Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:30 Helmingur allra blaðamanna á Grænlandi vinna við fréttadeild ríkisútvarpsins. Kalaallit Nunaata Radioa Fréttastofa grænlenska ríkisútvarpsins sneri aftur til starfa síðdegis í dag eftir tæplega tveggja daga verkfall. Kosningar fara fram í Grænlandi ellefta mars næstkomandi. Helmingur allra blaðamanna landsins vinna við fréttadeild ríkisútvaprsins. Sermitsiaq greinir frá þessu en er það hinn tveggja fjölmiðla Grænlands. Sextán starfsmenn fréttadeildarinnar lögðu niður störf í gær og krefjast þess að ráðin verði bót á mikilli manneklu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá starfsmönnunum að fjórir starfsmenn sinni vinnu tólf og að það hafi víðtæk áhrif á heilbrigði starfsfólks og gæði frétta. Útvarpsfréttir á dönsku lagðar niður fram til kosninga Kosningar til grænlenska þingsins fara fram ellefta mars næstkomandi og segja starfsmennirnir að ekki verði hægt að gera kosningabaráttunni nægilega góð skil við núverandi vinnuaðstæður. Hópur starfsmanna hafi farið á fund stjórnenda ríkisútvarpsins og borið það undir þá að leggja niður útvarpsfréttir á dönsku og grænlensku fram til kosninga svo hægt verði að einbeita sér að fréttaskrifum á vefmiðlinum knr.gl og kvöldfréttum í sjónvarpi. Stjórnendur hafi ekki bænheyrt starfsfólkið en ákváðu að ekki yrðu sendar út útvarpsfréttir á dönsku fram til kosninga til að hlífa fréttamönnum við þýðingar. Þetta segir starfsfólkið munu skapa sundrungu í starfsmannahópnum og aðeins bæta við þegar mikið vinnuálag grænlenskumælandi fréttamanna. Ekki forsvaranlegt að fjalla um kosningar við aðstæðurnar „Þess vegna finnum við okkur nauðbeygð til að leggja niður störf. Við erum fullkomlega meðvituð um að verkfall þetta komi á versta hugsanlega tímapunkti. Það eru þingkosningar ellefta mars og sveitarstjórnarkosningar fyrsta apríl og sem ríkisútvarp berum við skyldu til að fjalla um það,“ segir í tilkynningu starfsfólksins. Það er ekkert sem við viljum frekar en að fjalla um kosningarnar. En það þarf að vera forsvaranlegt og það er það einfaldlega ekki á þessum tímapunkti,“ segir starfsfólkið. Fréttamennirnir sneru aftur til starfa sinna síðdegis í dag en stjórnendur hafa gefið starfsmönnunum sextán uppsagnarviðvörun þar sem vinnustöðvunin brýtur í bága við kjarasamning. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Sermitsiaq greinir frá þessu en er það hinn tveggja fjölmiðla Grænlands. Sextán starfsmenn fréttadeildarinnar lögðu niður störf í gær og krefjast þess að ráðin verði bót á mikilli manneklu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá starfsmönnunum að fjórir starfsmenn sinni vinnu tólf og að það hafi víðtæk áhrif á heilbrigði starfsfólks og gæði frétta. Útvarpsfréttir á dönsku lagðar niður fram til kosninga Kosningar til grænlenska þingsins fara fram ellefta mars næstkomandi og segja starfsmennirnir að ekki verði hægt að gera kosningabaráttunni nægilega góð skil við núverandi vinnuaðstæður. Hópur starfsmanna hafi farið á fund stjórnenda ríkisútvarpsins og borið það undir þá að leggja niður útvarpsfréttir á dönsku og grænlensku fram til kosninga svo hægt verði að einbeita sér að fréttaskrifum á vefmiðlinum knr.gl og kvöldfréttum í sjónvarpi. Stjórnendur hafi ekki bænheyrt starfsfólkið en ákváðu að ekki yrðu sendar út útvarpsfréttir á dönsku fram til kosninga til að hlífa fréttamönnum við þýðingar. Þetta segir starfsfólkið munu skapa sundrungu í starfsmannahópnum og aðeins bæta við þegar mikið vinnuálag grænlenskumælandi fréttamanna. Ekki forsvaranlegt að fjalla um kosningar við aðstæðurnar „Þess vegna finnum við okkur nauðbeygð til að leggja niður störf. Við erum fullkomlega meðvituð um að verkfall þetta komi á versta hugsanlega tímapunkti. Það eru þingkosningar ellefta mars og sveitarstjórnarkosningar fyrsta apríl og sem ríkisútvarp berum við skyldu til að fjalla um það,“ segir í tilkynningu starfsfólksins. Það er ekkert sem við viljum frekar en að fjalla um kosningarnar. En það þarf að vera forsvaranlegt og það er það einfaldlega ekki á þessum tímapunkti,“ segir starfsfólkið. Fréttamennirnir sneru aftur til starfa sinna síðdegis í dag en stjórnendur hafa gefið starfsmönnunum sextán uppsagnarviðvörun þar sem vinnustöðvunin brýtur í bága við kjarasamning.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira