„Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 22:48 Mikael Nikulásson er ekki hrifinn af því sem er í gangi í Keflavík þar sem Íslendingarnir eru settir til hliðar. Hér má sjá Igor Maric og NBA leikmanninn Ty-Shon Alexander. Vísir/Hulda Margrét Mikael Nikulásson var gestur vikunnar hjá Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni í Körfuboltakvöldi Extra og hann hefur sterkar skoðanir á útlendingamálum í körfuboltanum hér heima. „Það styttist í ársþing KKÍ og þú ert heitur yfir einu máli þegar kemur að körfunni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður þáttarins, og beindi orðum sínum til Mikaels. Henda inn peningum sem eiga ekki að vera til „Ég fylgist vel með. Ég sem KR-ingur væri bara ánægður ef við komumst í úrslitakeppnina. Ég tel það stórskotlegan árangur,“ sagði Mikael Nikulásson eða Mikearinn eins og hann er oftast kallaður. „Það er ekki fræðilegur að verða Íslandsmeistari í körfubolta í dag nema að henda inn peningum sem eiga ekki að vera til miðað við vælið í íþróttahreyfingunni. Mér er alveg sama hvað gerist á ársþinginu. Hvort að það séu settar einhverja reglur eða ekki. Fyrir mér er þetta ‚common sense',“ sagði Mikael og hélt áfram. „Það eru fimm leikmenn inn á í körfubolta en það eru ellefu leikmenn inn á í fóbolta sem dæmi. Að það séu fimm til sex lið af þeim átta sem fara í úrslitakeppinna þar sem Íslendingur er varla að skora stig. Ég get ekki keypt það,“ sagði Mikael. Ég bara skil þetta ekki „Það fer í taugarnar á mér og ég bara skil þetta ekki. Þetta hlýtur að þýða það að við förum langt niður sem þjóð í körfubolta innan nokkurra ára. Ég er alveg sammála því að deildin verður sterkari en fyrir hvað? Hvað færðu fyrir að verða Íslandsmeistari í körfubolta?,“ sagði Mikael. Hann bendir á það að liðin sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn hafi verið með slatta af Íslendingum í stórum hlutverkum. „Hvað færðu fyrir þetta? Þú ert ekki einu sinni að fara í úrslitakeppni. Fyrir mér er þetta svo mikil þvæla. Það sem gerðist núna í lok félagsskiptagluggans þegar lið eru að taka inn NBA leikmenn. Þessi var að taka og þá urðum við að taka leikmenn líka,“ sagði Mikael. Einn Íslendingur í vöggu körfuboltans „Tökum lið eins og Keflavík. Það er einn Íslendingur, einn, að skora átta stig í síðasta leik. Mér er alveg sama þótt að einn sé meiddur eða eitthvað. Það er einn Íslendingur í Keflavík sem á að vera vagga körfuboltans. Þeir eru í tíunda sæti,“ sagði Mikael. „Ég segi það hreint út að Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti. Hvaða ungir krakkar nenna í körfubolta? Nema ef þú sért eitthvað undrabarn,“ sagði Mikael en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: „Keflavík var að reyna að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Sjá meira
„Það styttist í ársþing KKÍ og þú ert heitur yfir einu máli þegar kemur að körfunni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður þáttarins, og beindi orðum sínum til Mikaels. Henda inn peningum sem eiga ekki að vera til „Ég fylgist vel með. Ég sem KR-ingur væri bara ánægður ef við komumst í úrslitakeppnina. Ég tel það stórskotlegan árangur,“ sagði Mikael Nikulásson eða Mikearinn eins og hann er oftast kallaður. „Það er ekki fræðilegur að verða Íslandsmeistari í körfubolta í dag nema að henda inn peningum sem eiga ekki að vera til miðað við vælið í íþróttahreyfingunni. Mér er alveg sama hvað gerist á ársþinginu. Hvort að það séu settar einhverja reglur eða ekki. Fyrir mér er þetta ‚common sense',“ sagði Mikael og hélt áfram. „Það eru fimm leikmenn inn á í körfubolta en það eru ellefu leikmenn inn á í fóbolta sem dæmi. Að það séu fimm til sex lið af þeim átta sem fara í úrslitakeppinna þar sem Íslendingur er varla að skora stig. Ég get ekki keypt það,“ sagði Mikael. Ég bara skil þetta ekki „Það fer í taugarnar á mér og ég bara skil þetta ekki. Þetta hlýtur að þýða það að við förum langt niður sem þjóð í körfubolta innan nokkurra ára. Ég er alveg sammála því að deildin verður sterkari en fyrir hvað? Hvað færðu fyrir að verða Íslandsmeistari í körfubolta?,“ sagði Mikael. Hann bendir á það að liðin sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn hafi verið með slatta af Íslendingum í stórum hlutverkum. „Hvað færðu fyrir þetta? Þú ert ekki einu sinni að fara í úrslitakeppni. Fyrir mér er þetta svo mikil þvæla. Það sem gerðist núna í lok félagsskiptagluggans þegar lið eru að taka inn NBA leikmenn. Þessi var að taka og þá urðum við að taka leikmenn líka,“ sagði Mikael. Einn Íslendingur í vöggu körfuboltans „Tökum lið eins og Keflavík. Það er einn Íslendingur, einn, að skora átta stig í síðasta leik. Mér er alveg sama þótt að einn sé meiddur eða eitthvað. Það er einn Íslendingur í Keflavík sem á að vera vagga körfuboltans. Þeir eru í tíunda sæti,“ sagði Mikael. „Ég segi það hreint út að Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti. Hvaða ungir krakkar nenna í körfubolta? Nema ef þú sért eitthvað undrabarn,“ sagði Mikael en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: „Keflavík var að reyna að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Sjá meira