Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2025 13:02 Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa gengi Manchester United við eftir að hann tók við liðinu. getty/Joe Prior Manchester United hefur aðeins unnið fjóra af fjórtán deildarleikjum undir stjórn Rubens Amorim og Gary Neville, fyrrverandi leikmaður liðsins, segir að stuðningsmenn Rauðu djöflana gætu þurft að sýna þolinmæði. United tapaði 1-0 fyrir Tottenham á sunnudaginn og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gengi United hefur ekki lagast eftir að Amorim tók við af Erik ten Tag, heldur versnað, og Neville segir að stór hluti leikmannahóp liðsins henti ekki leikkerfi Portúgalans. Og það muni taka tíma að laga það. „Hversu fljótt getur Amorim fengið ekki bara góða leikmenn heldur leikmenn sem passa inn í þetta kerfi,“ sagði Neville en Amorim kýs að nota leikkerfið 3-4-3. „Þetta er sérstakt kerfi, 3-4-3. Þú þarft að finna tvo miðjumenn sem geta spilað saman og eru með mikla yfirferð. Þú þarft þrjá miðverði og þeir tveir ytri þurfa að geta spilað í bakvarðastöðunum þegar kantbakverðirnir fara fram. Þú þarft sérhæfða leikmenn í liðið. Þetta er ekki eins og önnur kerfi,“ sagði Neville og bætti við að Amorim þyrfti að lágmarki 2-3 félagaskiptaglugga til að finna réttu mennina fyrir kerfið sitt. Neville segir að fjárhagsstaða United flæki málin en félagið hefur tapað miklum fjármunum á síðustu árum og Sir Jim Ratcliffe, sem á fjórðungshlut í félaginu, hefur ráðist í nokkuð grimman niðurskurð hjá því. United hefur einungis fengið fjórtán stig í fyrstu fjórtán deildarleikjunum undir stjórn Amorims en er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar og í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Næsti leikur United er gegn Everton á Goodison Park á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Sjá meira
United tapaði 1-0 fyrir Tottenham á sunnudaginn og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gengi United hefur ekki lagast eftir að Amorim tók við af Erik ten Tag, heldur versnað, og Neville segir að stór hluti leikmannahóp liðsins henti ekki leikkerfi Portúgalans. Og það muni taka tíma að laga það. „Hversu fljótt getur Amorim fengið ekki bara góða leikmenn heldur leikmenn sem passa inn í þetta kerfi,“ sagði Neville en Amorim kýs að nota leikkerfið 3-4-3. „Þetta er sérstakt kerfi, 3-4-3. Þú þarft að finna tvo miðjumenn sem geta spilað saman og eru með mikla yfirferð. Þú þarft þrjá miðverði og þeir tveir ytri þurfa að geta spilað í bakvarðastöðunum þegar kantbakverðirnir fara fram. Þú þarft sérhæfða leikmenn í liðið. Þetta er ekki eins og önnur kerfi,“ sagði Neville og bætti við að Amorim þyrfti að lágmarki 2-3 félagaskiptaglugga til að finna réttu mennina fyrir kerfið sitt. Neville segir að fjárhagsstaða United flæki málin en félagið hefur tapað miklum fjármunum á síðustu árum og Sir Jim Ratcliffe, sem á fjórðungshlut í félaginu, hefur ráðist í nokkuð grimman niðurskurð hjá því. United hefur einungis fengið fjórtán stig í fyrstu fjórtán deildarleikjunum undir stjórn Amorims en er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar og í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Næsti leikur United er gegn Everton á Goodison Park á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Sjá meira