„Náðum í gildin okkar aftur varnarlega“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. mars 2025 22:10 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, talar við liðið sitt í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan valtaði yfir Álftanes 116-76. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að vera kominn aftur á sigurbraut. „Við náðum í gildin okkar aftur varnarlega og þar af leiðandi fór það inn í sóknina. Það er gulls ígildi þegar Ægir [Þór Steinarsson] getur sprett en ekki verið á 60-70 prósent hraða. Það breytir miklu fyrir okkur sem sýndi sig í kvöld,“ sagði Baldur Þór í viðtali eftir leik. Ægir fór á kostum í kvöld og er að mati Baldurs kominn í sitt besta form en hann hefur verið að spila í gegnum meiðsli. „Hann er búinn að vera að brasa með beinmar í fætinum og vesen. Hann hefur verið að taka verkjatöflur og spila. Það er mjög mismunandi hvort við höfum verið að fá svona Ægi eða einhvern sem er illt. Það skiptir okkur miklu máli þar sem hann er leiðtoginn og ég vil spila með orku, pressa allan völlinn og það er leikstíll sem ég sæki í. Hann gerir það og er frábær í því þannig að það var frábært að hafa fengið svona frammistöðu.“ Stjarnan sýndi mikla yfirburði í kvöld og stakk snemma af. Baldur var ánægður með hvernig hans lið fann taktinn í öðrum leikhluta og leit aldrei um öxl eftir það. „Við fengum góða hittni og varnarleikurinn skilaði sér í sóknarleik þar sem menn hittu úr opnum skotum og gerðu vel. Við þurfum að vera einbeittir áfram og mæta með ákefð.“ Ákefðin í vörn Stjörnunnar var mikil sem varð til þess að Álftnesingar töpuðu tuttugu og fjórum boltum. „Einbeitingin var góð í boltapressu á fullum velli og þeir voru í vandræðum með að koma boltanum inn. Þetta er eitthvað sem við þurfum að halda í áfram,“ sagði Baldur að lokum. Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Sjá meira
„Við náðum í gildin okkar aftur varnarlega og þar af leiðandi fór það inn í sóknina. Það er gulls ígildi þegar Ægir [Þór Steinarsson] getur sprett en ekki verið á 60-70 prósent hraða. Það breytir miklu fyrir okkur sem sýndi sig í kvöld,“ sagði Baldur Þór í viðtali eftir leik. Ægir fór á kostum í kvöld og er að mati Baldurs kominn í sitt besta form en hann hefur verið að spila í gegnum meiðsli. „Hann er búinn að vera að brasa með beinmar í fætinum og vesen. Hann hefur verið að taka verkjatöflur og spila. Það er mjög mismunandi hvort við höfum verið að fá svona Ægi eða einhvern sem er illt. Það skiptir okkur miklu máli þar sem hann er leiðtoginn og ég vil spila með orku, pressa allan völlinn og það er leikstíll sem ég sæki í. Hann gerir það og er frábær í því þannig að það var frábært að hafa fengið svona frammistöðu.“ Stjarnan sýndi mikla yfirburði í kvöld og stakk snemma af. Baldur var ánægður með hvernig hans lið fann taktinn í öðrum leikhluta og leit aldrei um öxl eftir það. „Við fengum góða hittni og varnarleikurinn skilaði sér í sóknarleik þar sem menn hittu úr opnum skotum og gerðu vel. Við þurfum að vera einbeittir áfram og mæta með ákefð.“ Ákefðin í vörn Stjörnunnar var mikil sem varð til þess að Álftnesingar töpuðu tuttugu og fjórum boltum. „Einbeitingin var góð í boltapressu á fullum velli og þeir voru í vandræðum með að koma boltanum inn. Þetta er eitthvað sem við þurfum að halda í áfram,“ sagði Baldur að lokum.
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Sjá meira