Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. febrúar 2025 19:41 David Moyes kann vel við sig hjá Everton. Warren Little/Getty Images Það virðist hafa verið algjört heillaskref fyrir Everton að ráða David Moyes sem stjóra félagsins á nýjan leik. Liðið vann góðan 2-1 útisigur á Crystal Palace og hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Everton sótti Crystal Palace heim í síðasta leik dagsins og vann góðan 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Carlos Alcaraz þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Markið kom eftir að Ashley Young átti fyrirgjöf, eða skot, fyrir markið sem fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Alcaraz. Us at FT: pic.twitter.com/SlrrmGhWbl— Everton (@Everton) February 15, 2025 Hinn síungi Young hafði aðeins verið inn á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann kom að því sem reyndist sigurmarið. Heillaskipting hjá Moyes sem virðist ekki geta gert neitt rangt í Bítlaborginni. Beto hafði komið Everton yfir í fyrri hálfleik, eftir undirbúning Alcaraz, en Jean-Philippe Mateta jafnaði metin snemma í síðari hálfleik. Þökk sé sigurmarki Alcaraz hefur Everton nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Eini leikurinn sem vannst ekki var 2-2 jafntefli gegn Liverpool, stig sem Moyes hefði tekið fegins hendi fyrir leik. Í millitíðinni datt Everton út úr ensku bikarkeppninni eftir 2-0 tap gegn Bournemouth en miðað við stöðuna á liðinu þegar Moyes tók við þá snerist allt um að halda Everton í deild þeirra bestu. Það virðist ætla að ganga upp og gott betur en það. Eftir sigur dagsins er Everton komið upp í 13. sæti – upp fyrir bæði Manchester United og Tottenham Hotspur – með 30 stig eða 13 stigum frá fallsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Everton sótti Crystal Palace heim í síðasta leik dagsins og vann góðan 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Carlos Alcaraz þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Markið kom eftir að Ashley Young átti fyrirgjöf, eða skot, fyrir markið sem fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Alcaraz. Us at FT: pic.twitter.com/SlrrmGhWbl— Everton (@Everton) February 15, 2025 Hinn síungi Young hafði aðeins verið inn á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann kom að því sem reyndist sigurmarið. Heillaskipting hjá Moyes sem virðist ekki geta gert neitt rangt í Bítlaborginni. Beto hafði komið Everton yfir í fyrri hálfleik, eftir undirbúning Alcaraz, en Jean-Philippe Mateta jafnaði metin snemma í síðari hálfleik. Þökk sé sigurmarki Alcaraz hefur Everton nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Eini leikurinn sem vannst ekki var 2-2 jafntefli gegn Liverpool, stig sem Moyes hefði tekið fegins hendi fyrir leik. Í millitíðinni datt Everton út úr ensku bikarkeppninni eftir 2-0 tap gegn Bournemouth en miðað við stöðuna á liðinu þegar Moyes tók við þá snerist allt um að halda Everton í deild þeirra bestu. Það virðist ætla að ganga upp og gott betur en það. Eftir sigur dagsins er Everton komið upp í 13. sæti – upp fyrir bæði Manchester United og Tottenham Hotspur – með 30 stig eða 13 stigum frá fallsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira