Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. mars 2025 20:05 Séra Úlfar er mjög flinkur og ótrúlega góður að hitta kúlunum ofan í götin þrátt fyrir að vera lögblindur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Úlfar Guðmundsson, prestur og fyrrverandi prófastur í Árnesprófastsdæmi stundar sín áhugamál af miklum krafti komin vel á níræðis aldur en það er snóker og bridds. Það sem meira er, Úlfar er lögblindur en lætur það ekki stoppa sig. Í Grænumörk á Selfossi hafa eldri borgarar meðal annars sína félagsaðstöðu enda er þar sérstök snókerstofa þar sem séra Úlfar er allt í öllu við að kenna konum og körlum að spila snóker. Hann hefur mikið dálæti af snóker og er mjög laginn við að hitta kúlurnar og koma þeim niður í götin á borðinu þrátt fyrir að sjá nánast ekki neitt. „Já, ég er eiginlega búin að kenna hérna í 15 ár en svo er ég hættur núna en ég get nú sagt mönnum til en ég er eiginlega hættur þessu núna,” segir Úlfar. En af hverju? „Ég er lögblindur og sé illa til að spila. Það hljómar einkennilega, það er eins og brandari,” bætir Úlfar við hlæjandi. En þú ert að standa þig ótrúlega vel í þessu öllu saman, er það ekki? „Nei, ég er það nú ekki en ég spila bridds enn þá, sé spilin enn þá í blindu og er svona meira í því.” Úlfar hefur mjög gaman af því að spila snóker og ekki síður bridds.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur þér að sjá kúlurnar? „Það að gengur svona nokkuð vel en ég þarf að passa mig á brúnni og rauðri og kannski blárri og grænni,” segir Úlfar. Úlfar hefur kennt um 45 manns á Selfossi síðustu árin að spila snóker og reglurnar í kringum snókerinn. Einn af þeim er Mjófirðingurinn Gautur Stefánsson, sem býr á Selfossi og hefur verið að læra snóker hjá Úlfari og hælir honum þar í hástert. „Þetta er bara snillingur í einu orði sagt. Eina leiðinlega við hann er það að það er ekki nokkur leið að komast fram hjá reglunum hjá honum, hann er dálítið fastur á þeim,” segir Gautur og hlær. Gautur (t.v.) og Úlfar, sem eru duglegir að spila snóker saman á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ótrúlegt með þessa litlu sjón hvað hann er klár, finnst þér það ekki? „Jú, maður efast oft um hvort það sé alveg satt, sem hann segir með sjónina nema að hann viti bara hvar götin eru frá gamalli tíð, ég veit það ekki, hann er ótrúlega hittinn á þetta,” bætir Gautur við. Árborg Snóker Eldri borgarar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Í Grænumörk á Selfossi hafa eldri borgarar meðal annars sína félagsaðstöðu enda er þar sérstök snókerstofa þar sem séra Úlfar er allt í öllu við að kenna konum og körlum að spila snóker. Hann hefur mikið dálæti af snóker og er mjög laginn við að hitta kúlurnar og koma þeim niður í götin á borðinu þrátt fyrir að sjá nánast ekki neitt. „Já, ég er eiginlega búin að kenna hérna í 15 ár en svo er ég hættur núna en ég get nú sagt mönnum til en ég er eiginlega hættur þessu núna,” segir Úlfar. En af hverju? „Ég er lögblindur og sé illa til að spila. Það hljómar einkennilega, það er eins og brandari,” bætir Úlfar við hlæjandi. En þú ert að standa þig ótrúlega vel í þessu öllu saman, er það ekki? „Nei, ég er það nú ekki en ég spila bridds enn þá, sé spilin enn þá í blindu og er svona meira í því.” Úlfar hefur mjög gaman af því að spila snóker og ekki síður bridds.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur þér að sjá kúlurnar? „Það að gengur svona nokkuð vel en ég þarf að passa mig á brúnni og rauðri og kannski blárri og grænni,” segir Úlfar. Úlfar hefur kennt um 45 manns á Selfossi síðustu árin að spila snóker og reglurnar í kringum snókerinn. Einn af þeim er Mjófirðingurinn Gautur Stefánsson, sem býr á Selfossi og hefur verið að læra snóker hjá Úlfari og hælir honum þar í hástert. „Þetta er bara snillingur í einu orði sagt. Eina leiðinlega við hann er það að það er ekki nokkur leið að komast fram hjá reglunum hjá honum, hann er dálítið fastur á þeim,” segir Gautur og hlær. Gautur (t.v.) og Úlfar, sem eru duglegir að spila snóker saman á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ótrúlegt með þessa litlu sjón hvað hann er klár, finnst þér það ekki? „Jú, maður efast oft um hvort það sé alveg satt, sem hann segir með sjónina nema að hann viti bara hvar götin eru frá gamalli tíð, ég veit það ekki, hann er ótrúlega hittinn á þetta,” bætir Gautur við.
Árborg Snóker Eldri borgarar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira