„Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2025 12:06 Margrét Sanders segir með ólíkindum hvernig vendingar urðu á lokastigum samingsgerðarinnar. Áhersla hafi verið lögð á samstöðu en á lokastigum stökk nýr borgarstjóri fram og sagðist alltaf hafa staðið með kennurum. Sem þýddi þá að aðrir gerðu það ekki. vísir/vilhelm Margrét Ólöf A. Sanders bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ er verulega ósátt við nýja kjarasamninga kennara og sérstaklega aðkomu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur nýs borgarstjóra að þeim. Heiða Björg gegnir jafnframt embætti formanns Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Margrét var meðal gesta í Sonum Egils á Samstöðinni í gær þar sem sveitarstjórnarmál voru til umræðu. Hún setti á ræðu þar sem hún fór í saumana á samningunum. Ljóst er að samningarnir við kennara setja alla fjárhagsgerð sveitarfélaganna í uppnám og verkalýðsleiðtogar eru ósáttir og telja samningana setja markmið um að ná verðbólgu í uppnám. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi sendi til að mynda frá sér minnisblað í síðustu viku þar sem meðal annars segir: „Áætluð áhrif kjarasamninganna á bæjarsjóð vegna leik- og grunnskólakennara fyrir árið 2025 eru um 1.217 m.kr. eða 470 m.kr. umfram það sem fjárhagsáætlun ársins 2025 kveður á um. Á ársgrundvelli eru hækkanirnar metnar 570 m.kr. og á samningstímabilinu eru áætluð heildaráhrif kr. 1.380 m.kr. að öðru óbreyttu.“ Kennarar fóru ekki í gegnum virðismat Margrét situr í stjórn samtaka sveitarfélaga og ljóst var að hún var örg og ósátt með hvernig hlutirnir þróuðust á lokasprettinum. „Það eru alltaf einhverjir að stíga fram og segja: Við viljum hækka laun kennara. Og þið eruð vonda fólkið, Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn, þið viljið það ekki. Margrét Sanders oddviti Sjálfstæðisflokksins Reykjanesbæ segist ekki skilja þá umræðu sem fór af stað á lokametrum samningsgerðar við kennara. Allt í einu sátu Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn uppi með Svarta-Péturinn.vísir/vilhelm Og ég skil ekki þessa umræðu. Þessi umræða er galin og ég á von á því að þið á Akranesi vitið meira en margur því það hefur ekki komist nægilega til skila hvernig aðdragandinn að þessu var,“ sagði Margrét og vísaði til Valgarðs Lyngdal Jónssonar sem situr beggja vegna borðs sem kennari og forseti bæjarstjórnar Akraness. Valgarð var meðal gesta í Sonum Egils. Margrét sagði þetta spurningu um virðismat, sem allar stéttir sem vinna hjá sveitarfélögum fari í gegnum. „Nema kennarar. Og það voru ekki bara kennarar sem skrifuðu undir 2016 um ákveðna breytingu á launum. Það voru líka fulltrúar hjá BSRB og BHM – háskólamenntaðir.“ Hvaðan koma þessi átta prósent? Margrét sagði að þá hafi verið litið til þeirrar viðurkenningar sem fælist í löngu og dýru háskólanámi. Um þetta hafði verið rætt innan stjórnar sveitarfélaganna, á öllum fundum og allir samstiga. „Stjórnin kom alltaf fram sem ein heild og viðurkenna að kennarar ættu að fá hækkun í gegnum virðismatið.“ Inn í þetta blandast svo að aðrar stéttir höfðu gert ákveðinn samning því við ætlum öll saman að ná niður verðbólgu. „Það er ekkert þannig að einhver eigi að fá meira. Og af hverju erum við að tala um kennarana? Því þeir áttu eftir að fara í gegnum starfsmatið. Heiða Björg Hilmisdóttir nýr borgarstjóri og formaður Samtaka sveitarfélaga. Öll spjót standa nú á Heiðu en hún hefur ekki látið ná í sig í nokkra daga.vísir/vilhelm Menn verða að standa við samkomulag. Það sem sat í stjórninni var að kennarar vildu bara árssamning. Allir aðrir eru til 2028. Áttum við að fara að samþykkja 6 prósent og árssamning? Síðan kemur sáttasemjari með sex prósent inn á virðismatið, sem yrði ekki tekið í burtu og árs samning. Þetta sat í okkur en við ákváðum að samþykkja. Kennarar höfnuðu þeim samningi og vildu meira. Ekki endilega af því að kennarar voru að hafna því heldur af því að það kom einhver frá ríkinu og fór að tala um átta prósent. Það hefur ekki enn búið að gera upp hvaðan kom það?“ Vísir náði ekki í Margréti til að inna hana nánar eftir því hvað hún telur að hafi átt sér stað. Ljóst er að hún vísar til tillögu sáttasemjara í janúar sem kennarar höfnuðu. Einelti gegn sveitarstjórnarfólki Margrét segir að allir hafi verið sammála um þessi sex prósent og að kennarar ættu þau inni. En svo verður þessi viðsnúningur. Þegar það kom upp urðu einkennilegar vendingar að mati Margrétar. „Þegar þetta kom upp fór ég ekki, birti myndir spurði: Hverju svaraðir þú? Finnst ykkur eðlilegt eineltið sem við í stjórninni urðum fyrir sem vorum búin að samþykkja þessa hækkun? Galið hvernig stigið var fram gagnvart stjórnarmönnum. Af hverju var það? Valgarður Lyngdal Jónsson segir að sérkennileg atburðarrás hafi átt sér stað á síðustu metrunum og hann sé ekki stoltur af því hvernig hans stéttarfélag, Kennarasambandið sem fram til þess tíma hafði ekki stigið feilspor í PR-málum, setti upp píluskotskífu og vildi líma andlit fólks þar á. Hann hefur ekki smekk fyrir slíku.vísir/arnar Vegna þess að stjórnin hitti síðan sáttasemjara og voru komin upp í átta prósent. Við viljum allaveganna hafa eitthvað í hendi. Það voru aðrir búnir að gera samninga sem sneru að því að ná niður verðbólgu.“ Margrét segist hafa mótmælt einu og öðru sem gamall kennari en þá hafi alltaf verið talað um mikilvægi samstöðunnar. „Átta prósent ganga ekkert upp gagnvart öðrum á vinnumarkaði. Við sáum bara í fréttum og svo kemur í fréttum að borgarstjóri stendur upp og kallar: Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur! Vorum við hin ekki með kennurunum? Hvað var þetta?“ Margrét segir að þarna hafi komið upp sérkennilegur misskilningur. „Og allt í einu sátum við uppi með Svarta-Pétur. Við í einhverri pólitík og ég vissi ekki hvaða pólitík það átti að vera. Þetta var innágreiðsla og allir í sama liðinu, við verðum að vera þar. Þetta er skrítin og óþægileg umræða.“ Að setja andlit fólks á píluskotskífu Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraness, sem einnig var gestur þáttarins, tók undir þetta og sagði að skrítin atburðarás hafi orðið undir lok deilunnar, frá því að sáttasemjari leggur fram sína innanhússtillögu og þar til samið var rétt fyrir helgi. „Þá samþykkja kennarar innanhústillögu sáttasemjara, stjórn sambandsins hafnar henni. Ég hafði ekki smekk fyrir þessu nafnakalli sem þá fór af stað. Reyna að setja andlit fólks á píluskotskífur og eitthvað svoleiðis. Af hendi minna kollega, stéttarfélags, mér fannst það ekki smart því allan tímann fram að því höfðu kennarar staðið sig miklu betur í PR-dæmi í kringum þessa deilu en sambandið.“ Valgarður segir að ekki hafi staðið steinn yfir steini í kynningar- og fjölmiðlamálum sambandsins alla deiluna miðað við hversu öflugt kennarasambandið kom fram. „Fjárfestum í kennurum! Þeir unnu PR-stríðið í þessari deilu fram að þessu. Þarna var gengið of langt að ætla að kalla fram einn og einn einstakling og setja andlitið á honum á píluskotskífu.“ Sveitarstjórnarmál Kennaraverkfall 2024-25 Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. 10. mars 2025 12:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Margrét var meðal gesta í Sonum Egils á Samstöðinni í gær þar sem sveitarstjórnarmál voru til umræðu. Hún setti á ræðu þar sem hún fór í saumana á samningunum. Ljóst er að samningarnir við kennara setja alla fjárhagsgerð sveitarfélaganna í uppnám og verkalýðsleiðtogar eru ósáttir og telja samningana setja markmið um að ná verðbólgu í uppnám. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi sendi til að mynda frá sér minnisblað í síðustu viku þar sem meðal annars segir: „Áætluð áhrif kjarasamninganna á bæjarsjóð vegna leik- og grunnskólakennara fyrir árið 2025 eru um 1.217 m.kr. eða 470 m.kr. umfram það sem fjárhagsáætlun ársins 2025 kveður á um. Á ársgrundvelli eru hækkanirnar metnar 570 m.kr. og á samningstímabilinu eru áætluð heildaráhrif kr. 1.380 m.kr. að öðru óbreyttu.“ Kennarar fóru ekki í gegnum virðismat Margrét situr í stjórn samtaka sveitarfélaga og ljóst var að hún var örg og ósátt með hvernig hlutirnir þróuðust á lokasprettinum. „Það eru alltaf einhverjir að stíga fram og segja: Við viljum hækka laun kennara. Og þið eruð vonda fólkið, Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn, þið viljið það ekki. Margrét Sanders oddviti Sjálfstæðisflokksins Reykjanesbæ segist ekki skilja þá umræðu sem fór af stað á lokametrum samningsgerðar við kennara. Allt í einu sátu Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn uppi með Svarta-Péturinn.vísir/vilhelm Og ég skil ekki þessa umræðu. Þessi umræða er galin og ég á von á því að þið á Akranesi vitið meira en margur því það hefur ekki komist nægilega til skila hvernig aðdragandinn að þessu var,“ sagði Margrét og vísaði til Valgarðs Lyngdal Jónssonar sem situr beggja vegna borðs sem kennari og forseti bæjarstjórnar Akraness. Valgarð var meðal gesta í Sonum Egils. Margrét sagði þetta spurningu um virðismat, sem allar stéttir sem vinna hjá sveitarfélögum fari í gegnum. „Nema kennarar. Og það voru ekki bara kennarar sem skrifuðu undir 2016 um ákveðna breytingu á launum. Það voru líka fulltrúar hjá BSRB og BHM – háskólamenntaðir.“ Hvaðan koma þessi átta prósent? Margrét sagði að þá hafi verið litið til þeirrar viðurkenningar sem fælist í löngu og dýru háskólanámi. Um þetta hafði verið rætt innan stjórnar sveitarfélaganna, á öllum fundum og allir samstiga. „Stjórnin kom alltaf fram sem ein heild og viðurkenna að kennarar ættu að fá hækkun í gegnum virðismatið.“ Inn í þetta blandast svo að aðrar stéttir höfðu gert ákveðinn samning því við ætlum öll saman að ná niður verðbólgu. „Það er ekkert þannig að einhver eigi að fá meira. Og af hverju erum við að tala um kennarana? Því þeir áttu eftir að fara í gegnum starfsmatið. Heiða Björg Hilmisdóttir nýr borgarstjóri og formaður Samtaka sveitarfélaga. Öll spjót standa nú á Heiðu en hún hefur ekki látið ná í sig í nokkra daga.vísir/vilhelm Menn verða að standa við samkomulag. Það sem sat í stjórninni var að kennarar vildu bara árssamning. Allir aðrir eru til 2028. Áttum við að fara að samþykkja 6 prósent og árssamning? Síðan kemur sáttasemjari með sex prósent inn á virðismatið, sem yrði ekki tekið í burtu og árs samning. Þetta sat í okkur en við ákváðum að samþykkja. Kennarar höfnuðu þeim samningi og vildu meira. Ekki endilega af því að kennarar voru að hafna því heldur af því að það kom einhver frá ríkinu og fór að tala um átta prósent. Það hefur ekki enn búið að gera upp hvaðan kom það?“ Vísir náði ekki í Margréti til að inna hana nánar eftir því hvað hún telur að hafi átt sér stað. Ljóst er að hún vísar til tillögu sáttasemjara í janúar sem kennarar höfnuðu. Einelti gegn sveitarstjórnarfólki Margrét segir að allir hafi verið sammála um þessi sex prósent og að kennarar ættu þau inni. En svo verður þessi viðsnúningur. Þegar það kom upp urðu einkennilegar vendingar að mati Margrétar. „Þegar þetta kom upp fór ég ekki, birti myndir spurði: Hverju svaraðir þú? Finnst ykkur eðlilegt eineltið sem við í stjórninni urðum fyrir sem vorum búin að samþykkja þessa hækkun? Galið hvernig stigið var fram gagnvart stjórnarmönnum. Af hverju var það? Valgarður Lyngdal Jónsson segir að sérkennileg atburðarrás hafi átt sér stað á síðustu metrunum og hann sé ekki stoltur af því hvernig hans stéttarfélag, Kennarasambandið sem fram til þess tíma hafði ekki stigið feilspor í PR-málum, setti upp píluskotskífu og vildi líma andlit fólks þar á. Hann hefur ekki smekk fyrir slíku.vísir/arnar Vegna þess að stjórnin hitti síðan sáttasemjara og voru komin upp í átta prósent. Við viljum allaveganna hafa eitthvað í hendi. Það voru aðrir búnir að gera samninga sem sneru að því að ná niður verðbólgu.“ Margrét segist hafa mótmælt einu og öðru sem gamall kennari en þá hafi alltaf verið talað um mikilvægi samstöðunnar. „Átta prósent ganga ekkert upp gagnvart öðrum á vinnumarkaði. Við sáum bara í fréttum og svo kemur í fréttum að borgarstjóri stendur upp og kallar: Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur! Vorum við hin ekki með kennurunum? Hvað var þetta?“ Margrét segir að þarna hafi komið upp sérkennilegur misskilningur. „Og allt í einu sátum við uppi með Svarta-Pétur. Við í einhverri pólitík og ég vissi ekki hvaða pólitík það átti að vera. Þetta var innágreiðsla og allir í sama liðinu, við verðum að vera þar. Þetta er skrítin og óþægileg umræða.“ Að setja andlit fólks á píluskotskífu Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraness, sem einnig var gestur þáttarins, tók undir þetta og sagði að skrítin atburðarás hafi orðið undir lok deilunnar, frá því að sáttasemjari leggur fram sína innanhússtillögu og þar til samið var rétt fyrir helgi. „Þá samþykkja kennarar innanhústillögu sáttasemjara, stjórn sambandsins hafnar henni. Ég hafði ekki smekk fyrir þessu nafnakalli sem þá fór af stað. Reyna að setja andlit fólks á píluskotskífur og eitthvað svoleiðis. Af hendi minna kollega, stéttarfélags, mér fannst það ekki smart því allan tímann fram að því höfðu kennarar staðið sig miklu betur í PR-dæmi í kringum þessa deilu en sambandið.“ Valgarður segir að ekki hafi staðið steinn yfir steini í kynningar- og fjölmiðlamálum sambandsins alla deiluna miðað við hversu öflugt kennarasambandið kom fram. „Fjárfestum í kennurum! Þeir unnu PR-stríðið í þessari deilu fram að þessu. Þarna var gengið of langt að ætla að kalla fram einn og einn einstakling og setja andlitið á honum á píluskotskífu.“
Sveitarstjórnarmál Kennaraverkfall 2024-25 Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. 10. mars 2025 12:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. 10. mars 2025 12:15