Hafa verið þrettán ár af lygum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 08:01 Sonia Bompastor tók við kvennaliði Chelsea eftir síðasta tímabil og hefur gert mjög góða hluti með liðið. Getty/Mike Hewitt Sonia Bompastor hefur gert frábæra hluti með kvennalið Chelsea síðan hún tók við liðinu af Emmu Hayes. Á dögunum opinberaði hún leyndarmál fjölskyldunnar. Bompastor sagði þá frá langtímasambandi sínu við aðstoðarkonu sína Camille Abily. Þær eiga fjögur börn saman. Franskir fjölmiðlar eins og bæði L'Equipe og RMC hafa rætt við Bompastor í tilefni af útkomu ævisögu hennar, „A life in football“. Í bókinni talar hún um einkalíf sitt í fyrsta skiptið. Hún ræddi við L'Equipe um þá ákvörðun hennar og Camille að segja frá fjölskylduhögum sínum í fyrsta skiptið. „Að segja frá lífi mínu með Camille í fyrsta sinn. Að segja frá því að við séum í sambandi. Þetta hafa verið þrettán ár af lygum og okkur líður ekkert sérstaklega vel með það að opinbera þetta,“ sagði Bompastor við L'Equipe. Dans son autobiographie qui paraît mercredi, Sonia Bompastor, ex-internationale française désormais entraîneuse de Chelsea, retrace son parcours exceptionnel et dévoile qu'elle partage sa vie depuis plusieurs années avec Camille Abily, son adjointe.➡️ https://t.co/7ReE7TLlru pic.twitter.com/XLwc0w3uPV— L'ÉQUIPE (@lequipe) February 19, 2025 „Við höfum farið mjög leynt með þetta og við viljum fyrst og fremst fá að lifa fullkomlega venjulegu lífi,“ sagði Bompastor. Bompastor er 44 ára gömul en lagði skóna á hilluna fyrir tólf árum eða árið 2013. Hún lék á sínum tíma 156 landsleiki fyrir Frakka og spilaði stærstan hluta ferils síns með Lyon. Bompastor þjálfaði Lyon frá 2021 til 2024 og var þannig þjálfari liðsins þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hrökklaðist frá franska félaginu eftir að félagið studdi hana ekki þegar hún varð ófrísk. Kærasta hennar, Camille Abily, er fjórum árum yngri en þær léku saman hjá bæði Lyon og franska landsliðinu. Abily setti skóna upp á hilluna árið 2018 og var aðstoðarþjálfari Lyon frá 2019 til 2024. Hún fylgdi síðan Bompastor til Chelsea. Báðar eru þær síðan í hópi leikjahæstu landsliðskvenna Frakka frá upphafi. Abily er í fimmta sæti en Bompastor í því áttunda. Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Bompastor sagði þá frá langtímasambandi sínu við aðstoðarkonu sína Camille Abily. Þær eiga fjögur börn saman. Franskir fjölmiðlar eins og bæði L'Equipe og RMC hafa rætt við Bompastor í tilefni af útkomu ævisögu hennar, „A life in football“. Í bókinni talar hún um einkalíf sitt í fyrsta skiptið. Hún ræddi við L'Equipe um þá ákvörðun hennar og Camille að segja frá fjölskylduhögum sínum í fyrsta skiptið. „Að segja frá lífi mínu með Camille í fyrsta sinn. Að segja frá því að við séum í sambandi. Þetta hafa verið þrettán ár af lygum og okkur líður ekkert sérstaklega vel með það að opinbera þetta,“ sagði Bompastor við L'Equipe. Dans son autobiographie qui paraît mercredi, Sonia Bompastor, ex-internationale française désormais entraîneuse de Chelsea, retrace son parcours exceptionnel et dévoile qu'elle partage sa vie depuis plusieurs années avec Camille Abily, son adjointe.➡️ https://t.co/7ReE7TLlru pic.twitter.com/XLwc0w3uPV— L'ÉQUIPE (@lequipe) February 19, 2025 „Við höfum farið mjög leynt með þetta og við viljum fyrst og fremst fá að lifa fullkomlega venjulegu lífi,“ sagði Bompastor. Bompastor er 44 ára gömul en lagði skóna á hilluna fyrir tólf árum eða árið 2013. Hún lék á sínum tíma 156 landsleiki fyrir Frakka og spilaði stærstan hluta ferils síns með Lyon. Bompastor þjálfaði Lyon frá 2021 til 2024 og var þannig þjálfari liðsins þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hrökklaðist frá franska félaginu eftir að félagið studdi hana ekki þegar hún varð ófrísk. Kærasta hennar, Camille Abily, er fjórum árum yngri en þær léku saman hjá bæði Lyon og franska landsliðinu. Abily setti skóna upp á hilluna árið 2018 og var aðstoðarþjálfari Lyon frá 2019 til 2024. Hún fylgdi síðan Bompastor til Chelsea. Báðar eru þær síðan í hópi leikjahæstu landsliðskvenna Frakka frá upphafi. Abily er í fimmta sæti en Bompastor í því áttunda.
Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira