Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 10:31 Elvar Már Friðriksson fagnar sigrinum ótrúlega á Ítölum í síðasta leik íslenska landsliðsins. FIBA Basketball 20. febrúar 2025 gæti verið einn af þessum stóru dögum í íslenskum körfubolta því í kvöld getur íslenska körfuboltalandsliðið tryggt sig inn á Evrópumótið næsta haust. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta væri þá komið á Eurobasket í þriðja sinn en liðið var einnig með 2015 og 2017. Íslenska liðið tryggði sig fyrst inn á Eurobasket 27. ágúst 2014 og komast á annað mótið í röð 17. september 2016. Þessi dagur gæti bæst í hópinn. Íslenska liðið hefur misst af tveimur síðustu Evrópumótum en frábær frammistaða liðsins í þessari undankeppni hefur komið íslensku strákunum í frábæra stöðu. Svo góð er staðan að liðið má tapa leiknum í kvöld en gæti samt fagnað sæti á Eurobasket eftir leikinn. Íslensku strákarnir eru tveimur sigurleikjum og fimm stiga betri stöðu í innbyrðis leikjum á undan Ungverjum í baráttunni um síðasta sætið inn á Eurobasket. Ísland vann fyrri leikinn á móti Ungverjalandi með fimm stigum í Laugardalshöllinni, 70-65, en liðin mætast aftur í kvöld. Ungverjar verða að vinna með sex stigum eða meira til að eiga enn möguleika á sætinu á EM. Vinni Ungverjar með fimm stigum þá verða liðin jöfn innbyrðis og þá telur heildarnettó og þar þarf mikið að gerast í þessum tveimur síðustu umferðum til að íslenska liðið missi niður 44 stiga forskot. Tapi íslenska liðið með sex stigum eða meira þá fær það líka annað tækifæri til að tryggja sig inn á EM þegar Tyrkir koma í heimsókn í Laugardalshöllina á sunnudaginn. Íslenska liðið er í þessari lykilstöðu þökk sé mögnuðum útisigri á Ítalíu í síðasta leik. Ungverjar hafa aftur á móti tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst vel með gangi mála hér inn á Vísi. Það eru þannig fjórar leiðir fyrir íslensku strákana inn á Evrópumótið og þær eru teknar saman hér fyrir neðan. Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta væri þá komið á Eurobasket í þriðja sinn en liðið var einnig með 2015 og 2017. Íslenska liðið tryggði sig fyrst inn á Eurobasket 27. ágúst 2014 og komast á annað mótið í röð 17. september 2016. Þessi dagur gæti bæst í hópinn. Íslenska liðið hefur misst af tveimur síðustu Evrópumótum en frábær frammistaða liðsins í þessari undankeppni hefur komið íslensku strákunum í frábæra stöðu. Svo góð er staðan að liðið má tapa leiknum í kvöld en gæti samt fagnað sæti á Eurobasket eftir leikinn. Íslensku strákarnir eru tveimur sigurleikjum og fimm stiga betri stöðu í innbyrðis leikjum á undan Ungverjum í baráttunni um síðasta sætið inn á Eurobasket. Ísland vann fyrri leikinn á móti Ungverjalandi með fimm stigum í Laugardalshöllinni, 70-65, en liðin mætast aftur í kvöld. Ungverjar verða að vinna með sex stigum eða meira til að eiga enn möguleika á sætinu á EM. Vinni Ungverjar með fimm stigum þá verða liðin jöfn innbyrðis og þá telur heildarnettó og þar þarf mikið að gerast í þessum tveimur síðustu umferðum til að íslenska liðið missi niður 44 stiga forskot. Tapi íslenska liðið með sex stigum eða meira þá fær það líka annað tækifæri til að tryggja sig inn á EM þegar Tyrkir koma í heimsókn í Laugardalshöllina á sunnudaginn. Íslenska liðið er í þessari lykilstöðu þökk sé mögnuðum útisigri á Ítalíu í síðasta leik. Ungverjar hafa aftur á móti tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst vel með gangi mála hér inn á Vísi. Það eru þannig fjórar leiðir fyrir íslensku strákana inn á Evrópumótið og þær eru teknar saman hér fyrir neðan. Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn
Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira