Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2025 22:22 Alphonso Davies fagnar markinu sem kom Bayern áfram. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern München er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Celtic, lokatölur 1-1. Club Brugge vann frækinn 3-1 útisigur á Atalanta og Benfica gerði 3-3 jafntefli við Mónakó sem dugði til. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Nicolas-Gerrit Kühn Celtic óvænt yfir og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Það stefndi allt í framlengingu en Alphonso Davies hafði ekki áhuga á því og tryggði Bayern farseðilinn í 16-liða úrslit með marki af stuttu færi þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Bayern mætir Atlético Madríd eða Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum. Alphonso Davies breaks Celtic hearts in Munich ⏱️#UCL pic.twitter.com/3x4tiyUFza— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Brugge frá Belgíu hafði unnið nokkuð óvæntan 2-1 sigur í fyrri leik liðanna og var talið næsta víst að Evrópudeildarmeistarar Atalanta myndu taka sig saman í andlitinu. Annað kom þó á daginn. Hinn 19 ára gamli Chemsdine Talbi kom Brugge yfir strax í upphafi leiks og tvöfaldaði forystu gestanna á 27. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Ferran Jutgla þriðja mark Brugge en hann hafði lagt upp fyrsta mark leiksins. Christos Tzolis lagði upp hin tvö mörkin og staðan 0-3 í hálfleik. Ademola Lookman kom inn af bekknum hjá Atalanta í hálfleik og minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann fékk svo kjörið tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar klukkustund var liðin en Simon Mignolet varði vítaspyrnu Lookman þá meistaralega. Staðan var enn 1-3 þegar miðvörðurinn Rafael Toloi fékk beint rautt spjald í liði Atalanta. Segja má að þar með hafi heimamenn endalega gefist upp. Club Brugge vann því leikinn 3-1 og einvígið 5-2. Belgarnir mæta annað hvort Lille eða Aston Villa í 16-liða úrslitum. Club Brugge book their spot in the round of 16 👏#UCL pic.twitter.com/XzhCrW51ww— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Í Lissabon í Portúgal var Mónakó í heimsókn hjá Benfica. Heimamenn leiddu 1-0 eftir fyrri leikinn og kom Kerem Aktürkoğlu þeim yfir á 22. mínútu. Takumi Minamino jafnaði metin fyrir Mónakó og staðan 1-1 í hálfleik. Eliesse Ben Seghir kom Mónakó yfir í síðari hálfleik en Vangelis Pavlidis jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hinn 18 ára gamli George Ilenikhena kom Mónakó yfir á nýjan leik en aftur jöfnuðu heimamenn. Orkun Kökçü með markið sem tryggði Benfica sæti í 16-liða úrslitum. Benfica hold on for a place in the round of 16 🦅#UCL pic.twitter.com/8R8bE8WJs0— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Benfica mætir Barcelona eða Liverpool í 16-liða úrslitum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Nicolas-Gerrit Kühn Celtic óvænt yfir og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Það stefndi allt í framlengingu en Alphonso Davies hafði ekki áhuga á því og tryggði Bayern farseðilinn í 16-liða úrslit með marki af stuttu færi þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Bayern mætir Atlético Madríd eða Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum. Alphonso Davies breaks Celtic hearts in Munich ⏱️#UCL pic.twitter.com/3x4tiyUFza— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Brugge frá Belgíu hafði unnið nokkuð óvæntan 2-1 sigur í fyrri leik liðanna og var talið næsta víst að Evrópudeildarmeistarar Atalanta myndu taka sig saman í andlitinu. Annað kom þó á daginn. Hinn 19 ára gamli Chemsdine Talbi kom Brugge yfir strax í upphafi leiks og tvöfaldaði forystu gestanna á 27. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Ferran Jutgla þriðja mark Brugge en hann hafði lagt upp fyrsta mark leiksins. Christos Tzolis lagði upp hin tvö mörkin og staðan 0-3 í hálfleik. Ademola Lookman kom inn af bekknum hjá Atalanta í hálfleik og minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann fékk svo kjörið tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar klukkustund var liðin en Simon Mignolet varði vítaspyrnu Lookman þá meistaralega. Staðan var enn 1-3 þegar miðvörðurinn Rafael Toloi fékk beint rautt spjald í liði Atalanta. Segja má að þar með hafi heimamenn endalega gefist upp. Club Brugge vann því leikinn 3-1 og einvígið 5-2. Belgarnir mæta annað hvort Lille eða Aston Villa í 16-liða úrslitum. Club Brugge book their spot in the round of 16 👏#UCL pic.twitter.com/XzhCrW51ww— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Í Lissabon í Portúgal var Mónakó í heimsókn hjá Benfica. Heimamenn leiddu 1-0 eftir fyrri leikinn og kom Kerem Aktürkoğlu þeim yfir á 22. mínútu. Takumi Minamino jafnaði metin fyrir Mónakó og staðan 1-1 í hálfleik. Eliesse Ben Seghir kom Mónakó yfir í síðari hálfleik en Vangelis Pavlidis jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hinn 18 ára gamli George Ilenikhena kom Mónakó yfir á nýjan leik en aftur jöfnuðu heimamenn. Orkun Kökçü með markið sem tryggði Benfica sæti í 16-liða úrslitum. Benfica hold on for a place in the round of 16 🦅#UCL pic.twitter.com/8R8bE8WJs0— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Benfica mætir Barcelona eða Liverpool í 16-liða úrslitum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49