Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. mars 2025 19:56 Hrafn Splidt Þorvaldsson og félagar hans í SUF hafa hrint af stað söfnun fyrir Ragnar Þór Ingólfsson. Tiktok/Vísir/Vilhelm Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) hefur hrint af stað söfnun til að stækka neyðarsjóð Ragnars Þórs Ingólfssonar, þingmanns Flokks fólksins og fyrrverandi formanns VR. Í síðustu viku var greint frá því að Ragnar Þór hefði fengið greidd sex mánaða biðlaun og uppsafnað orlof frá VR í formi 10,2 milljóna króna eingreiðslu eftir að hann lét af störfum hjá verkalýðsfélaginu. Sjá einnig: Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hann sagði framlínufólk verkalýðsbaráttunnar oft eiga erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin og að milljónirnar færu í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Ákvörðun Ragnars var gagnrýnd af fólki úr ýmsum áttum, þar á meðal af öllum fjórum frambjóðendum til formanns VR og hluta af núverandi stjórn verkalýðsfélagsins. Einn hópur sem fagnar ákvörðun Ragnars eru ungir Framsóknarmenn sem birta ansi háðskt myndband um málið á TikTok. @ungframsokn Hjálpum Ragnari 😭 ♬ original sound - UngFramsókn Kjörnir fulltrúar eigi að njóta forgangs Hrafn Splidt Þorvaldsson, stjórnarmaður í SUF, rekur í myndbandinu stuttlega biðlaunagreiðsluna sem Ragnar fékk og segir Unga Framsóknarmenn spyrja sig hvort milljónirnar tíu sé nóg. „Síðan Ragnar Þór varð formaður VR árið 2017 hefur hann þurft að lifa á aðeins 1,3 milljónum á mánuði. Næstu fjögur árin má búast við 1,6 milljónum á mánuði sem þingmaður en hvað svo?“ segir Hrafn í myndbandinu. Hrafn rifjar upp í myndbandinu þegar Ragnar gagnrýndi að Gunnar Páll Pálsson skyldi fá sjö milljón króna starfslokasamning frá VR árið 2009 og sagði stéttarfélagið þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun vegna þess. „En þetta er bara þvæla og ætti Ragnar Þór algjörlega að hunsa það sem Ragnar Þór sagði 2009. Enda eigi kjörnar fulltrúar að njóta forgangs,“ segir Hrafn. Stjórnunarstéttin eigi erfitt Ungir Framsóknarmenn hafi í anda þess og í anda þverpólitískrar samstöðu ákveðið að stofna GoFundMe-söfnun fyrir neyðarsjóð Ragnars „svo hann muni aldrei þurfa að taka þá áhættu að þurfa að lifa eins og við hin,“ segir Hrafn í myndbandinu. „Fyrir aðeins tvö þúsund krónur getur þú hjálpað Ragnari að öðlast ennþá meiri pening því það gleymist oft í umræðunni að það er stjórnunarstéttin sem hefur það erfiðast á þessum tíma,“ segir hann loks. SUF hafa sett markið hátt og ætla sér að safna 13 þúsund Bandaríkjadölum, um 1,7 milljón króna, fyrir Ragnar. Enn sem komið er hafa einungis safnast rúmlega átta þúsund krónur. Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að Ragnar Þór hefði fengið greidd sex mánaða biðlaun og uppsafnað orlof frá VR í formi 10,2 milljóna króna eingreiðslu eftir að hann lét af störfum hjá verkalýðsfélaginu. Sjá einnig: Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hann sagði framlínufólk verkalýðsbaráttunnar oft eiga erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin og að milljónirnar færu í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Ákvörðun Ragnars var gagnrýnd af fólki úr ýmsum áttum, þar á meðal af öllum fjórum frambjóðendum til formanns VR og hluta af núverandi stjórn verkalýðsfélagsins. Einn hópur sem fagnar ákvörðun Ragnars eru ungir Framsóknarmenn sem birta ansi háðskt myndband um málið á TikTok. @ungframsokn Hjálpum Ragnari 😭 ♬ original sound - UngFramsókn Kjörnir fulltrúar eigi að njóta forgangs Hrafn Splidt Þorvaldsson, stjórnarmaður í SUF, rekur í myndbandinu stuttlega biðlaunagreiðsluna sem Ragnar fékk og segir Unga Framsóknarmenn spyrja sig hvort milljónirnar tíu sé nóg. „Síðan Ragnar Þór varð formaður VR árið 2017 hefur hann þurft að lifa á aðeins 1,3 milljónum á mánuði. Næstu fjögur árin má búast við 1,6 milljónum á mánuði sem þingmaður en hvað svo?“ segir Hrafn í myndbandinu. Hrafn rifjar upp í myndbandinu þegar Ragnar gagnrýndi að Gunnar Páll Pálsson skyldi fá sjö milljón króna starfslokasamning frá VR árið 2009 og sagði stéttarfélagið þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun vegna þess. „En þetta er bara þvæla og ætti Ragnar Þór algjörlega að hunsa það sem Ragnar Þór sagði 2009. Enda eigi kjörnar fulltrúar að njóta forgangs,“ segir Hrafn. Stjórnunarstéttin eigi erfitt Ungir Framsóknarmenn hafi í anda þess og í anda þverpólitískrar samstöðu ákveðið að stofna GoFundMe-söfnun fyrir neyðarsjóð Ragnars „svo hann muni aldrei þurfa að taka þá áhættu að þurfa að lifa eins og við hin,“ segir Hrafn í myndbandinu. „Fyrir aðeins tvö þúsund krónur getur þú hjálpað Ragnari að öðlast ennþá meiri pening því það gleymist oft í umræðunni að það er stjórnunarstéttin sem hefur það erfiðast á þessum tíma,“ segir hann loks. SUF hafa sett markið hátt og ætla sér að safna 13 þúsund Bandaríkjadölum, um 1,7 milljón króna, fyrir Ragnar. Enn sem komið er hafa einungis safnast rúmlega átta þúsund krónur.
Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira