Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2025 22:22 Alphonso Davies fagnar markinu sem kom Bayern áfram. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern München er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Celtic, lokatölur 1-1. Club Brugge vann frækinn 3-1 útisigur á Atalanta og Benfica gerði 3-3 jafntefli við Mónakó sem dugði til. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Nicolas-Gerrit Kühn Celtic óvænt yfir og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Það stefndi allt í framlengingu en Alphonso Davies hafði ekki áhuga á því og tryggði Bayern farseðilinn í 16-liða úrslit með marki af stuttu færi þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Bayern mætir Atlético Madríd eða Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum. Alphonso Davies breaks Celtic hearts in Munich ⏱️#UCL pic.twitter.com/3x4tiyUFza— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Brugge frá Belgíu hafði unnið nokkuð óvæntan 2-1 sigur í fyrri leik liðanna og var talið næsta víst að Evrópudeildarmeistarar Atalanta myndu taka sig saman í andlitinu. Annað kom þó á daginn. Hinn 19 ára gamli Chemsdine Talbi kom Brugge yfir strax í upphafi leiks og tvöfaldaði forystu gestanna á 27. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Ferran Jutgla þriðja mark Brugge en hann hafði lagt upp fyrsta mark leiksins. Christos Tzolis lagði upp hin tvö mörkin og staðan 0-3 í hálfleik. Ademola Lookman kom inn af bekknum hjá Atalanta í hálfleik og minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann fékk svo kjörið tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar klukkustund var liðin en Simon Mignolet varði vítaspyrnu Lookman þá meistaralega. Staðan var enn 1-3 þegar miðvörðurinn Rafael Toloi fékk beint rautt spjald í liði Atalanta. Segja má að þar með hafi heimamenn endalega gefist upp. Club Brugge vann því leikinn 3-1 og einvígið 5-2. Belgarnir mæta annað hvort Lille eða Aston Villa í 16-liða úrslitum. Club Brugge book their spot in the round of 16 👏#UCL pic.twitter.com/XzhCrW51ww— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Í Lissabon í Portúgal var Mónakó í heimsókn hjá Benfica. Heimamenn leiddu 1-0 eftir fyrri leikinn og kom Kerem Aktürkoğlu þeim yfir á 22. mínútu. Takumi Minamino jafnaði metin fyrir Mónakó og staðan 1-1 í hálfleik. Eliesse Ben Seghir kom Mónakó yfir í síðari hálfleik en Vangelis Pavlidis jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hinn 18 ára gamli George Ilenikhena kom Mónakó yfir á nýjan leik en aftur jöfnuðu heimamenn. Orkun Kökçü með markið sem tryggði Benfica sæti í 16-liða úrslitum. Benfica hold on for a place in the round of 16 🦅#UCL pic.twitter.com/8R8bE8WJs0— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Benfica mætir Barcelona eða Liverpool í 16-liða úrslitum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Nicolas-Gerrit Kühn Celtic óvænt yfir og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Það stefndi allt í framlengingu en Alphonso Davies hafði ekki áhuga á því og tryggði Bayern farseðilinn í 16-liða úrslit með marki af stuttu færi þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Bayern mætir Atlético Madríd eða Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum. Alphonso Davies breaks Celtic hearts in Munich ⏱️#UCL pic.twitter.com/3x4tiyUFza— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Brugge frá Belgíu hafði unnið nokkuð óvæntan 2-1 sigur í fyrri leik liðanna og var talið næsta víst að Evrópudeildarmeistarar Atalanta myndu taka sig saman í andlitinu. Annað kom þó á daginn. Hinn 19 ára gamli Chemsdine Talbi kom Brugge yfir strax í upphafi leiks og tvöfaldaði forystu gestanna á 27. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Ferran Jutgla þriðja mark Brugge en hann hafði lagt upp fyrsta mark leiksins. Christos Tzolis lagði upp hin tvö mörkin og staðan 0-3 í hálfleik. Ademola Lookman kom inn af bekknum hjá Atalanta í hálfleik og minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann fékk svo kjörið tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar klukkustund var liðin en Simon Mignolet varði vítaspyrnu Lookman þá meistaralega. Staðan var enn 1-3 þegar miðvörðurinn Rafael Toloi fékk beint rautt spjald í liði Atalanta. Segja má að þar með hafi heimamenn endalega gefist upp. Club Brugge vann því leikinn 3-1 og einvígið 5-2. Belgarnir mæta annað hvort Lille eða Aston Villa í 16-liða úrslitum. Club Brugge book their spot in the round of 16 👏#UCL pic.twitter.com/XzhCrW51ww— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Í Lissabon í Portúgal var Mónakó í heimsókn hjá Benfica. Heimamenn leiddu 1-0 eftir fyrri leikinn og kom Kerem Aktürkoğlu þeim yfir á 22. mínútu. Takumi Minamino jafnaði metin fyrir Mónakó og staðan 1-1 í hálfleik. Eliesse Ben Seghir kom Mónakó yfir í síðari hálfleik en Vangelis Pavlidis jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hinn 18 ára gamli George Ilenikhena kom Mónakó yfir á nýjan leik en aftur jöfnuðu heimamenn. Orkun Kökçü með markið sem tryggði Benfica sæti í 16-liða úrslitum. Benfica hold on for a place in the round of 16 🦅#UCL pic.twitter.com/8R8bE8WJs0— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Benfica mætir Barcelona eða Liverpool í 16-liða úrslitum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49