Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 18:06 Mamma grís með sónarmynd af gríslingnum sem kemur í sumar. Good Morning Britain/ITV Teiknimyndagrísinn Gurra grís á von á systkini í sumar þar sem móðir hennar gengur með grís. Fyrir á Gurra bróðurinn Georg. Mamma grís, sem ætti með réttu að heita Mamma gylta eða Mamma svín, greindi opinberlega frá meðgöngunni í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á ITV. „Ég er spennt að tilkynna að fjölskyldan okkar verður enn stærri því við eigum von á öðru afkvæmi. Ég á von á mér í sumar og við erum öll svo spennt,“ sagði hún í þættinum. Tilhugsunin um að eiga þrjá grísi undir fimm ára aldri ku vera yfirþyrmandi að sögn Mömmu gríss en hún sé „aðallega algjörlega himinlifandi“ yfir tíðindunum. Von er á gríslingnum í sumar en hvorki kyn hans né nafn liggur fyrir. Algengt er að gyltur eigi um átta til tólf grísi í hverju goti. Þeir hafa verið eitthvað færri í fjölskyldu Gurru. Meðgöngutími gylta er að meðaltali 114 dagar en samkvæmt Wikipedia er oft er sagt að meðgöngutíminn sé þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar. Gölturinn og gyltan sem eru grísir Þættirnir um Gurru grís, sem heitir Peppa Pig á frummálinu, voru fyrst sýndir árið 2004. Síðan þá hafa komið út 407 þættir, kvikmynd og jólaþáttur um fjölskyldu gríssins. Gurra er fjögurra ára og býr með pabba sínum, mömmu og litla bróðurnum Georg sem er tveggja ára. Aðdáendur Gurru munu sjá nýja systkini Gurru næsta haust þegar þættir 408 til 420 verða sýndir. Mamma Gurru heitir eins og fram hefur komið Mamma grís og pabbinn heitir Pabbi grís. Á ensku er Pig-nafnið í Peppa Pig eftirnafn. Til að viðhalda stuðluninni hefur þýðandi ákveðið að þýða Peppu Pig sem Gurru grís og viljað halda grís-nafninu á öllum meðlimum fjölskyldunnar. Fyrir vikið eru mamman og pabban grísir sem er auðvitað ekki rétt því grís á aðeins um ákveðið ung svín. Peppa Pig heitir Gurra Grís á íslensku, væntanlega svo hún heiti ekki "Svín" að eftirnafni. Þetta veldur samt því að pabbi hennar, gríðarmikill göltur, heitir "Pabbi Grís", sem hann augljóslega er ekki. Þetta veldur mér meira hugarangri en ég kæri mig um.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 26, 2022 Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Mamma grís, sem ætti með réttu að heita Mamma gylta eða Mamma svín, greindi opinberlega frá meðgöngunni í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á ITV. „Ég er spennt að tilkynna að fjölskyldan okkar verður enn stærri því við eigum von á öðru afkvæmi. Ég á von á mér í sumar og við erum öll svo spennt,“ sagði hún í þættinum. Tilhugsunin um að eiga þrjá grísi undir fimm ára aldri ku vera yfirþyrmandi að sögn Mömmu gríss en hún sé „aðallega algjörlega himinlifandi“ yfir tíðindunum. Von er á gríslingnum í sumar en hvorki kyn hans né nafn liggur fyrir. Algengt er að gyltur eigi um átta til tólf grísi í hverju goti. Þeir hafa verið eitthvað færri í fjölskyldu Gurru. Meðgöngutími gylta er að meðaltali 114 dagar en samkvæmt Wikipedia er oft er sagt að meðgöngutíminn sé þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar. Gölturinn og gyltan sem eru grísir Þættirnir um Gurru grís, sem heitir Peppa Pig á frummálinu, voru fyrst sýndir árið 2004. Síðan þá hafa komið út 407 þættir, kvikmynd og jólaþáttur um fjölskyldu gríssins. Gurra er fjögurra ára og býr með pabba sínum, mömmu og litla bróðurnum Georg sem er tveggja ára. Aðdáendur Gurru munu sjá nýja systkini Gurru næsta haust þegar þættir 408 til 420 verða sýndir. Mamma Gurru heitir eins og fram hefur komið Mamma grís og pabbinn heitir Pabbi grís. Á ensku er Pig-nafnið í Peppa Pig eftirnafn. Til að viðhalda stuðluninni hefur þýðandi ákveðið að þýða Peppu Pig sem Gurru grís og viljað halda grís-nafninu á öllum meðlimum fjölskyldunnar. Fyrir vikið eru mamman og pabban grísir sem er auðvitað ekki rétt því grís á aðeins um ákveðið ung svín. Peppa Pig heitir Gurra Grís á íslensku, væntanlega svo hún heiti ekki "Svín" að eftirnafni. Þetta veldur samt því að pabbi hennar, gríðarmikill göltur, heitir "Pabbi Grís", sem hann augljóslega er ekki. Þetta veldur mér meira hugarangri en ég kæri mig um.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 26, 2022
Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira