Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. febrúar 2025 18:01 Þór Þorlákshöfn er sem stendur ekki í úrslitakeppnissæti. Þjálfari liðsins kallar eftir því að íslensku leikmennirnir stígi meira upp. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, kallaði eftir því í viðtali eftir síðasta leik að íslensku leikmenn liðsins myndu stíga meira upp. Körfuboltakvöld ræddi ummælin og velti fyrir sér vandamálum Þórs, sem er í tíunda sæti deildarinnar eins og er. „Núna reynir svolítið á okkar heimastráka, íslenska kjarnann. Að þeir þori að vera til. Við förum bara eins langt og þeir ætla sér, það er enginn að fara að bjarga þeim. Þeir eru ekki að fara að stækka um einhverja sentimetra en þeir þurfa að sýna okkur hvað þeir eru með risastórt Þórshjarta. Það er það eina sem er að fara að hjálpa okkur í vetur,“ sagði Lárus eftir 109-96 tap gegn Tindastóli í síðustu umferð. Lárus vill ekki missa af úrslitakeppninni. Emil Karel, Davíð Arnar og Ragnar Örn Bragason spiluðu allir tíu til fimmtán mínútur en enginn þeirra skilaði stigum á töfluna. Emil átti eina skottilraun fyrir utan þriggja stiga línuna og Ragnar tvær, Davíð átti ekki skot. „Það má túlka þessi skilaboð tvenns konar. Þurfa þeir að gera meira inni á vellinum? Eins og þú kemur inn á, að þeir hafi ekki skotið nóg. Þurfa þeir að taka pláss þar? Eða þurfa þeir bara að taka pláss sem leiðtogar liðsins? Sem mennirnir sem drífa þetta áfram…“ velti Helgi Már Magnússon fyrir sér. „Þeir eru ekki að fara að breytast allt í einu og eiga einhverja tuttugu stiga leiki, en maður þarf að finna meira fyrir þeim inni á vellinum…“ sagði Helgi einnig. Davíð Arnar átti ekki skottilraun gegn Tindastóli. Það reiðir enn meira á íslenska leikmenn liðsins í ljósi þess að einn af fimm erlendu leikmönnunum, Steeve Ho You Fat, er hnéskelsbrotinn og verður ekki meira með á tímabilinu. Þurfa meira framlag frá öllum leikmönnum „Ég er kannski ekki endilega sammála því að núll stig, ef það er verið að vísa í það, að það sé það sem er að hjá Þór,“ skaut Pavel Ermolinskij inn í umræðuna. Pavel segir erlenda leikmenn Þórs líka þurfa að stíga upp. Sérstaklega varnarlega. „Það er hópur af erlendum leikmönnum þarna, fyrir utan Jordan Semple, sem gera jafnvel ekkert í vörn. Ekki að íslensku strákarnir séu að gera eitthvað mikið betur… Ég á bara við að stigaskor þeirra þriggja er langt því frá að vera vandamálið sem þarf að leysa þarna. Það á samt alveg rétt á sér að þeir þurfi að gera betur,“ bætti Pavel við. Umræðuna má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti leikur Þórs er á föstudaginn gegn Stjörnunni. Klippa: Þarf íslenski kjarninn hjá Þór Þorlákshöfn að stíga upp? Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira
„Núna reynir svolítið á okkar heimastráka, íslenska kjarnann. Að þeir þori að vera til. Við förum bara eins langt og þeir ætla sér, það er enginn að fara að bjarga þeim. Þeir eru ekki að fara að stækka um einhverja sentimetra en þeir þurfa að sýna okkur hvað þeir eru með risastórt Þórshjarta. Það er það eina sem er að fara að hjálpa okkur í vetur,“ sagði Lárus eftir 109-96 tap gegn Tindastóli í síðustu umferð. Lárus vill ekki missa af úrslitakeppninni. Emil Karel, Davíð Arnar og Ragnar Örn Bragason spiluðu allir tíu til fimmtán mínútur en enginn þeirra skilaði stigum á töfluna. Emil átti eina skottilraun fyrir utan þriggja stiga línuna og Ragnar tvær, Davíð átti ekki skot. „Það má túlka þessi skilaboð tvenns konar. Þurfa þeir að gera meira inni á vellinum? Eins og þú kemur inn á, að þeir hafi ekki skotið nóg. Þurfa þeir að taka pláss þar? Eða þurfa þeir bara að taka pláss sem leiðtogar liðsins? Sem mennirnir sem drífa þetta áfram…“ velti Helgi Már Magnússon fyrir sér. „Þeir eru ekki að fara að breytast allt í einu og eiga einhverja tuttugu stiga leiki, en maður þarf að finna meira fyrir þeim inni á vellinum…“ sagði Helgi einnig. Davíð Arnar átti ekki skottilraun gegn Tindastóli. Það reiðir enn meira á íslenska leikmenn liðsins í ljósi þess að einn af fimm erlendu leikmönnunum, Steeve Ho You Fat, er hnéskelsbrotinn og verður ekki meira með á tímabilinu. Þurfa meira framlag frá öllum leikmönnum „Ég er kannski ekki endilega sammála því að núll stig, ef það er verið að vísa í það, að það sé það sem er að hjá Þór,“ skaut Pavel Ermolinskij inn í umræðuna. Pavel segir erlenda leikmenn Þórs líka þurfa að stíga upp. Sérstaklega varnarlega. „Það er hópur af erlendum leikmönnum þarna, fyrir utan Jordan Semple, sem gera jafnvel ekkert í vörn. Ekki að íslensku strákarnir séu að gera eitthvað mikið betur… Ég á bara við að stigaskor þeirra þriggja er langt því frá að vera vandamálið sem þarf að leysa þarna. Það á samt alveg rétt á sér að þeir þurfi að gera betur,“ bætti Pavel við. Umræðuna má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti leikur Þórs er á föstudaginn gegn Stjörnunni. Klippa: Þarf íslenski kjarninn hjá Þór Þorlákshöfn að stíga upp?
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira