Hefndi kossins með kossi Jón Þór Stefánsson skrifar 3. mars 2025 21:18 Adrien Brody og Halle Berry hafa nú kysst í tvígang í kringum Óskarsverðlaunin. Getty Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2003, og er með eftirminnilegri uppákomum Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Þá var Halle Berry, sem hafði fengið verðlaunin árið áður fyrir leik sinn í Monster Ball, að kynna sigurvegarann í flokki besta leikara í aðalhlutverki. Adrien Brody hreppti hnossið fyrir leik sinn í The Pianist, og þegar hann steig á svið og tók við verðlaununum greip hann um Berry og kyssti hana. Í gærkvöldi hlaut Brody Óskarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Brutalist. Koss Berry átti sér þó stað áður en hann fékk verðlaunin, nánar tiltekið á rauða dreglinum. Berry deildi myndbandi af atvikinu á Instagram og skrifaði: „Ég varð að hefna mín.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Berry (@halleberry) Á dögunum, í aðdraganda Óskarsins, var Brody spurður út í atvikið 2003. Þá gaf hann til kynna að tíðarandinn hefði breyst síðan, og til hins betra. „Ekkert sem ég hef nokkurn tímann gert, eða mun nokkurn tímann gera, er til þess að særa neinn.“ Berry hefur jafnframt tjáð sig um atvikið. Árið 2017 sagði hún háttsemi Brody hafa komið sér í opna skjöldu, en hún hafi ákveðið að spila með þar sem hún skildi að Óskarssigurverar gætu verið í tilfinningarússíbana. Eftir kossinn í gærkvöldi greindi Berry frá því að þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði séð Brody á rauða dreglinum eftir kossinn 2003. Þar sem hann væri tilnefndur þetta árið hefði hann „átt þetta skilið“. Kossinn í gærkvöldi átti sér stað beint fyrir framan augun á kærustu Brody, Georginu Chapman. „Hvernig er hægt að neita manni um að kyssa Halle Berry?“ sagði hún í viðtali um málið í dag. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2003, og er með eftirminnilegri uppákomum Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Þá var Halle Berry, sem hafði fengið verðlaunin árið áður fyrir leik sinn í Monster Ball, að kynna sigurvegarann í flokki besta leikara í aðalhlutverki. Adrien Brody hreppti hnossið fyrir leik sinn í The Pianist, og þegar hann steig á svið og tók við verðlaununum greip hann um Berry og kyssti hana. Í gærkvöldi hlaut Brody Óskarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Brutalist. Koss Berry átti sér þó stað áður en hann fékk verðlaunin, nánar tiltekið á rauða dreglinum. Berry deildi myndbandi af atvikinu á Instagram og skrifaði: „Ég varð að hefna mín.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Berry (@halleberry) Á dögunum, í aðdraganda Óskarsins, var Brody spurður út í atvikið 2003. Þá gaf hann til kynna að tíðarandinn hefði breyst síðan, og til hins betra. „Ekkert sem ég hef nokkurn tímann gert, eða mun nokkurn tímann gera, er til þess að særa neinn.“ Berry hefur jafnframt tjáð sig um atvikið. Árið 2017 sagði hún háttsemi Brody hafa komið sér í opna skjöldu, en hún hafi ákveðið að spila með þar sem hún skildi að Óskarssigurverar gætu verið í tilfinningarússíbana. Eftir kossinn í gærkvöldi greindi Berry frá því að þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði séð Brody á rauða dreglinum eftir kossinn 2003. Þar sem hann væri tilnefndur þetta árið hefði hann „átt þetta skilið“. Kossinn í gærkvöldi átti sér stað beint fyrir framan augun á kærustu Brody, Georginu Chapman. „Hvernig er hægt að neita manni um að kyssa Halle Berry?“ sagði hún í viðtali um málið í dag.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira