„Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 17:08 Það hefur lengi loðað við Gísla Martein að hann sé unglegur og fólk jafnvel reynt að nýta þann eiginleika til að gera lítið úr fjölmiðlamanninum. Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ er hægt að fylgjast með aldri fjölmiðlamannsins í rauntíma. Eigandi og forritari síðunnar segir hana hafa komið til vegna þjóðarþráhyggju Íslendinga að býsnast yfir unglegu útliti Gísla. Þorri Líndal Guðnason, Skagamaður og altmuligtmand, hafði lengi velt því fyrir sér hvað unglegi fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson væri í raun og veru gamall. Þrátt fyrir tímans tönn virtist Gísli ósnortinn af árunum og vegna þessa hljómaði ein spurning í stofum landsmanna hvern föstudag: „Hversu gamall er Gísli Marteinn Baldursson?“ Fjölmiðlamaðurinn virtist ekki hafa breyst neitt í fimmtán ár nema hvað varðaði litinn á gleraugunum. Til að seðja þessa sameiginlegu forvitni landsmann bjó Þorri til rauntímaskrá yfir aldur Gísla Marteins sem uppfærist niður í millisekúndur. Fólk sem stillir sig inn á Vikuna getur nú farið inn á hegmg.org og haft aldur þáttastjórnandans við höndina meðan það horfir. Fréttastofa bjallaði í Þorra til að forvitnast um tilkomu síðunnar. Skjáskot af síðunni frá því fyrr í dag. Hafði samband við Gísla sjálfan „Hugmyndin var búin að vera í kollinum í smá tíma bara af því ég var alltaf að velta þessu fyrir mér sjálfur,“ segir Þorri um aðdragandann að gerð síðunna. Hann hafi ætlað að rifja upp forritun og vefsíðugerð og ákveðið að gera það með því að ráðast í að gera vefsíðu um aldur Gísla Marteins. Lénið hafi verið ódýrt og auðvelt að búa síðan til. Þorri Líndal hafði lengi velt fyrir sér aldri Gísla Marteins. „Þetta tekur ekki langan tíma, brýtur upp hversdagsleikann hjá fólki og gleður fólk. Það er aðalmálið,“ segir hann. Hvernig fannstu nákvæma tímasetningu fæðingarinnar? „Ég sendi honum skilaboð og bað hann auðmjúkur um að gefa nákvæmar upplýsingar um klukkan hvað hann fæddist, ekki fyrir mig heldur fyrir fólkið í landinu, undir yfirskriftinni að það væri til að halda upp á afmælið hans almennilega,“ segir Þorri. Gísli hafi ekki séð skilaboðin svo Þorri setti vefsíðuna í loftið og greindi frá fréttunum á Facebook-síðu sinni. „Gísli endaði á að kommenta á póstinn á Facebook og sagði þar nákvæma tímasetningu,“ segir Þorri. Hann hafi í kjölfarið uppfært vefsíðuna með nákvæmri tímasetningunni. Aldur í Stuðmannamyndum og Rottweiler-lögum Á síðunni getur fólk fylgst með aldri Gísla Marteins í rauntíma alveg niður í millísekúndu. En það getur líka fylgst með aldri hans með annars konar mælitækjum. „Þetta var uppfært með öðrum mælieiningum, hversu oft þú getur horft á Með allt á hreinu eða hlustað á ,XXX Rottweilerhunda'. Svo koma örugglega einhverjar fleiri mælieiningar í framtíðinni,“ segir Þorri. Samanburður á mælieiningunum þremur. Hvers vegna Með allt á hreinu og Rottweilerhundar? „Ég man það ekki alveg. Mig minnir að hann hafi einhvern tímann sagt það vera uppáhalds myndina hans,“ segir hann. Og var Gísli sáttur með þetta? „Ég vonaði innilega að hann myndi ekki taka þessu sem einhverju hæðnisverki og hann virðist ekki hafa gert það,“ segir Þorri. Grín og gaman Tækni Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
Þorri Líndal Guðnason, Skagamaður og altmuligtmand, hafði lengi velt því fyrir sér hvað unglegi fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson væri í raun og veru gamall. Þrátt fyrir tímans tönn virtist Gísli ósnortinn af árunum og vegna þessa hljómaði ein spurning í stofum landsmanna hvern föstudag: „Hversu gamall er Gísli Marteinn Baldursson?“ Fjölmiðlamaðurinn virtist ekki hafa breyst neitt í fimmtán ár nema hvað varðaði litinn á gleraugunum. Til að seðja þessa sameiginlegu forvitni landsmann bjó Þorri til rauntímaskrá yfir aldur Gísla Marteins sem uppfærist niður í millisekúndur. Fólk sem stillir sig inn á Vikuna getur nú farið inn á hegmg.org og haft aldur þáttastjórnandans við höndina meðan það horfir. Fréttastofa bjallaði í Þorra til að forvitnast um tilkomu síðunnar. Skjáskot af síðunni frá því fyrr í dag. Hafði samband við Gísla sjálfan „Hugmyndin var búin að vera í kollinum í smá tíma bara af því ég var alltaf að velta þessu fyrir mér sjálfur,“ segir Þorri um aðdragandann að gerð síðunna. Hann hafi ætlað að rifja upp forritun og vefsíðugerð og ákveðið að gera það með því að ráðast í að gera vefsíðu um aldur Gísla Marteins. Lénið hafi verið ódýrt og auðvelt að búa síðan til. Þorri Líndal hafði lengi velt fyrir sér aldri Gísla Marteins. „Þetta tekur ekki langan tíma, brýtur upp hversdagsleikann hjá fólki og gleður fólk. Það er aðalmálið,“ segir hann. Hvernig fannstu nákvæma tímasetningu fæðingarinnar? „Ég sendi honum skilaboð og bað hann auðmjúkur um að gefa nákvæmar upplýsingar um klukkan hvað hann fæddist, ekki fyrir mig heldur fyrir fólkið í landinu, undir yfirskriftinni að það væri til að halda upp á afmælið hans almennilega,“ segir Þorri. Gísli hafi ekki séð skilaboðin svo Þorri setti vefsíðuna í loftið og greindi frá fréttunum á Facebook-síðu sinni. „Gísli endaði á að kommenta á póstinn á Facebook og sagði þar nákvæma tímasetningu,“ segir Þorri. Hann hafi í kjölfarið uppfært vefsíðuna með nákvæmri tímasetningunni. Aldur í Stuðmannamyndum og Rottweiler-lögum Á síðunni getur fólk fylgst með aldri Gísla Marteins í rauntíma alveg niður í millísekúndu. En það getur líka fylgst með aldri hans með annars konar mælitækjum. „Þetta var uppfært með öðrum mælieiningum, hversu oft þú getur horft á Með allt á hreinu eða hlustað á ,XXX Rottweilerhunda'. Svo koma örugglega einhverjar fleiri mælieiningar í framtíðinni,“ segir Þorri. Samanburður á mælieiningunum þremur. Hvers vegna Með allt á hreinu og Rottweilerhundar? „Ég man það ekki alveg. Mig minnir að hann hafi einhvern tímann sagt það vera uppáhalds myndina hans,“ segir hann. Og var Gísli sáttur með þetta? „Ég vonaði innilega að hann myndi ekki taka þessu sem einhverju hæðnisverki og hann virðist ekki hafa gert það,“ segir Þorri.
Grín og gaman Tækni Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira