Hundur í hjólastól í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2025 20:06 Anika Lind Olsen Halldórsdóttir með hvolpinn Arlos, sem fer meðal annars ferða sinna í sérstökum hundahjólastól. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Arlo í Suðurnesjabæ lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fæðst með engar framlappir. Arlo notar hjólastól til að komast leiða sinnar eða hleypur um á afturlöppunum á heimili sínu. „Lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um“, segir eigandinn. Hundurinn á heima í Sandgerði með fjölskyldu sinni og það er dekrað við hann alla daga. Já, hér erum við að tala um 16 vikna Chihuahua hundinn Arlo, sem er ekki með neinar framlappir því þannig fæddist hann. Eigendunum var ráðlagt af dýralækni að lóga honum strax en þau neituðu og sjá ekki eftir því enda Arlo glaðvær og skemmtilegur hundur þrátt fyrir fötlun sína. „Hann er kraftaverk, algjört, rosalega duglegur, hann er fljótur að læra eins og að hlaupa um, hoppa og bjarga sér. Bróðir hans fæðist fyrst, alveg heill. Svo kemur hann enn þá alveg í pokanum og ég tek ekki eftir neinu strax og ég slít pokann og svo fer ég að athuga hvort þetta sé strákur eða stelpa og þá sé bara að það vantar framlappir á hann og ég fæ náttúrulega bara ákveðið sjokk,” segir Anika Lind Olsen Halldórsdóttir, eigandi hvolpsins. Arlo komst strax á spena hjá mömmu sinni og hefur þroskast vel og er með lífsglaðari hundum, sem Anika hefur kynnst en sjö hundar eru á heimilinu. Arlo hefur mjög gaman af því að fara í hjólastólinn og ýta sér áfram á honum en hann er helst notaður þegar fjölskyldan fer í ferðalög því Arlo hefur fljótur að þreytast og þá er gott að geta gripið í stólinn. Arlo er mjög duglegur að ferðast um í hjólastólnum sínum.Aðsend Og hann getur í rauninni gert allt eins og aðrir hundar eða hvað? „Já, já, hann fer sjálfur og borðar, reyndar þurfum við upphækkaðan matardall fyrir hann. Hann já hleypur um allt, reynir að hoppa upp í sófa til okkar og svo framvegis,” segir Anika. Hvernig sérðu framtíðina hjá honum? „Mjög góða. Ég held að hann eigi eftir að verða alveg algjör karakter og ég hugsa einmitt að hann yrði flottur hundur til að fara á elliheimilin í heimsóknir og þess háttar. Ég held að þetta sé lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um enda er ég mjög ánægð að hafa ekki lógað honum”, segir Anika Lind. Arlo fæddist með engar framlappir eins og sjá má á myndinni, en lætur það þó ekki stöðva sig enda mjög lífsglaður og kátur 16 vikna hvolpur í Sandgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Hundurinn á heima í Sandgerði með fjölskyldu sinni og það er dekrað við hann alla daga. Já, hér erum við að tala um 16 vikna Chihuahua hundinn Arlo, sem er ekki með neinar framlappir því þannig fæddist hann. Eigendunum var ráðlagt af dýralækni að lóga honum strax en þau neituðu og sjá ekki eftir því enda Arlo glaðvær og skemmtilegur hundur þrátt fyrir fötlun sína. „Hann er kraftaverk, algjört, rosalega duglegur, hann er fljótur að læra eins og að hlaupa um, hoppa og bjarga sér. Bróðir hans fæðist fyrst, alveg heill. Svo kemur hann enn þá alveg í pokanum og ég tek ekki eftir neinu strax og ég slít pokann og svo fer ég að athuga hvort þetta sé strákur eða stelpa og þá sé bara að það vantar framlappir á hann og ég fæ náttúrulega bara ákveðið sjokk,” segir Anika Lind Olsen Halldórsdóttir, eigandi hvolpsins. Arlo komst strax á spena hjá mömmu sinni og hefur þroskast vel og er með lífsglaðari hundum, sem Anika hefur kynnst en sjö hundar eru á heimilinu. Arlo hefur mjög gaman af því að fara í hjólastólinn og ýta sér áfram á honum en hann er helst notaður þegar fjölskyldan fer í ferðalög því Arlo hefur fljótur að þreytast og þá er gott að geta gripið í stólinn. Arlo er mjög duglegur að ferðast um í hjólastólnum sínum.Aðsend Og hann getur í rauninni gert allt eins og aðrir hundar eða hvað? „Já, já, hann fer sjálfur og borðar, reyndar þurfum við upphækkaðan matardall fyrir hann. Hann já hleypur um allt, reynir að hoppa upp í sófa til okkar og svo framvegis,” segir Anika. Hvernig sérðu framtíðina hjá honum? „Mjög góða. Ég held að hann eigi eftir að verða alveg algjör karakter og ég hugsa einmitt að hann yrði flottur hundur til að fara á elliheimilin í heimsóknir og þess háttar. Ég held að þetta sé lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um enda er ég mjög ánægð að hafa ekki lógað honum”, segir Anika Lind. Arlo fæddist með engar framlappir eins og sjá má á myndinni, en lætur það þó ekki stöðva sig enda mjög lífsglaður og kátur 16 vikna hvolpur í Sandgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira