„Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ Hjörvar Ólafsson skrifar 22. febrúar 2025 18:46 Elín Klara Þorkelsdóttir skorar eitt af sjö mörkum sínum í leiknum. Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir spilaði afar vel þegar Haukar lögðu Hazena Kynzvart að velli, 27-22, í seinni rimmu liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta að Ásvöllum í dag. Elín Klara var allt í senn svekkt, stolt og sátt að leik loknum. „Við mætum miklu betri til leiks hérna í dag en í leiknum úti og það er svekkjandi að hugsa til þess núna hvernig við mættum til leiks í Tékklandi. Ég er klárlega virkilega stolt af frammistöðu liðsins í þessum leik,“ sagði Elín Klara sem skoraði sjö mörk í leiknum auk þess að gefa fjölmargar stoðsendingar og fiska nokkur víti. „Við spiluðum fantagóða vörn í þessum leik og þetta er bara held ég ein besta vörn sem við höfum nokkurn tíma spilað, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær skora átta mörk í fyrri hálfleik sem er bara ansi vel vikið hjá okkur,“ sagði hún enn fremur. „Þristaparið var stórkostlegt og Sara Sif frábær þar fyrir aftan. Við spiluðum miklu agaðri sóknarleik en í leiknum í Tékklandi og sýndum okkar allra bestu hliðar í varnarleiknum. Þær mættu svo af krafti í seinni hálfleikinn og við brennum af nokkrum góðum færum. Það er dýrt og við hefðum þurft að nýta færin betur til þess að vinna leikinn með 12 mörkum eins og við þurftum að gera,“ sagði leikstjórnandinn aðspurður um hvað vantaði upp á til þess að fullkomna endurkomuna. „Það voru margir leikmenn að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti þegar við lögðum af stað í keppnina og við höfum fengið dýrmæta reynslu sem við tökum með okkur í komandi verkefni. Næst á dagskrá er bikarinn og við hlökkum mikið til næstu viku. Við tökum fjölmargt jákvætt með okkar frá þessum leik inn í leikinn við Gróttu,“ sagði hún um framhaldið. Elín Klara er spennt fyrir komandi vefkefnum Hauka. Vísir/Anton Brink Haukar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
„Við mætum miklu betri til leiks hérna í dag en í leiknum úti og það er svekkjandi að hugsa til þess núna hvernig við mættum til leiks í Tékklandi. Ég er klárlega virkilega stolt af frammistöðu liðsins í þessum leik,“ sagði Elín Klara sem skoraði sjö mörk í leiknum auk þess að gefa fjölmargar stoðsendingar og fiska nokkur víti. „Við spiluðum fantagóða vörn í þessum leik og þetta er bara held ég ein besta vörn sem við höfum nokkurn tíma spilað, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær skora átta mörk í fyrri hálfleik sem er bara ansi vel vikið hjá okkur,“ sagði hún enn fremur. „Þristaparið var stórkostlegt og Sara Sif frábær þar fyrir aftan. Við spiluðum miklu agaðri sóknarleik en í leiknum í Tékklandi og sýndum okkar allra bestu hliðar í varnarleiknum. Þær mættu svo af krafti í seinni hálfleikinn og við brennum af nokkrum góðum færum. Það er dýrt og við hefðum þurft að nýta færin betur til þess að vinna leikinn með 12 mörkum eins og við þurftum að gera,“ sagði leikstjórnandinn aðspurður um hvað vantaði upp á til þess að fullkomna endurkomuna. „Það voru margir leikmenn að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti þegar við lögðum af stað í keppnina og við höfum fengið dýrmæta reynslu sem við tökum með okkur í komandi verkefni. Næst á dagskrá er bikarinn og við hlökkum mikið til næstu viku. Við tökum fjölmargt jákvætt með okkar frá þessum leik inn í leikinn við Gróttu,“ sagði hún um framhaldið. Elín Klara er spennt fyrir komandi vefkefnum Hauka. Vísir/Anton Brink
Haukar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira