Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 12:02 Ilian Iliev er hættur, rétt áður en hann átti að taka í spaðann á Heimi Hallgrímssyni fyrir einvígi Búlgaríu og Írlands. Samsett/Getty Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum einvígi við landsliðs Búlgaríu sem er allt í einu orðið þjálfaralaust eftir talsverða ringulreið. Ilian Iliev hafði stýrt Búlgaríu frá árinu 2023 en hefur nú sent búlgarska knattspyrnusambandinu uppsagnarbréf, þegar aðeins tvær vikur eru í einvígið við Íra í umspili Þjóðadeildarinnar – sama umspili og Ísland mætir Kósovó í 20. og 23. mars. Iliev hefur stýrt landsliðinu samhliða því að þjálfa Cherno More í efstu deild Búlgaríu. Forráðamenn annarra félaga í deildinni hafa lýst óánægju með þetta fyrirkomulag. Topplið Ludogorets sendi til að mynda inn formlega kvörtun nýverið. Þá hefur formaður búlgörsku deildarinnar kallað eftir því að Iliev segi af sér. „Getum ekki neytt neinn til vinnu“ Búlgarski miðillinn Telegraph lýsir málinu sem hneyksli sem hafi tekið við eftir að Cherno More sló Levski Sofia út og komst í undanúrslit búlgörsku bikarkeppninnar. Forráðamenn búlgarska knattspyrnusambandsins segjast hafa tekið við uppsagnarbréfinu en að það verði tekið fyrir á fundi í næstu viku hvort að uppsögn Iliev verði samþykkt. „Ef Ilian Iliev hættir þá er það hans ákvörðun. Við getum ekki neytt neinn til vinnu. Við munum ræða við hann og taka svo ákvörðun. Fleira er ekki ljóst núna,“ sagði Atanas Furnadzhiev, varaformaður sambandsins. Það er því ekki ljóst núna hver mun stýra Búlgaríu í leikjunum gegn Írum sem snúast um það hvor þjóðanna fær að spila í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, og hvor þeirra þarf að sætta sig við sæti í C-deild. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Ilian Iliev hafði stýrt Búlgaríu frá árinu 2023 en hefur nú sent búlgarska knattspyrnusambandinu uppsagnarbréf, þegar aðeins tvær vikur eru í einvígið við Íra í umspili Þjóðadeildarinnar – sama umspili og Ísland mætir Kósovó í 20. og 23. mars. Iliev hefur stýrt landsliðinu samhliða því að þjálfa Cherno More í efstu deild Búlgaríu. Forráðamenn annarra félaga í deildinni hafa lýst óánægju með þetta fyrirkomulag. Topplið Ludogorets sendi til að mynda inn formlega kvörtun nýverið. Þá hefur formaður búlgörsku deildarinnar kallað eftir því að Iliev segi af sér. „Getum ekki neytt neinn til vinnu“ Búlgarski miðillinn Telegraph lýsir málinu sem hneyksli sem hafi tekið við eftir að Cherno More sló Levski Sofia út og komst í undanúrslit búlgörsku bikarkeppninnar. Forráðamenn búlgarska knattspyrnusambandsins segjast hafa tekið við uppsagnarbréfinu en að það verði tekið fyrir á fundi í næstu viku hvort að uppsögn Iliev verði samþykkt. „Ef Ilian Iliev hættir þá er það hans ákvörðun. Við getum ekki neytt neinn til vinnu. Við munum ræða við hann og taka svo ákvörðun. Fleira er ekki ljóst núna,“ sagði Atanas Furnadzhiev, varaformaður sambandsins. Það er því ekki ljóst núna hver mun stýra Búlgaríu í leikjunum gegn Írum sem snúast um það hvor þjóðanna fær að spila í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, og hvor þeirra þarf að sætta sig við sæti í C-deild.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira