en framhaldið á eftir að koma í ljós, því íbúakosningin er aðeins ráðgefandi. Sveitarstjórn tekur endanlega ákvörðun í apríl. Norsk vind hefur ekki svarað hvort nú verði fallið frá áformunum vegna andstöðunnar, en orkufyrirtækið hefur áður gefið sterklega til kynna að ekki verði farið í framkvæmdirnar gegn vilja íbúa Modalen. Gjafapakkar Við þekkjum flest svipuð samskipti stórfyrirtækja og sveitarfélaga þótt í minni skala séu. Þjórsá þar sem þrætt hefur verið um þrjár virkjanir í byggð í rúma tvo áratugi er ágætis dæmi og nærtækt núna. Þar hefur fyrirtæki í eigu þjóðar veifað almannafé framan í sveitarstjórnir til að liðka fyrir virkjunum árum saman. Ein sveitarstjórn skipti um skoðun yfir nótt eftir að hafa verið heimsótt með gjafir. Brú sem tengir þjóðvegi í tveimur byggðarlögum komst á kortið og ljósleiðari líka. Reiðvegir og brú fyrir hestafólk heilluðu einhverja og landeigendur fá greiðslur þar sem land sekkur undir lón. Ósanngjörn skipting Aldrei náðist samt að kæfa andstöðuna við Þjórsá. Greiðslur koma ólíkt niður og tjónið er mikið á laxi, vatni, undirlendi, samfélagi, lífríki og náttúrufegurð, svo eitthvað sé nefnt. Himinn og haf er á milli þess sem sveitarfélögin fá í sinn hlut, eftir því hvar stöðvarhús og mannvirki lenda, því helstu tekjurnar eru af fasteignagjöldum mannvirkja. Ítrekað hefur verið bent á hve ósanngjarnt þetta er. En svo má líka spyrja sig á því hversu sanngjarnt það er að 300 manns, eða þótt það séu 600, beri ábyrgð á ákvörðun sem varðar heila þjóð og framtíðarkynslóðir. Vanlíðan vegna loforða um ríkidæmi Kona í Modalen sem NRK norska ríkisútvarpið ræddi við í gær sagði áður en hún greiddi atkvæði að sér liði illa með að þurfa að taka ákvörðun um svo stóra og afdrifaríka framkvæmd sem vindorkuverið áætlaða er. Ekki síst af því að Norsk vind hafði lofað íbúunum auðæfum til æviloka. Konan taldi sig þurfa að taka mið af hagsmunum þeirra sem yrðu aðeins fyrir neikvæðum áhrifum af framkvæmdinni. Og svo fór að loforðin um gull og ekki beinlínis græna skóga, heldur gráa vindmylluskóga fóru öfugt ofan í Módælingana sem sögðu stórt NEI. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun