Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 09:31 Heimir Hallgrímsson er á leið í Þjóðadeildarumspil gegn Búlgaríu síðar í þessum mánuði. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Heimir Hallgrímsson var gestur í hinum vinsæla spjallþætti Late Late Show í írska sjónvarpinu í gærkvöld og svaraði þar fyrir sig eftir harkalega gagnrýni Stephen Bradley, þjálfara írska liðsins Shamrock Rovers. Heimir var í þættinum spurður út í mál sem á uppruna sinn í ummælum Eyjamannsins, sem nú þjálfar karlalandsliðs Íra, frá því í desember. Shamrock Rovers upplifði svipað ævintýri og Víkingur Reykjavík (eftir að hafa reyndar unnið einvígi liðanna síðasta sumar í undankeppni Meistaradeildar) og komst áfram úr deildakeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Við það tilefni mun Heimir hafa sagt að vonandi yrði frammistaðan til þess að leikmenn Shamrock, sem til greina koma í írska landsliðið, fengju tækifæri í sterkari deild en þeirri írsku. Sakaður um „ótrúlega vanvirðingu“ Þetta fór alveg öfugt ofan í Bradley, þjálfara Shamrock, sem beið reyndar í tvo mánuði með að tjá sig en sagði í síðasta mánuði: „Við erum með landsliðsþjálfara sem er að segja mínum leikmönnum að fara svo að þeir eigi meiri möguleika á að spila fyrir Írland. Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley þá og taldi með ólíkindum að írskir blaðamenn skyldu ekki gera meira úr málinu. ‘I didn’t say that’ – Heimir Hallgrimsson responds to claims he encouraged Irish players to play in overseas leagues https://t.co/0kJD4gHhye— Irish Independent Sport (@IndoSport) March 8, 2025 En Heimir var sem sagt loks spurður út í málið í The Late Late Show í gær, þætti sem sýndur er á hverju föstudagskvöldi og hefur verið sýndur frá árinu 1962. Hann var þar gestur sem og fleiri Íslendingar því fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem saknað hefur verið síðan hann hvarf í Dublin í febrúar 2019, var einnig í þættinum. „Við erum nú með tvo leikmenn úr Shamrock Rovers á listanum yfir þá leikmenn sem við ætlum að velja í komandi leiki við Búlgaríu, svo ég væri í mótsögn við sjálfan mig ef ég segði að menn þyrftu að vera að spila í annarri deild,“ sagði Heimir. Late Late debuts for our Head Coaches 😁👏#latelate pic.twitter.com/qVVho5SDJj— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) March 7, 2025 „Írska deildin er að taka miklum framförum. Það sem Shamrock Rovers gerði hefur haft jákvæð áhrif. Áhuginn eykst. Leikmenn og þjálfarar fá meiri athygli. Við verðum auðvitað að halda áfram að bæta okkur og vegna Brexit þá munu fleiri leikmenn halda kyrru fyrir og menn munu fá sína fyrstu landsleiki,“ sagði Heimir. Svona voru ummælin Ummæli Heimis sem Bradley var svo óánægður með, frá því í desember, snerust um það að írska deildin er sumardeild líkt og sú íslenska. Því er ekki verið að spila í henni í aðdraganda Þjóðadeildarumspilsins í þessum mánuði. Heimir sagði í desember: „Það væri auðveldara að velja þá ef þeir væru að spila reglulega áður en landsliðið kemur saman en ég er viss um að það er fullt af liðum í Evrópu að fylgjast með þeim og hugsa: Hverjir eru þessir náungar sem hafa náð svona langt og staðið sig svona vel í keppninni? Það er því eflaust verið að fylgjast vel með þessum leikmönnum svo að vonandi fá þeir breytingu á sínum ferli út frá þessum árangri.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Heimir var í þættinum spurður út í mál sem á uppruna sinn í ummælum Eyjamannsins, sem nú þjálfar karlalandsliðs Íra, frá því í desember. Shamrock Rovers upplifði svipað ævintýri og Víkingur Reykjavík (eftir að hafa reyndar unnið einvígi liðanna síðasta sumar í undankeppni Meistaradeildar) og komst áfram úr deildakeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Við það tilefni mun Heimir hafa sagt að vonandi yrði frammistaðan til þess að leikmenn Shamrock, sem til greina koma í írska landsliðið, fengju tækifæri í sterkari deild en þeirri írsku. Sakaður um „ótrúlega vanvirðingu“ Þetta fór alveg öfugt ofan í Bradley, þjálfara Shamrock, sem beið reyndar í tvo mánuði með að tjá sig en sagði í síðasta mánuði: „Við erum með landsliðsþjálfara sem er að segja mínum leikmönnum að fara svo að þeir eigi meiri möguleika á að spila fyrir Írland. Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley þá og taldi með ólíkindum að írskir blaðamenn skyldu ekki gera meira úr málinu. ‘I didn’t say that’ – Heimir Hallgrimsson responds to claims he encouraged Irish players to play in overseas leagues https://t.co/0kJD4gHhye— Irish Independent Sport (@IndoSport) March 8, 2025 En Heimir var sem sagt loks spurður út í málið í The Late Late Show í gær, þætti sem sýndur er á hverju föstudagskvöldi og hefur verið sýndur frá árinu 1962. Hann var þar gestur sem og fleiri Íslendingar því fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem saknað hefur verið síðan hann hvarf í Dublin í febrúar 2019, var einnig í þættinum. „Við erum nú með tvo leikmenn úr Shamrock Rovers á listanum yfir þá leikmenn sem við ætlum að velja í komandi leiki við Búlgaríu, svo ég væri í mótsögn við sjálfan mig ef ég segði að menn þyrftu að vera að spila í annarri deild,“ sagði Heimir. Late Late debuts for our Head Coaches 😁👏#latelate pic.twitter.com/qVVho5SDJj— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) March 7, 2025 „Írska deildin er að taka miklum framförum. Það sem Shamrock Rovers gerði hefur haft jákvæð áhrif. Áhuginn eykst. Leikmenn og þjálfarar fá meiri athygli. Við verðum auðvitað að halda áfram að bæta okkur og vegna Brexit þá munu fleiri leikmenn halda kyrru fyrir og menn munu fá sína fyrstu landsleiki,“ sagði Heimir. Svona voru ummælin Ummæli Heimis sem Bradley var svo óánægður með, frá því í desember, snerust um það að írska deildin er sumardeild líkt og sú íslenska. Því er ekki verið að spila í henni í aðdraganda Þjóðadeildarumspilsins í þessum mánuði. Heimir sagði í desember: „Það væri auðveldara að velja þá ef þeir væru að spila reglulega áður en landsliðið kemur saman en ég er viss um að það er fullt af liðum í Evrópu að fylgjast með þeim og hugsa: Hverjir eru þessir náungar sem hafa náð svona langt og staðið sig svona vel í keppninni? Það er því eflaust verið að fylgjast vel með þessum leikmönnum svo að vonandi fá þeir breytingu á sínum ferli út frá þessum árangri.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira