Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Atli Ísleifsson skrifar 26. febrúar 2025 13:07 Ásdís Kristjánsdóttir hefur gegnt embætti bæjarstjóra Kópavogsbæjar frá árinu 2022. Vísir/Vilhelm Ráðist hefur verið í breytingar á stjórnkerfi og skipuriti Kópavogsbæjar sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa, auka skilvirkni og skýra hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur þremur verið sagt upp í tengslum við breytingarnar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Auglýst verður eftir þremur nýjum skrifstofustjórum á næstu dögum. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að í breytingunum felist að stjórnsýslusvið og fjármálasvið bæjarins eru lögð niður og í stað þeirra verði til fjórar skrifstofur um verkefni sviðanna; Skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Þar segir að bæjarritari verði í skipuriti næstráðanda bæjarstjóra og verði yfirmaður lögfræðiþjónustu, skjalaþjónustu og þjónustu við bæjarstjóra og fastanefndir. Skrifstofustjórar heyri beint undir bæjarstjóra eins og sviðsstjórar fagsviða. Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að Kópavogsbær sé stækkandi sveitarfélag og það hafi verið orðið tímabært að endurskoða stjórnsýslu bæjarins í takt við breyttar þarfir. „Meginmarkmið breytinganna er að skýra og skerpa hlutverk miðlægrar stjórnsýslu. Við ætlum að efla þjónustu við íbúa bæjarins meðal annars með aukinni stafrænni þjónustu. Þá munum við áfram standa vörð um góðan rekstur og ábyrga áhættu- og fjárstýringu með því að efla greiningar á rekstri einstakra málaflokka, þvert á svið og skrifstofur hjá Kópavogsbæ,“ er haft eftir Ásdísi. Um helstu verkefni nýrra skrifstofa segir: Skrifstofa umbóta og þróunar: Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál. Skrifstofa þjónustu: Sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál. Skrifstofa mannauðs- og kjaramála: Verkefni mannauðsdeildar, launabókhald sem og launavinnsla. Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar: Stefnumótun og greining á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefna og stefna vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana. Í tilkynningu segir ennfremur að auglýst verði á næstu dögum eftir skrifstofustjórum þriggja af fjórum nýrra skrifstofa: Þjónustustjóra, umbóta- og þróunarstjóra og áhættu- og fjárstýringarstjóra. Núverandi mannauðsstjóri verði yfir skrifstofu mannauðs- og kjaramála. „Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins verður í kjölfar breytinganna auk bæjarstjóra skipuð bæjarritara, mannauðsstjóra, þjónustustjóra, áhættu- og fjárstýringarstjóra, umbóta og þróunarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs, sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs. Breytingarnar taka gildi um mánaðamót,“ segir í tilkynningunni. Kópavogur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að í breytingunum felist að stjórnsýslusvið og fjármálasvið bæjarins eru lögð niður og í stað þeirra verði til fjórar skrifstofur um verkefni sviðanna; Skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Þar segir að bæjarritari verði í skipuriti næstráðanda bæjarstjóra og verði yfirmaður lögfræðiþjónustu, skjalaþjónustu og þjónustu við bæjarstjóra og fastanefndir. Skrifstofustjórar heyri beint undir bæjarstjóra eins og sviðsstjórar fagsviða. Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að Kópavogsbær sé stækkandi sveitarfélag og það hafi verið orðið tímabært að endurskoða stjórnsýslu bæjarins í takt við breyttar þarfir. „Meginmarkmið breytinganna er að skýra og skerpa hlutverk miðlægrar stjórnsýslu. Við ætlum að efla þjónustu við íbúa bæjarins meðal annars með aukinni stafrænni þjónustu. Þá munum við áfram standa vörð um góðan rekstur og ábyrga áhættu- og fjárstýringu með því að efla greiningar á rekstri einstakra málaflokka, þvert á svið og skrifstofur hjá Kópavogsbæ,“ er haft eftir Ásdísi. Um helstu verkefni nýrra skrifstofa segir: Skrifstofa umbóta og þróunar: Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál. Skrifstofa þjónustu: Sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál. Skrifstofa mannauðs- og kjaramála: Verkefni mannauðsdeildar, launabókhald sem og launavinnsla. Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar: Stefnumótun og greining á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefna og stefna vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana. Í tilkynningu segir ennfremur að auglýst verði á næstu dögum eftir skrifstofustjórum þriggja af fjórum nýrra skrifstofa: Þjónustustjóra, umbóta- og þróunarstjóra og áhættu- og fjárstýringarstjóra. Núverandi mannauðsstjóri verði yfir skrifstofu mannauðs- og kjaramála. „Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins verður í kjölfar breytinganna auk bæjarstjóra skipuð bæjarritara, mannauðsstjóra, þjónustustjóra, áhættu- og fjárstýringarstjóra, umbóta og þróunarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs, sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs. Breytingarnar taka gildi um mánaðamót,“ segir í tilkynningunni.
Um helstu verkefni nýrra skrifstofa segir: Skrifstofa umbóta og þróunar: Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál. Skrifstofa þjónustu: Sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál. Skrifstofa mannauðs- og kjaramála: Verkefni mannauðsdeildar, launabókhald sem og launavinnsla. Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar: Stefnumótun og greining á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefna og stefna vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana.
Kópavogur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira