Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Jón Þór Stefánsson skrifar 26. febrúar 2025 17:00 Adrien Brody og Ralph Fiennes keppast um Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki. Getty Sérkennilegur misskilningur virðist vera að eiga sér stað í Hollywood nú í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Að minnsta kosti tveir meðlimir Akademíunnar, sem er sá hópur sem kýs um það hver hlýtur Óskarsverðlaunin, virðast ekki með á hreinu hverjir hafa hneppt hnossið áður, og mun það hafa haft áhrif á atkvæði þeirra. Blaðamaður Variety ræddi við 84 meðlimi Akademíunnar, en þess má geta að þeir eru hátt í tíu þúsund, til þess spá í spilin. Í grein sinni segir blaðamaðurinn frá því að tveir þessara meðlima hafi sagst hafa ákveðið að kjósa ekki Ralph Fiennes, sem er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Conclave. Ástæðan sem þessir tveir gáfu var sú að Fiennes hafi unnið verðlaunin áður, árið 1994 fyrir leik sinn í Schindler’s List. Þess í stað ákváðu þeir að kjósa Adrien Brody, fyrir The Brutalist. Ralph Fiennes fór tómhentur heim af óskarsverðlaununum 1994.Getty Sannleikurinn er hins vegar sá að Ralph Fiennes hefur aldrei unnið Óskarsverðlaun. Hann var vissulega tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki árið 1994 fyrir frammistöðuna í Schindler’s List, en þá bar Tommy Lee Jones sigur úr býtum fyrir The Fugitive. Og ekki nóg með það, heldur hefur Adrien Brody unnið Óskarsverðlaun. Það var árið 2003 fyrir leik í kvikmyndinni The Pianist. Adrien Brody hlaut Óskarsverðlaun árið 2003. Hér er hann ásamt Nicole Kidman sem vann líka verðlaunin sama ár.Getty Brody hefur þótt líklegastur til að vinna verðlaunin þetta árið. Timothee Chalamet, sem leikur ungan Bob Dylan í A Complete Unknown, hefur þótt næst líklegastur. Áðurnefndur blaðamaður Variety er þó á þeirri skoðun að ef einhverjum takist að skáka Brody verði það Fiennes. Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Blaðamaður Variety ræddi við 84 meðlimi Akademíunnar, en þess má geta að þeir eru hátt í tíu þúsund, til þess spá í spilin. Í grein sinni segir blaðamaðurinn frá því að tveir þessara meðlima hafi sagst hafa ákveðið að kjósa ekki Ralph Fiennes, sem er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Conclave. Ástæðan sem þessir tveir gáfu var sú að Fiennes hafi unnið verðlaunin áður, árið 1994 fyrir leik sinn í Schindler’s List. Þess í stað ákváðu þeir að kjósa Adrien Brody, fyrir The Brutalist. Ralph Fiennes fór tómhentur heim af óskarsverðlaununum 1994.Getty Sannleikurinn er hins vegar sá að Ralph Fiennes hefur aldrei unnið Óskarsverðlaun. Hann var vissulega tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki árið 1994 fyrir frammistöðuna í Schindler’s List, en þá bar Tommy Lee Jones sigur úr býtum fyrir The Fugitive. Og ekki nóg með það, heldur hefur Adrien Brody unnið Óskarsverðlaun. Það var árið 2003 fyrir leik í kvikmyndinni The Pianist. Adrien Brody hlaut Óskarsverðlaun árið 2003. Hér er hann ásamt Nicole Kidman sem vann líka verðlaunin sama ár.Getty Brody hefur þótt líklegastur til að vinna verðlaunin þetta árið. Timothee Chalamet, sem leikur ungan Bob Dylan í A Complete Unknown, hefur þótt næst líklegastur. Áðurnefndur blaðamaður Variety er þó á þeirri skoðun að ef einhverjum takist að skáka Brody verði það Fiennes.
Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira