Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2025 21:48 Sólveig Anna Jónsdóttir og Sigurður Kjærnested. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir uppsögn tiltölulega nýs kjarasamnings í dag hafa komið fólki verulega á óvart. Efling sagði í dag upp kjarasamning um 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum. Kjarasamningurinn var undirritaður 2. október og samþykktur um miðjan þann mánuð. „Þegar við vorum í kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var okkar helsta markmið að bæta mönnun,“ segir Sólveig. „Hún er mjög léleg og hefur hræðileg áhrif á starfsaðstæður Eflingarfólks og leiðir til mikils álags og svo framvegis.“ Hún segir að þegar samningurinn hafi verið undirritaður hafi fylgt honum yfirlýsing frá heilbrigðisráðuneytinu um stofnun vinnuhóps. Þeim hópi væri ætlað að útbúa mönnunarviðmið sem hægt væri að fara eftir. Hópurinn væri búinn að skila niðurstöðu en Sólveig segir hana algerlega ófullnægjandi. Hún segir samninginn vera með forsenduákvæði sem segi til um að hægt sé að segja honum upp, ef Efling væri ekki ánægð með tillögurnar. Það þyrfti að vera gert fyrir 1. apríl. „En við sáum enga ástæðu til þess að bíða. Við vildum einfaldlega koma þessum skilaboðum áleiðis hratt og örugglega til okkar viðsemjenda og ríkissáttasemjara og það gerðum við í dag.“ Sólveig sagði að Efling myndi fylgja þeirra kröfugerð en sá varnagli yrði sleginn um að nú væri til að mynda búið að undirrita kjarasamning við kennara. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Nú þegar samningarnir verði opnir verði skoðað hvað opinberir launagreiðendur hafi samið um við aðra. Sólveig vildi ekki segja að farið yrði fram á frekari hækkanir en samið var um í samningunum frá október en samningur kennara yrði að sjálfsögðu skoðaður. „Þá langar mig líka að segja að við erum að fjalla um kjarasamning fyrir risastóran hóp ómissandi starfsfólks, mestmegnis kvenna, sem eru í því sem hægt er að kalla sögulega vanmetin kvennastörf. Ef einhver á hér inni einhverskonar leiðréttingu á sínum kjörum, þá er það sannarlega þessi hópur.“ Samningi sagt upp í miðri á Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, segir uppsögn samningsins í dag hafa komið verulega á óvart. Vinnan sem Sólveig hefði vísað til, sem sneri að því að búa til viðmið um mönnun og ná sátt um hvernig eigi að fjármagna það, væri enn lokið. „Stjórnvöld hafa til 1. apríl til að bregðast við og koma með sínar tillögur og sína áætlun, þannig að þetta kom okkur bara gersamlega í opna skjöldu. Að samningnum sé sagt upp á þessum tímapunkti, þegar við erum í miðri á.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi verið ýtt eftir svörum eða einhverjum viðvörubjöllum hringt, segir Sigurjón svo ekki vera. „Þetta kom okkur mjög á óvart vegna þess að það eru allir að vinna að fullum heilindum að þessu sameiginlega markmiði um að ná sáttum um hvernig viljum við manna þessa mikilvægu þjónustu til framtíðar,“ segir Sigurjón. Hann segir SFV, stjórnvöld og Eflingu hafa verið í þessari vinnu og að henni sé ekki lokið. „Eins og ég segi, stjórnvöld hafa frest til 1. apríl til að koma með sín viðbrögð og áætlun.“ Hann segist vona að enn sé hægt að ná sátt um þá vinnu. „Við erum að tala um þjónustu þrjú þúsund af veikustu einstaklingum samfélagsins. Við þurfum að hafa sátt um þetta og stöðugleika í þjónustunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17 Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir uppsögn tiltölulega nýs kjarasamnings í dag hafa komið fólki verulega á óvart. Efling sagði í dag upp kjarasamning um 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum. Kjarasamningurinn var undirritaður 2. október og samþykktur um miðjan þann mánuð. „Þegar við vorum í kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var okkar helsta markmið að bæta mönnun,“ segir Sólveig. „Hún er mjög léleg og hefur hræðileg áhrif á starfsaðstæður Eflingarfólks og leiðir til mikils álags og svo framvegis.“ Hún segir að þegar samningurinn hafi verið undirritaður hafi fylgt honum yfirlýsing frá heilbrigðisráðuneytinu um stofnun vinnuhóps. Þeim hópi væri ætlað að útbúa mönnunarviðmið sem hægt væri að fara eftir. Hópurinn væri búinn að skila niðurstöðu en Sólveig segir hana algerlega ófullnægjandi. Hún segir samninginn vera með forsenduákvæði sem segi til um að hægt sé að segja honum upp, ef Efling væri ekki ánægð með tillögurnar. Það þyrfti að vera gert fyrir 1. apríl. „En við sáum enga ástæðu til þess að bíða. Við vildum einfaldlega koma þessum skilaboðum áleiðis hratt og örugglega til okkar viðsemjenda og ríkissáttasemjara og það gerðum við í dag.“ Sólveig sagði að Efling myndi fylgja þeirra kröfugerð en sá varnagli yrði sleginn um að nú væri til að mynda búið að undirrita kjarasamning við kennara. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Nú þegar samningarnir verði opnir verði skoðað hvað opinberir launagreiðendur hafi samið um við aðra. Sólveig vildi ekki segja að farið yrði fram á frekari hækkanir en samið var um í samningunum frá október en samningur kennara yrði að sjálfsögðu skoðaður. „Þá langar mig líka að segja að við erum að fjalla um kjarasamning fyrir risastóran hóp ómissandi starfsfólks, mestmegnis kvenna, sem eru í því sem hægt er að kalla sögulega vanmetin kvennastörf. Ef einhver á hér inni einhverskonar leiðréttingu á sínum kjörum, þá er það sannarlega þessi hópur.“ Samningi sagt upp í miðri á Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, segir uppsögn samningsins í dag hafa komið verulega á óvart. Vinnan sem Sólveig hefði vísað til, sem sneri að því að búa til viðmið um mönnun og ná sátt um hvernig eigi að fjármagna það, væri enn lokið. „Stjórnvöld hafa til 1. apríl til að bregðast við og koma með sínar tillögur og sína áætlun, þannig að þetta kom okkur bara gersamlega í opna skjöldu. Að samningnum sé sagt upp á þessum tímapunkti, þegar við erum í miðri á.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi verið ýtt eftir svörum eða einhverjum viðvörubjöllum hringt, segir Sigurjón svo ekki vera. „Þetta kom okkur mjög á óvart vegna þess að það eru allir að vinna að fullum heilindum að þessu sameiginlega markmiði um að ná sáttum um hvernig viljum við manna þessa mikilvægu þjónustu til framtíðar,“ segir Sigurjón. Hann segir SFV, stjórnvöld og Eflingu hafa verið í þessari vinnu og að henni sé ekki lokið. „Eins og ég segi, stjórnvöld hafa frest til 1. apríl til að koma með sín viðbrögð og áætlun.“ Hann segist vona að enn sé hægt að ná sátt um þá vinnu. „Við erum að tala um þjónustu þrjú þúsund af veikustu einstaklingum samfélagsins. Við þurfum að hafa sátt um þetta og stöðugleika í þjónustunni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17 Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17
Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08