Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 12:02 Ilian Iliev er hættur, rétt áður en hann átti að taka í spaðann á Heimi Hallgrímssyni fyrir einvígi Búlgaríu og Írlands. Samsett/Getty Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum einvígi við landsliðs Búlgaríu sem er allt í einu orðið þjálfaralaust eftir talsverða ringulreið. Ilian Iliev hafði stýrt Búlgaríu frá árinu 2023 en hefur nú sent búlgarska knattspyrnusambandinu uppsagnarbréf, þegar aðeins tvær vikur eru í einvígið við Íra í umspili Þjóðadeildarinnar – sama umspili og Ísland mætir Kósovó í 20. og 23. mars. Iliev hefur stýrt landsliðinu samhliða því að þjálfa Cherno More í efstu deild Búlgaríu. Forráðamenn annarra félaga í deildinni hafa lýst óánægju með þetta fyrirkomulag. Topplið Ludogorets sendi til að mynda inn formlega kvörtun nýverið. Þá hefur formaður búlgörsku deildarinnar kallað eftir því að Iliev segi af sér. „Getum ekki neytt neinn til vinnu“ Búlgarski miðillinn Telegraph lýsir málinu sem hneyksli sem hafi tekið við eftir að Cherno More sló Levski Sofia út og komst í undanúrslit búlgörsku bikarkeppninnar. Forráðamenn búlgarska knattspyrnusambandsins segjast hafa tekið við uppsagnarbréfinu en að það verði tekið fyrir á fundi í næstu viku hvort að uppsögn Iliev verði samþykkt. „Ef Ilian Iliev hættir þá er það hans ákvörðun. Við getum ekki neytt neinn til vinnu. Við munum ræða við hann og taka svo ákvörðun. Fleira er ekki ljóst núna,“ sagði Atanas Furnadzhiev, varaformaður sambandsins. Það er því ekki ljóst núna hver mun stýra Búlgaríu í leikjunum gegn Írum sem snúast um það hvor þjóðanna fær að spila í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, og hvor þeirra þarf að sætta sig við sæti í C-deild. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Ilian Iliev hafði stýrt Búlgaríu frá árinu 2023 en hefur nú sent búlgarska knattspyrnusambandinu uppsagnarbréf, þegar aðeins tvær vikur eru í einvígið við Íra í umspili Þjóðadeildarinnar – sama umspili og Ísland mætir Kósovó í 20. og 23. mars. Iliev hefur stýrt landsliðinu samhliða því að þjálfa Cherno More í efstu deild Búlgaríu. Forráðamenn annarra félaga í deildinni hafa lýst óánægju með þetta fyrirkomulag. Topplið Ludogorets sendi til að mynda inn formlega kvörtun nýverið. Þá hefur formaður búlgörsku deildarinnar kallað eftir því að Iliev segi af sér. „Getum ekki neytt neinn til vinnu“ Búlgarski miðillinn Telegraph lýsir málinu sem hneyksli sem hafi tekið við eftir að Cherno More sló Levski Sofia út og komst í undanúrslit búlgörsku bikarkeppninnar. Forráðamenn búlgarska knattspyrnusambandsins segjast hafa tekið við uppsagnarbréfinu en að það verði tekið fyrir á fundi í næstu viku hvort að uppsögn Iliev verði samþykkt. „Ef Ilian Iliev hættir þá er það hans ákvörðun. Við getum ekki neytt neinn til vinnu. Við munum ræða við hann og taka svo ákvörðun. Fleira er ekki ljóst núna,“ sagði Atanas Furnadzhiev, varaformaður sambandsins. Það er því ekki ljóst núna hver mun stýra Búlgaríu í leikjunum gegn Írum sem snúast um það hvor þjóðanna fær að spila í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, og hvor þeirra þarf að sætta sig við sæti í C-deild.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira