„Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Aron Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2025 09:01 Feðgarnir á góðri stundu eftir einn af sigrum Gunnars í UFC Vísir/Getty Hvar og hvenær sem Gunnar Nelson stígur inn í bardagabúrið er næsta víst að faðir hans sé þar í hans horni og segir bardagakappinn það ómetanlegt. Gunnar stígur aftur inn í bardagabúrið á vegum UFC sambandsins eftir innan við mánuð þar sem að hann mætir villta Bandaríkjamanninum Kevin Holland. Í horni Gunnars, líkt og ávallt í gegnum hans feril, verður faðir hans og umboðsmaður Haraldur Dean Nelson sem hefur fylgt syni sínum í gegnum atvinnumannaferilinn sem enn sér ekki fyrir endann á og vill hinn 36 ára gamli Gunnar ekki titla komandi bardaga sinn sem kveðjubardaga. Á sama tíma hefur Haraldur látið sig ýmsa hluti varða bæði innan UFC sem og varðandi lögleiðingu MMA hér á landi. Ykkar samband í gegnum þetta. Þetta hefur verið langt, þið hafið upplifað sæta sigra saman en einnig súr töp. Það hlýtur að vera dýrmætt, eitthvað sem verður dýrmætari þegar að ferlinum lýkur, að hafa átt þessi ár með föður þínum í þessu? „Já ekki spurning,“ svarar Gunnar. „Hann hefur verið með mér frá því í byrjun, verið minn umboðsmaður og hefur séð um eitt og annað. Alltaf komið með mér í búrið. Þetta verða minningar sem að skila sér einhvern veginn inn í framhaldið. Það er svo margt sem að við rifjum reglulega upp. Þetta er einhvern veginn ómetanlegt.“ Og þessi vegferð ykkar kjarnast svo einhvern veginn í starfinu sem er unnið hjá Mjölni. „Já. Við stofnum Mjölni og hann er búinn að vera með okkur í því sem framkvæmdarstjóri til lengri tíma. Það er ekki bara ferillinn minn, heldur svolítið MMA á Íslandi sem við höfum verið að stíga saman og vinna að.“ Gunnar Nelson mætir Kevin Holland á bardagakvöldi UFC í London þann 22.mars næstkomandi. MMA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Gunnar stígur aftur inn í bardagabúrið á vegum UFC sambandsins eftir innan við mánuð þar sem að hann mætir villta Bandaríkjamanninum Kevin Holland. Í horni Gunnars, líkt og ávallt í gegnum hans feril, verður faðir hans og umboðsmaður Haraldur Dean Nelson sem hefur fylgt syni sínum í gegnum atvinnumannaferilinn sem enn sér ekki fyrir endann á og vill hinn 36 ára gamli Gunnar ekki titla komandi bardaga sinn sem kveðjubardaga. Á sama tíma hefur Haraldur látið sig ýmsa hluti varða bæði innan UFC sem og varðandi lögleiðingu MMA hér á landi. Ykkar samband í gegnum þetta. Þetta hefur verið langt, þið hafið upplifað sæta sigra saman en einnig súr töp. Það hlýtur að vera dýrmætt, eitthvað sem verður dýrmætari þegar að ferlinum lýkur, að hafa átt þessi ár með föður þínum í þessu? „Já ekki spurning,“ svarar Gunnar. „Hann hefur verið með mér frá því í byrjun, verið minn umboðsmaður og hefur séð um eitt og annað. Alltaf komið með mér í búrið. Þetta verða minningar sem að skila sér einhvern veginn inn í framhaldið. Það er svo margt sem að við rifjum reglulega upp. Þetta er einhvern veginn ómetanlegt.“ Og þessi vegferð ykkar kjarnast svo einhvern veginn í starfinu sem er unnið hjá Mjölni. „Já. Við stofnum Mjölni og hann er búinn að vera með okkur í því sem framkvæmdarstjóri til lengri tíma. Það er ekki bara ferillinn minn, heldur svolítið MMA á Íslandi sem við höfum verið að stíga saman og vinna að.“ Gunnar Nelson mætir Kevin Holland á bardagakvöldi UFC í London þann 22.mars næstkomandi.
MMA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira