Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Jón Þór Stefánsson skrifar 26. febrúar 2025 17:00 Adrien Brody og Ralph Fiennes keppast um Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki. Getty Sérkennilegur misskilningur virðist vera að eiga sér stað í Hollywood nú í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Að minnsta kosti tveir meðlimir Akademíunnar, sem er sá hópur sem kýs um það hver hlýtur Óskarsverðlaunin, virðast ekki með á hreinu hverjir hafa hneppt hnossið áður, og mun það hafa haft áhrif á atkvæði þeirra. Blaðamaður Variety ræddi við 84 meðlimi Akademíunnar, en þess má geta að þeir eru hátt í tíu þúsund, til þess spá í spilin. Í grein sinni segir blaðamaðurinn frá því að tveir þessara meðlima hafi sagst hafa ákveðið að kjósa ekki Ralph Fiennes, sem er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Conclave. Ástæðan sem þessir tveir gáfu var sú að Fiennes hafi unnið verðlaunin áður, árið 1994 fyrir leik sinn í Schindler’s List. Þess í stað ákváðu þeir að kjósa Adrien Brody, fyrir The Brutalist. Ralph Fiennes fór tómhentur heim af óskarsverðlaununum 1994.Getty Sannleikurinn er hins vegar sá að Ralph Fiennes hefur aldrei unnið Óskarsverðlaun. Hann var vissulega tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki árið 1994 fyrir frammistöðuna í Schindler’s List, en þá bar Tommy Lee Jones sigur úr býtum fyrir The Fugitive. Og ekki nóg með það, heldur hefur Adrien Brody unnið Óskarsverðlaun. Það var árið 2003 fyrir leik í kvikmyndinni The Pianist. Adrien Brody hlaut Óskarsverðlaun árið 2003. Hér er hann ásamt Nicole Kidman sem vann líka verðlaunin sama ár.Getty Brody hefur þótt líklegastur til að vinna verðlaunin þetta árið. Timothee Chalamet, sem leikur ungan Bob Dylan í A Complete Unknown, hefur þótt næst líklegastur. Áðurnefndur blaðamaður Variety er þó á þeirri skoðun að ef einhverjum takist að skáka Brody verði það Fiennes. Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Blaðamaður Variety ræddi við 84 meðlimi Akademíunnar, en þess má geta að þeir eru hátt í tíu þúsund, til þess spá í spilin. Í grein sinni segir blaðamaðurinn frá því að tveir þessara meðlima hafi sagst hafa ákveðið að kjósa ekki Ralph Fiennes, sem er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Conclave. Ástæðan sem þessir tveir gáfu var sú að Fiennes hafi unnið verðlaunin áður, árið 1994 fyrir leik sinn í Schindler’s List. Þess í stað ákváðu þeir að kjósa Adrien Brody, fyrir The Brutalist. Ralph Fiennes fór tómhentur heim af óskarsverðlaununum 1994.Getty Sannleikurinn er hins vegar sá að Ralph Fiennes hefur aldrei unnið Óskarsverðlaun. Hann var vissulega tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki árið 1994 fyrir frammistöðuna í Schindler’s List, en þá bar Tommy Lee Jones sigur úr býtum fyrir The Fugitive. Og ekki nóg með það, heldur hefur Adrien Brody unnið Óskarsverðlaun. Það var árið 2003 fyrir leik í kvikmyndinni The Pianist. Adrien Brody hlaut Óskarsverðlaun árið 2003. Hér er hann ásamt Nicole Kidman sem vann líka verðlaunin sama ár.Getty Brody hefur þótt líklegastur til að vinna verðlaunin þetta árið. Timothee Chalamet, sem leikur ungan Bob Dylan í A Complete Unknown, hefur þótt næst líklegastur. Áðurnefndur blaðamaður Variety er þó á þeirri skoðun að ef einhverjum takist að skáka Brody verði það Fiennes.
Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira