Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2025 20:00 Ole Gustav Gjekstad tók við norska kvennalandsliðinu af Þóri Hergeirssyni en það ekki gekk ekki nógu vel í fyrstu leikjunum undir hans stjórn. NTB/Ermindo Armino Ole Gustav Gjekstad, eftirmaður Þóris Hergeirssonar hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, er ekki að byrja vel í nýja starfinu. Hann talaði um það eftir fyrsta æfingamótið undir hans stjórn að allir leikmenn liðsins þyrftu að fara heim og æfa sig í að grípa og senda boltann. Norsku stelpurnar eru ríkjandi Evrópu- og Ólympíumeistarar. Norsku stelpurnar spiluðu sína fyrstu landsleiki undir stjórn Gjekstad um helgina. Liðið tapaði tveimur leikjanna og rétt marði sigri á móti Póllandi. Norska liðið endaði því í þriðja sæti á æfingamótinu á eftir Danmörku og Hollandi. Þórir Hergeirsson gerði norsku stelpurnar að Ólympíumeisturum og Evrópumeisturum á síðasta ári en hætti síðan með liðið eftir fimmtán ára starf sem aðalþjálfari auk þess að hafa verið aðstoðarþjálfari átta ár þar á undan. „Við fengum okkar tækifæri en tæknimistök sáu til þess að við unnum ekki. Allir þurfa að fara heim og æfa sig í því að senda og grípa boltann. Við getum ekki hent frá okkur nítján til tuttugu boltum í leik á þessu getustigi,“ sagði Ole Gustav Gjekstad við TV2. „Við megum ekki gleyma því að við vorum að spila við sterkt hollenskt lið sem er hefur líklega ekki verið betra. Þetta fór líka að líta betur og betur út hjá okkur í síðasta leiknum,“ sagði Gjekstad. Norska liðið tapaði með þremur mörkum á móti Dönum en með tveimur mörkum á móti Hollandi. Norska liðið hefði getað unnið mótið með fjögurra marka sigri á Hollandi í lokaleiknum. Norski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Hann talaði um það eftir fyrsta æfingamótið undir hans stjórn að allir leikmenn liðsins þyrftu að fara heim og æfa sig í að grípa og senda boltann. Norsku stelpurnar eru ríkjandi Evrópu- og Ólympíumeistarar. Norsku stelpurnar spiluðu sína fyrstu landsleiki undir stjórn Gjekstad um helgina. Liðið tapaði tveimur leikjanna og rétt marði sigri á móti Póllandi. Norska liðið endaði því í þriðja sæti á æfingamótinu á eftir Danmörku og Hollandi. Þórir Hergeirsson gerði norsku stelpurnar að Ólympíumeisturum og Evrópumeisturum á síðasta ári en hætti síðan með liðið eftir fimmtán ára starf sem aðalþjálfari auk þess að hafa verið aðstoðarþjálfari átta ár þar á undan. „Við fengum okkar tækifæri en tæknimistök sáu til þess að við unnum ekki. Allir þurfa að fara heim og æfa sig í því að senda og grípa boltann. Við getum ekki hent frá okkur nítján til tuttugu boltum í leik á þessu getustigi,“ sagði Ole Gustav Gjekstad við TV2. „Við megum ekki gleyma því að við vorum að spila við sterkt hollenskt lið sem er hefur líklega ekki verið betra. Þetta fór líka að líta betur og betur út hjá okkur í síðasta leiknum,“ sagði Gjekstad. Norska liðið tapaði með þremur mörkum á móti Dönum en með tveimur mörkum á móti Hollandi. Norska liðið hefði getað unnið mótið með fjögurra marka sigri á Hollandi í lokaleiknum.
Norski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira